„Þá var ég orðin mjög hrædd“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2021 11:46 Það var létt yfir Steinunni Björnsdóttur í viðtalinu eftir leikinn á móti Stjörnunni en hún fagnaði því að þurfa ekki að horfa á fleiri leiki liðsins í gegnum sjónvarpið. S2 Sport Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Framkvenna, var aftur á skýrslu í síðasta leik og snéri þá aftur eftir hafa fengið slæmt högg á höfuðið í leik á móti FH. Útlitið var ekki bjart fyrst eftir höggið því þá missti hún sjón á auganu og upplifi mikinn sársauka. Það héldu allir að hún yrði frá í margar vikur, í það minnsta, en Steinunn er nú komin aftur af stað. „Staðan á mér er bara góð. Ég hefði aldrei trúað því fyrir viku síðan að ég myndi standa hér og geta tekið þátt í þessum sigri, á bekknum. Ég er ótrúlega þakklát því þetta er búið að vera mikil rússibanareið,“ sagði Steinunn Björnsdóttir í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Steinunn kom ekki inn á völlinn í sigrinum á Stjörnunni en ætlar sér að spila næsta leik sem er á móti HK á sunnudaginn kemur. „Ég hélt fyrst að ég væri orðin blind á öðru auganu en sólarhring seinna fór ég að sjá aðeins meira. Svo er ótrúlegt hvernig mannslíkaminn nær að jafna sig,“ sagði Steinunn. Þetta leit samt ansi illa út og það kom meðal annars skurður á augað. Það fór því í alvöru um Steinunni þegar hún lenti í þessu. „Strax og ég fékk höggið þá vissi ég að það væri eitthvað alvarlegt því það var mikill sársauki sem fylgdi þessu. Svo var ég tekin útaf og sat á bekknum. Ég var alltaf að biðja sjúkraþjálfarann minn um að fá að opna augað. Svo sagði hann mér að augað væri opið og þá áttaði ég mig á alvarleika málsins. Þá var ég mjög hrædd,“ sagði Steinunn. „Ég er ótrúlega heppin og það er nákvæmlega það sem læknarnir segja. Það var mikil áverki á auganu. Þetta hefði getað farið miklu verr. Ég er ótrúlega þakklát að vera með sjón og sjá vel. Hún er kannski ekki alveg komin til baka en hún mun koma til baka,“ sagði Steinunn. Steinunn stefnir á það að spila næsta leik. „Það voru mikil vonbrigði þegar Stebbi sagði að það væri frí á morgun á æfingu. Ég var orðin spennt að mæta með hlífðargleraugun og klár í slaginn aftur. Ég ætla að prófa það að mæta á æfingar og sjá hvernig líkaminn bregst við. Ef allt gengur vel þá mæti ég bara á sunnudaginn,“ sagði Steinunn. Það má finna allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Steinunni Björnsdóttur um meiðslin Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Útlitið var ekki bjart fyrst eftir höggið því þá missti hún sjón á auganu og upplifi mikinn sársauka. Það héldu allir að hún yrði frá í margar vikur, í það minnsta, en Steinunn er nú komin aftur af stað. „Staðan á mér er bara góð. Ég hefði aldrei trúað því fyrir viku síðan að ég myndi standa hér og geta tekið þátt í þessum sigri, á bekknum. Ég er ótrúlega þakklát því þetta er búið að vera mikil rússibanareið,“ sagði Steinunn Björnsdóttir í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Steinunn kom ekki inn á völlinn í sigrinum á Stjörnunni en ætlar sér að spila næsta leik sem er á móti HK á sunnudaginn kemur. „Ég hélt fyrst að ég væri orðin blind á öðru auganu en sólarhring seinna fór ég að sjá aðeins meira. Svo er ótrúlegt hvernig mannslíkaminn nær að jafna sig,“ sagði Steinunn. Þetta leit samt ansi illa út og það kom meðal annars skurður á augað. Það fór því í alvöru um Steinunni þegar hún lenti í þessu. „Strax og ég fékk höggið þá vissi ég að það væri eitthvað alvarlegt því það var mikill sársauki sem fylgdi þessu. Svo var ég tekin útaf og sat á bekknum. Ég var alltaf að biðja sjúkraþjálfarann minn um að fá að opna augað. Svo sagði hann mér að augað væri opið og þá áttaði ég mig á alvarleika málsins. Þá var ég mjög hrædd,“ sagði Steinunn. „Ég er ótrúlega heppin og það er nákvæmlega það sem læknarnir segja. Það var mikil áverki á auganu. Þetta hefði getað farið miklu verr. Ég er ótrúlega þakklát að vera með sjón og sjá vel. Hún er kannski ekki alveg komin til baka en hún mun koma til baka,“ sagði Steinunn. Steinunn stefnir á það að spila næsta leik. „Það voru mikil vonbrigði þegar Stebbi sagði að það væri frí á morgun á æfingu. Ég var orðin spennt að mæta með hlífðargleraugun og klár í slaginn aftur. Ég ætla að prófa það að mæta á æfingar og sjá hvernig líkaminn bregst við. Ef allt gengur vel þá mæti ég bara á sunnudaginn,“ sagði Steinunn. Það má finna allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Steinunni Björnsdóttur um meiðslin
Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira