Segja Sýn og Nova hafa gert samkomulag við félag tengt nánum vini Donalds Trump Eiður Þór Árnason skrifar 11. febrúar 2021 11:54 Thomas Joseph Barrack Jr., stjórnarformaður Colony Capital, og náinn bandamaður Donalds Trump. Getty/Michael Kovac Félag í stýringu bandaríska framtaksfjárfestingafélagsins Digital Colony er langt komið með að ljúka kaupum á óvirkum farsímainnviðum af Sýn og Nova fyrir um 13 milljarða króna, að sögn Viðskiptablaðsins. Samkvæmt heimildum blaðsins vinnur félagið að því að fjármagna kaupin að hluta með útgáfu skuldabréfs í krónum upp á 8 til 9 milljarða króna og að fyrirtækjaráðgjöf Kviku hafi á síðustu vikum kynnt útgáfuna fyrir lífeyrissjóðum og öðrum innlendum fjárfestum. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar sem rekur fjarskiptafélagið Vodafone segir í samtali við Vísi að fyrirtækið geti hvorki gefið upplýsingar um stöðu viðræðna eða hvaða aðila um ræðir. Vísir er í eigu Sýnar. Samkomulag náðist í haust Sýn tilkynnti um það í október að félagið hafi náð samkomulagi við erlenda fjárfesta um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu og endurleigu á óvirkum farsímainnviðum félagsins. Þá kom fram að miðað við fyrirliggjandi skilmála gæti væntur söluhagnaður Sýnar numið yfir sex milljörðum króna gangi viðskiptin eftir. Í nóvember greindi svo Fréttablaðið frá því fjarskiptafélagið Nova væri í einkaviðræðum við sömu erlendu fjárfesta og Sýn um mögulega sölu og endurleigu á óvirkum farsímainnviðum Nova. Með óvirkum farsímainnviðum er til að mynda átt við rafkerfi og sendaturna en virkur búnaður á borð við sendana sjálfa verður áfram í eigu íslensku fjarskiptafélaganna. Sýn og Nova reka saman dreifikerfi fyrir farsímaþjónustu í gegnum dótturfélag þeirra Sendafélagið. Ef verður af sölunni feta fjarskiptaskiptafélögin í fótspor erlendra fjarskiptafyrirtækja sem hafa gert sambærilega samninga um sölu á innviðum. Fram kom í tilkynningu Sýnar í október að ráðgert væri að gerður yrði langtímaleigusamningur við erlendu fjárfestana til 20 ára sem muni tryggja áframhaldandi aðgang félagsins að hinum óvirku farsímainnviðum. Hluti af Colony Capital Digital Colony er hluti af samstæðu Colony Capital sem bandaríski auðmaðurinn Thomas J. Barrack Jr. stofnaði. Er hann nú stjórnarformaður samstæðunnar. Barrack er náinn vinur og stuðningsmaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og var annar stofnanda Rebuilding America Now fjáröflunarnefndarinnar (e. Super PAC) sem safnaði um 23 milljónum Bandaríkjadala fyrir framboð Trumps árið 2016, eða hátt í þremur milljörðum króna. Þá var Barrack formaður embættistökunefndar Trump og starfaði sem óformlegur ráðgjafi í forsetatíð hans. Árið 2018 lýsti New York Times því hvernig Barrack tók að sér að vera tengiliður Trumps við ráðamenn á Arabíuskaga og reyndi meðal annars að fullvissa sendiherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna um að forsetinn væri með fjárfestingar í sambandsríkinu. Fréttin hefur verið uppfærð: Í fyrri útgáfu kom fram að Thomas J. Barrack Jr. væri forstjóri Colony Capital. Hið rétta er að hann er starfandi stjórnarformaður en Barrack lét af störfum sem forstjóri á síðasta ári. Fjarskipti Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Samkvæmt heimildum blaðsins vinnur félagið að því að fjármagna kaupin að hluta með útgáfu skuldabréfs í krónum upp á 8 til 9 milljarða króna og að fyrirtækjaráðgjöf Kviku hafi á síðustu vikum kynnt útgáfuna fyrir lífeyrissjóðum og öðrum innlendum fjárfestum. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar sem rekur fjarskiptafélagið Vodafone segir í samtali við Vísi að fyrirtækið geti hvorki gefið upplýsingar um stöðu viðræðna eða hvaða aðila um ræðir. Vísir er í eigu Sýnar. Samkomulag náðist í haust Sýn tilkynnti um það í október að félagið hafi náð samkomulagi við erlenda fjárfesta um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu og endurleigu á óvirkum farsímainnviðum félagsins. Þá kom fram að miðað við fyrirliggjandi skilmála gæti væntur söluhagnaður Sýnar numið yfir sex milljörðum króna gangi viðskiptin eftir. Í nóvember greindi svo Fréttablaðið frá því fjarskiptafélagið Nova væri í einkaviðræðum við sömu erlendu fjárfesta og Sýn um mögulega sölu og endurleigu á óvirkum farsímainnviðum Nova. Með óvirkum farsímainnviðum er til að mynda átt við rafkerfi og sendaturna en virkur búnaður á borð við sendana sjálfa verður áfram í eigu íslensku fjarskiptafélaganna. Sýn og Nova reka saman dreifikerfi fyrir farsímaþjónustu í gegnum dótturfélag þeirra Sendafélagið. Ef verður af sölunni feta fjarskiptaskiptafélögin í fótspor erlendra fjarskiptafyrirtækja sem hafa gert sambærilega samninga um sölu á innviðum. Fram kom í tilkynningu Sýnar í október að ráðgert væri að gerður yrði langtímaleigusamningur við erlendu fjárfestana til 20 ára sem muni tryggja áframhaldandi aðgang félagsins að hinum óvirku farsímainnviðum. Hluti af Colony Capital Digital Colony er hluti af samstæðu Colony Capital sem bandaríski auðmaðurinn Thomas J. Barrack Jr. stofnaði. Er hann nú stjórnarformaður samstæðunnar. Barrack er náinn vinur og stuðningsmaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og var annar stofnanda Rebuilding America Now fjáröflunarnefndarinnar (e. Super PAC) sem safnaði um 23 milljónum Bandaríkjadala fyrir framboð Trumps árið 2016, eða hátt í þremur milljörðum króna. Þá var Barrack formaður embættistökunefndar Trump og starfaði sem óformlegur ráðgjafi í forsetatíð hans. Árið 2018 lýsti New York Times því hvernig Barrack tók að sér að vera tengiliður Trumps við ráðamenn á Arabíuskaga og reyndi meðal annars að fullvissa sendiherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna um að forsetinn væri með fjárfestingar í sambandsríkinu. Fréttin hefur verið uppfærð: Í fyrri útgáfu kom fram að Thomas J. Barrack Jr. væri forstjóri Colony Capital. Hið rétta er að hann er starfandi stjórnarformaður en Barrack lét af störfum sem forstjóri á síðasta ári.
Fjarskipti Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira