Sá sjötti sem kemur til greina í fimm manna stjórn Icelandair Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2021 13:44 Steinn Logi hefur áratuga reynslu af fluggeiranum. Aðsend Steinn Logi Björnsson, sem starfaði um árabil hjá Icelandair, mun gefa kost á sér í stjórn Icelandair group. Hann er sá sjötti sem gefið hefur kost á sér til setu í fimm manna stjórn félagsins. Aðalfundur félagsins fer fram 12. mars. Túristi greinir frá þessu og stiklar á stóru um reynslu Steins Loga í flugbransanum. Hann hefur starfað hjá Icelandair í um tuttugu ár, í stöðu framkvæmdastjóra en einnig sem yfirmaður Icelandair í Norður-Ameríku. Þá hefur hann gegnt stöðu forstjóra hjá Bláfugli og hefur því tæplega þrjátíu ára reynslu af störfum í flugbransanum. Í samtali við Vísi segir Steinn Logi að hluthafar í félaginu hafi haft samband við hann að undangengnu hlutafjárútboði í september á síðasta ári og hann spurður hvort hann vildi gefa kost á sér í stjórn. Um sé að ræða hluthafa sem hafi aukið hlut sinn í félaginu. „Síðan þegar tilnefningarnefndin fer að hafa samband við stærstu hluthafa og boða þá til fundar í aðdraganda aðalfundar, þá höfðu þessir sömu aðilar aftur samband við mig og sögðu að nú væri verið að boða til fundar. Þeir spurðu þá hvort ég væri til í þetta og hvort þeir mættu nefna nafnið mitt. Eftir smá umhugsunartíma sagði ég já, enda er ég nýbúinn að selja mitt fyrirtæki, hef rýmri tíma og engra hagsmuna að gæta,“ segir Steinn Logi. Félagið brothætt eining í stóra samhenginu Steinn Logi kveðst þá hafa miklar taugar til Icelandair. „Enda búinn að verja lunganum úr mínum starfsaldri þarna í að byggja upp þetta leiðakerfi og félagið sjálft. Auðvitað hefur maður taugar til þess.“ Steinn kveðst í störfum sínum hafa öðlast víðtæka reynslu. Hann þekki leiðakerfi og rekstur Icelandair afar vel, en hann starfaði sem svæðisstjóri hjá félaginu bæði í Bandaríkjunum og Mið-Evrópu. „En það sem ég hef líka, það er kostnaðarhliðin. Flugrekstarkostnaðurinn og viðhaldskostnaðurinn sem enginn í núverandi stjórn hefur bakgrunn af, sýnist mér. Það eru svakalegar tölur þar líka þó að strategían og tekjurnar séu það sem skiptir mestu máli. Engu að síður er það sem hefur verið að draga félagið niður upp á síðkastið sambland af háum kostnaði og náttúrulega gengi krónunnar. Ég myndi vilja fókusera svolítið á það,“ segir Steinn. Hann segir þá að staðreyndin sé sú að lítið þurfi út af að bregða til þess að illa fari hjá félaginu. „Ég þekki það persónulega mjög vel. Þetta er mjög brothætt og mjög lítil eining í samkeppni við sína helstu samkeppnisaðila og það þarf ekki mikið að gerast. Það þekki ég hafandi verið í Bandaríkjunum og Mið-Evrópu. Þar sér maður þetta frá öðrum sjónarhóli en Íslendingarnir sem sjá risann hérna á Íslandi,“ segir Steinn. Nefndin lagði til óbreytta stjórn Í gær var greint frá því að tilnefningarnefnd Icelandair Group legði til að stjórn félagsins yrði óbreytt, en aðalfundur félagsins fer fram 12. mars næstkomandi. Þau fimm sem nefndin lagði til að sætu áfram í stjórn eru Guðmundur Hafsteinsson, John F. Thomas, Nina Jonsson, Svafa Grönfeldt og Úlfar Steindórsson. John F. Thomas og Nina Jonsson komu ný inn í stjórnina á síðasta ári en Guðmundur tók sæti 2018, Svava 2019 og Úlfar árið 2010. Úlfar er formaður stjórnarinnar og Svava varaformaður. Icelandair Markaðir Fréttir af flugi Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Túristi greinir frá þessu og stiklar á stóru um reynslu Steins Loga í flugbransanum. Hann hefur starfað hjá Icelandair í um tuttugu ár, í stöðu framkvæmdastjóra en einnig sem yfirmaður Icelandair í Norður-Ameríku. Þá hefur hann gegnt stöðu forstjóra hjá Bláfugli og hefur því tæplega þrjátíu ára reynslu af störfum í flugbransanum. Í samtali við Vísi segir Steinn Logi að hluthafar í félaginu hafi haft samband við hann að undangengnu hlutafjárútboði í september á síðasta ári og hann spurður hvort hann vildi gefa kost á sér í stjórn. Um sé að ræða hluthafa sem hafi aukið hlut sinn í félaginu. „Síðan þegar tilnefningarnefndin fer að hafa samband við stærstu hluthafa og boða þá til fundar í aðdraganda aðalfundar, þá höfðu þessir sömu aðilar aftur samband við mig og sögðu að nú væri verið að boða til fundar. Þeir spurðu þá hvort ég væri til í þetta og hvort þeir mættu nefna nafnið mitt. Eftir smá umhugsunartíma sagði ég já, enda er ég nýbúinn að selja mitt fyrirtæki, hef rýmri tíma og engra hagsmuna að gæta,“ segir Steinn Logi. Félagið brothætt eining í stóra samhenginu Steinn Logi kveðst þá hafa miklar taugar til Icelandair. „Enda búinn að verja lunganum úr mínum starfsaldri þarna í að byggja upp þetta leiðakerfi og félagið sjálft. Auðvitað hefur maður taugar til þess.“ Steinn kveðst í störfum sínum hafa öðlast víðtæka reynslu. Hann þekki leiðakerfi og rekstur Icelandair afar vel, en hann starfaði sem svæðisstjóri hjá félaginu bæði í Bandaríkjunum og Mið-Evrópu. „En það sem ég hef líka, það er kostnaðarhliðin. Flugrekstarkostnaðurinn og viðhaldskostnaðurinn sem enginn í núverandi stjórn hefur bakgrunn af, sýnist mér. Það eru svakalegar tölur þar líka þó að strategían og tekjurnar séu það sem skiptir mestu máli. Engu að síður er það sem hefur verið að draga félagið niður upp á síðkastið sambland af háum kostnaði og náttúrulega gengi krónunnar. Ég myndi vilja fókusera svolítið á það,“ segir Steinn. Hann segir þá að staðreyndin sé sú að lítið þurfi út af að bregða til þess að illa fari hjá félaginu. „Ég þekki það persónulega mjög vel. Þetta er mjög brothætt og mjög lítil eining í samkeppni við sína helstu samkeppnisaðila og það þarf ekki mikið að gerast. Það þekki ég hafandi verið í Bandaríkjunum og Mið-Evrópu. Þar sér maður þetta frá öðrum sjónarhóli en Íslendingarnir sem sjá risann hérna á Íslandi,“ segir Steinn. Nefndin lagði til óbreytta stjórn Í gær var greint frá því að tilnefningarnefnd Icelandair Group legði til að stjórn félagsins yrði óbreytt, en aðalfundur félagsins fer fram 12. mars næstkomandi. Þau fimm sem nefndin lagði til að sætu áfram í stjórn eru Guðmundur Hafsteinsson, John F. Thomas, Nina Jonsson, Svafa Grönfeldt og Úlfar Steindórsson. John F. Thomas og Nina Jonsson komu ný inn í stjórnina á síðasta ári en Guðmundur tók sæti 2018, Svava 2019 og Úlfar árið 2010. Úlfar er formaður stjórnarinnar og Svava varaformaður.
Icelandair Markaðir Fréttir af flugi Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira