Viðskipti innlent

Kynna ný markaðs­verð­laun og út­nefna bestu vöru­merki landsins

Eiður Þór Árnason skrifar
Að sögn brandr eru verðlaunin veitt á grundvelli vörumerkjastefnu viðkomandi fyrirtækja.
Að sögn brandr eru verðlaunin veitt á grundvelli vörumerkjastefnu viðkomandi fyrirtækja. Skjáskot

30 vörumerki hafa hlotið tilnefningu sem bestu íslensku vörumerkin árið 2020 sem hluti af nýjum markaðsverðlaunum sem fram fara þann 25. febrúar.

Verðlaunin, sem bera hið lýsandi heiti Bestu íslensku vörumerkin, eru á vegum vörumerkjastofunnar brandr og hyggst ráðgjafafyrirtækið halda þau árlega. Vörumerki eru tilnefnd í fjórum mismunandi flokkum fyrirtækja og verða sigurvegarnir kynntir við sérstaka athöfn í beinni útsendingu á netinu þann 25. febrúar. 

Fram kemur í tilkynningu frá brandr að við valið hafi verið leitað til almennings og 54 manna valnefndar sem samanstandi af sérfræðingum úr atvinnulífinu og fræðasamfélaginu. Bæði eru veitt verðlaun til fyrirtækja sem starfa mest á einstaklingsmarkaði og fyrirtækjamarkaði.

Tilnefningar fyrir árið 2020 eru eftirfarandi:

Einstaklingsmarkaður - starfsfólk vörumerkis 50 eða fleiri: 66 norður, Byko, Elko, Heimkaup, Ísey skyr, Krónan, Lyfja, Nettó, Nova, Síminn.

Einstaklingsmarkaður - starfsfólk vörumerkis 49 eða færri: Arna, Blush, Brauð & co, Brikk, Eldum rétt, Feel Iceland, Good Good, Húrra Reykjavík, Hlemmur Mathöll, Omnom.

Fyrirtækjamarkaður - starfsfólk vörumerkis 50 eða fleiri: Controlant, Marel, Meniga, Nox Medical, Origo.

Fyrirtækjamarkaður - starfsfólk vörumerkis 49 eða færri: Akademias, Alfreð, Brandenburg, Múrbúðin, Payday.

„Viðurkenninguna hljóta þau vörumerki sem skara framúr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar. Ferlið byggir á́ akademískri og faglegri nálgun vörumerkjastjórnunar með staðfærslu sem þungamiðju. Vel heppnuð staðfærsla er lykillinn að árangursríkum rekstri og arðsemi vörumerkja,“ segir í tilkynningu.

Að sögn brandr snýst staðfærsla um að hanna skilaboð fyrirtækja svo að þau hafi meiningu og ákveðna skilgreiningu í huga viðskiptavina. Markmiðið með staðfærslu sé að vörumerki hafi sterka, jákvæða og í raun einstaka stöðu í hugum viðskiptavina.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×