Viðskipti innlent

Festu kaup á fasteign Sóltúns

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sóltún fasteign ehf. rekur hjúkrunarheimillið Sóltún í Reykjavík.
Sóltún fasteign ehf. rekur hjúkrunarheimillið Sóltún í Reykjavík. Já.is

Reginn hf., eitt stærsta fasteignafélag landsins, gekk frá kaupum á 90 prósenta hlut í félaginu Sóltúni fasteign ehf. sem á fasteign hjúkrunarheimilisins Sóltúns við samnefnda götu í Reykjavík. Um þetta er fjallað í tilkynningu sem fylgdi ársreikningi Regins.

Mbl greindi fyrst frá. Í tilkynningu frá Regin kemur fram að seljandi sé félagið Öldungur hf., sem heldur nú eftir tíu prósenta hlut í Sóltúni fasteign ehf. Báðir aðilar muni eiga aðila í stjórn félagsins.

Engin áhrif á rekstur Sóltúns

„Öldungur rekur hjúkrunarheimilið Sóltún á grundvelli þjónustusamnings við íslenska ríkið. Kaupin munu ekki hafa nein áhrif á rekstur og starfsemi hjúkrunarheimilisins. Á milli félaganna Sóltún fasteign og Öldungs er í gildi leigusamningur og munu kaupin engin áhrif hafa á hann en Reginn sérhæfir sig í fasteignarekstri til langs tíma,“ segir í tilkynningu frá Regin.

Þá kemur þar fram að Öldungur og Reginn hafi gert með sér samkomulag um samstarf að uppbyggingu hjúkrunarheimila, „þar sem sérfræðiþekking og reynsla Öldungs mun nýtast við rekstur hjúkrunarheimila en reynsla og þekking Regins á rekstri og viðhaldi fasteigna.“

Með því sé kominn nýr valmöguleiki fyrir ríki og sveitarfélög til að sinna uppbyggingu og rekstri hjúkrunarheimila, sé viljinn til staðar.

Uppfært klukkan 10:03: Fyrirsögn fréttarinar hefur verið uppfærð til samræmis við efni fréttarinnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×