Viðskipti innlent

Bein út­­sending: Seðla­bankinn rök­­styður ó­breytta stýri­vexti

Eiður Þór Árnason skrifar
Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/vilhelm

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á fundi sem hefst klukkan tíu í Seðlabankanum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75%.

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans munu gera nánari grein fyrir ákvörðun peningastefnunefndarinnar. 

Ákvörðun Seðlabankans er í samræmi við væntingar markaðsins en bæði Íslandsbanki og Landsbanki höfðu spáð óbreyttum stýrivöxtum. 

Horfa má á fundinn í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan.

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar er vísað til nýrrar þjóðhagsspár Seðlabankans þar sem segir að innlend eftirspurn virðist hafa verið þróttmeiri í fyrra en áður var áætlað. Efnahagssamdrátturinn virðist því vera minni en bankinn spáði í nóvember.

Þá segir einnig að útlit sé fyrir að innlend eftispurn vaxi meira á þessu ári en áður hefur verið spáð en á móti vegi lakari útflutningshorfur. Þróun efnahagsmála muni áfram markast af framvindu farsóttarinnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×