Frá þessu er greint í tilkynningu frá fyrirtækinu en Reynir Bjarni hefur langa reynslu af störfum á greiðslukortamarkaði og starfað hjá Valitor frá árinu 2004. Þar hefur hann meðal annars starfað við söluráðgjöf, fjármál, vörustýringu og nú síðast sem stjórnandi á vöruþróunar- og rekstrarsviði. Reynir Bjarni er með B.Sc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík.
Útgáfulausnir Valitor sinna allri þjónustu, rekstri og hugbúnaðarþróun sem snýr að bönkum og sparisjóðum í tengslum við útgáfu greiðslukorta.
Valitor er með leyfi frá Visa og MasterCard til útgáfu greiðslukorta og Útgáfulausnir koma að útgáfu allra Visa greiðslukorta á Íslandi í samstarfi við banka og sparisjóði, er fram kemur í tilkynningu. Samhliða því halda Útgáfalausnir úti kerfum sem gera farsímagreiðslur mögulegar, bjóða upp á endurkröfuþjónustu og sinna neyðarþjónustu til korthafa utan opnunartíma banka og sparisjóða.