Skelltu límmiða á Loft og fengu söluleyfið aftur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2021 22:19 Það er enga sígarettu að sjá á þessum bjór. Ægir brugghús Umbúðir bjórsins Lofts, sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafði sett sölubann á vegna brots á lögum um tóbaksvarnir, hafa verið ritskoðaðar og leyfi fengist til að selja bjórinn í ÁTVR á nýjan leik. Bruggmeistari eyddi deginum í að útbúa nýjar umbúðir og gerir ráð fyrir að bjórinn fari í hillur á morgun. Bjórinn kom í hillur vínbúða í síðustu viku, á dánardegi Lofts Gunnarssonar, sem hafði verið heimilislaus um nokkurt skeið þegar hann lést árið 2012. Ágóði af bjórnum rennur í minningarsjóð Lofts, sem nota á til þess að styðja við bakið á heimilislausu fólki í Reykjavík og efla baráttu fyrir mannréttindum þeirra. Á dósinni sem Loftur kemur í er mynd af manninum sjálfum, þar sem hann fær sér smók af sígarettu. Fyrir helgi setti Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sölubann á bjórinn í kjölfar ábendinga Krabbameinsfélags Reykjavíkur um að myndin bryti í bága við ákvæði laga um tóbaksvarnir. Ólafur er bruggmeistari hjá Ægi. Hann segist ekki hafa leitt hugann að því að sígaretta á bjórdós kynni að vera lögbrot.Aðsend Myndin lýsandi fyrir Loft Í samtali við Vísi segir Ólafur S. K. Þorvaldz, bruggmeistari hjá Ægi brugghúsi, að hann hafi ekki búist við því að bjórinn yrði ritskoðaður þegar hann fór fyrst í sölu. „Það var bara valin mynd af Lofti sem er táknræn fyrir hann og hefur verið notuð mjög oft í kynningarstarfi fyrir sjóðinn, hún prýðir forsíðuna hjá minningarsjóðnum. Við völdum bara mynd sem er táknræn fyrir hann og er tekin áður en hann tekur þessi skref út í neyslu og annað slíkt,“ segir Ólafur. Ólafur segist ekki haf áttað sig á að umbúðirnar gætu verið brot á lögum um tóbaksvarnir. Hann hafi fyrst leitt hugann af því þegar fréttastofa Ríkisútvarpsins hringdi í hann og innti hann eftir viðbrögðum við kvörtun Krabbameinsfélagsins. „Þá var mér aldrei gefið neitt tækifæri til að bregðast við þessu að neinu leiti. Svo hefur ÁTVR samband og lætur mig vita, heilbrigðiseftirlitið kemur í beinu framhaldi og vill fá að skoða umbúðirnar. Svo fæ ég bara að vita af því að það sé komin sölustöðvun á þetta, að ég held síðasta fimmtudag.“ Umbúðirnar í heild sinni.Ægir brugghús „Ritskoðað“ Ólafur segir að í kjölfar þess að sölustöðvun var sett á bjórinn hafi farið af stað vinna við að endurhanna umbúðirnar til að bregðast við málinu. „Við fengum að vita frá ÁTVR strax á föstudag að þau væru að bíða eftir svari frá heilbrigðiseftirlitinu. Svo fæ ég svar frá eftirlitinu í dag og samþykki frá ÁTVR um söluna,“ segir Ólafur. En hvaða breytingu þurfti að gera á umbúðunum? Jú, nú er búið að líma rauðan límmiða með orðinu „ritskoðað“ yfir sígarettuna á hverri dós. „Við sóttum bjórinn upp í ÁTVR og vorum í allan dag að líma yfir sígarettuna,“ segir Ólafur, sem telur að bjórinn verði kominn aftur í sölu á morgun. Hann bendir á að ef hann hafi ætlað að prenta nýtt upplag af miðum þá gengi það ansi hratt á þann ágóða sem fara ætti í minningarsjóð Lofts. Því hafi verið brugðið á ódýrara ráðið, að líma. Loftur Gunnarsson hafði verið heimilislaus um nokkurt skeið þegar hann lést 32 ára gamall árið 2012. Minningarsjóður Lofts Gunnarssonar var stofnaður af ástvinum hans það sama ár í þeim tilgangi að bæta hag útigangsmanna í Reykjavík og berjast fyrir því að mannréttindi þeirra séu virt. Vonar að umfjöllunin skili sér Eftir á að hyggja segist Ólafur telja að sú fjölmiðlaumfjöllun sem kom í kjölfar sölustöðvunar bjórsins hafi verið meiri en ella. „Miðað við hvernig þetta hefur þróast þá held ég að engin markaðsstofa á höfuðborgarsvæðinu hefði getað skilað þessari umfjöllun,“ segir Ólafur og hlær. „Ég held að þetta komi til með að skila bæði minningarsjóðnum og umræðunni um heimilislaust fólk rosalega mikið fram, miðað við alla athyglina sem þetta hefur fengið. Þetta gerir það vonandi að verkum að allt upplagið selst og allur peningurinn sem við vorum búnir að áætla geti bara farið óskertur þarna inn í minningarsjóðinn,“ segir Ólafur. Saga Lofts Gunnarssonar var sögð í Íslandi í dag árið 2014. Áfengi og tóbak Félagsmál Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Bjórinn kom í hillur vínbúða í síðustu viku, á dánardegi Lofts Gunnarssonar, sem hafði verið heimilislaus um nokkurt skeið þegar hann lést árið 2012. Ágóði af bjórnum rennur í minningarsjóð Lofts, sem nota á til þess að styðja við bakið á heimilislausu fólki í Reykjavík og efla baráttu fyrir mannréttindum þeirra. Á dósinni sem Loftur kemur í er mynd af manninum sjálfum, þar sem hann fær sér smók af sígarettu. Fyrir helgi setti Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sölubann á bjórinn í kjölfar ábendinga Krabbameinsfélags Reykjavíkur um að myndin bryti í bága við ákvæði laga um tóbaksvarnir. Ólafur er bruggmeistari hjá Ægi. Hann segist ekki hafa leitt hugann að því að sígaretta á bjórdós kynni að vera lögbrot.Aðsend Myndin lýsandi fyrir Loft Í samtali við Vísi segir Ólafur S. K. Þorvaldz, bruggmeistari hjá Ægi brugghúsi, að hann hafi ekki búist við því að bjórinn yrði ritskoðaður þegar hann fór fyrst í sölu. „Það var bara valin mynd af Lofti sem er táknræn fyrir hann og hefur verið notuð mjög oft í kynningarstarfi fyrir sjóðinn, hún prýðir forsíðuna hjá minningarsjóðnum. Við völdum bara mynd sem er táknræn fyrir hann og er tekin áður en hann tekur þessi skref út í neyslu og annað slíkt,“ segir Ólafur. Ólafur segist ekki haf áttað sig á að umbúðirnar gætu verið brot á lögum um tóbaksvarnir. Hann hafi fyrst leitt hugann af því þegar fréttastofa Ríkisútvarpsins hringdi í hann og innti hann eftir viðbrögðum við kvörtun Krabbameinsfélagsins. „Þá var mér aldrei gefið neitt tækifæri til að bregðast við þessu að neinu leiti. Svo hefur ÁTVR samband og lætur mig vita, heilbrigðiseftirlitið kemur í beinu framhaldi og vill fá að skoða umbúðirnar. Svo fæ ég bara að vita af því að það sé komin sölustöðvun á þetta, að ég held síðasta fimmtudag.“ Umbúðirnar í heild sinni.Ægir brugghús „Ritskoðað“ Ólafur segir að í kjölfar þess að sölustöðvun var sett á bjórinn hafi farið af stað vinna við að endurhanna umbúðirnar til að bregðast við málinu. „Við fengum að vita frá ÁTVR strax á föstudag að þau væru að bíða eftir svari frá heilbrigðiseftirlitinu. Svo fæ ég svar frá eftirlitinu í dag og samþykki frá ÁTVR um söluna,“ segir Ólafur. En hvaða breytingu þurfti að gera á umbúðunum? Jú, nú er búið að líma rauðan límmiða með orðinu „ritskoðað“ yfir sígarettuna á hverri dós. „Við sóttum bjórinn upp í ÁTVR og vorum í allan dag að líma yfir sígarettuna,“ segir Ólafur, sem telur að bjórinn verði kominn aftur í sölu á morgun. Hann bendir á að ef hann hafi ætlað að prenta nýtt upplag af miðum þá gengi það ansi hratt á þann ágóða sem fara ætti í minningarsjóð Lofts. Því hafi verið brugðið á ódýrara ráðið, að líma. Loftur Gunnarsson hafði verið heimilislaus um nokkurt skeið þegar hann lést 32 ára gamall árið 2012. Minningarsjóður Lofts Gunnarssonar var stofnaður af ástvinum hans það sama ár í þeim tilgangi að bæta hag útigangsmanna í Reykjavík og berjast fyrir því að mannréttindi þeirra séu virt. Vonar að umfjöllunin skili sér Eftir á að hyggja segist Ólafur telja að sú fjölmiðlaumfjöllun sem kom í kjölfar sölustöðvunar bjórsins hafi verið meiri en ella. „Miðað við hvernig þetta hefur þróast þá held ég að engin markaðsstofa á höfuðborgarsvæðinu hefði getað skilað þessari umfjöllun,“ segir Ólafur og hlær. „Ég held að þetta komi til með að skila bæði minningarsjóðnum og umræðunni um heimilislaust fólk rosalega mikið fram, miðað við alla athyglina sem þetta hefur fengið. Þetta gerir það vonandi að verkum að allt upplagið selst og allur peningurinn sem við vorum búnir að áætla geti bara farið óskertur þarna inn í minningarsjóðinn,“ segir Ólafur. Saga Lofts Gunnarssonar var sögð í Íslandi í dag árið 2014.
Áfengi og tóbak Félagsmál Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira