Óleiðréttur launamunur kynja 14 prósent árið 2019 Eiður Þór Árnason skrifar 27. janúar 2021 09:23 Launamunur mældist mestur í fjármála- og vátryggingastarfssemi. Getty/ LanceB Óleiðréttur launamunur kynjanna mældist 14% árið 2019 en var 13,6% árið 2018 og hafði þá lækkað um 1,4 prósentustig frá fyrra ári. Launamunur árið 2019 fór stigvaxandi eftir aldri og var munurinn 1,9% á meðal 24 ára og yngri, 13,3% í aldurshópnum 35-44 ára og 21,2% á meðal 55-64 ára. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Íslands en óleiðréttur launamunur er þar reiknaður sem mismunur á meðaltímakaupi (reglulegum launum auk yfirvinnu) karla annars vegar og kvenna hins vegar sem hlutfall af meðaltímakaupi karla. Minnstur munur hjá gististöðum og í veitingarekstri Mikill munur var á launamun kynja eftir atvinnugreinum. Óleiðréttur launamunur mældist minnstur í atvinnugreininni rekstri gististaða og veitingarekstri, eða 6,8%, á meðan hann var 33% í atvinnugreininni fjármála- og vátryggingastarfssemi þar sem hann var mestur. Einnig var töluverður munur á launamun eftir starfsstétt. Munur á milli kynja var 25,6% á meðal tækna og sérmenntaðs starfsfólks þar sem hann var mestur en enginn launamunur mældist hjá skrifstofufólki árið 2019. Kynskiptur vinnumarkaður „Rétt er að benda á að störf bæði innan starfsstétta og atvinnugreina geta verið mismunandi og íslenskur vinnumarkaður er kynskiptur,“ segir í greiningu Hagstofunnar. Til dæmis hafi verið algengast í starfsstéttinni sérfræðingar að konur væru í störfum við kennslu á grunnskólastigi en karlar í sérfræðistörfum í viðskiptagreinum. Í atvinnugreininni fjármála- og vátryggingarstarfsemi, þar sem launamunurinn var mestur árið 2019, var launadreifing mjög mikil. Þar voru um 64% karla í störfum stjórnenda eða sérfræðinga en tæplega 60% kvenna í störfum tækna og sérmenntaðs starfsfólks eða í skrifstofustörfum, að sögn Hagstofunnar. Síðan 2008 hefur óleiðréttur launamunur farið minnkandi.Hagstofa Íslands „Síðan 2008 hefur óleiðréttur launamunur farið minnkandi en árið 2019 var launamunur á almennum vinnumarkaði 14,8%, 14% hjá ríkisstarfsmönnum og 7,2% á meðal starfsfólks sveitarfélaga. Lítill launamunur hjá starfsfólki sveitarfélaga hélst í hendur við litla dreifingu launa og hátt hlutfall kvenna en konur voru rúmlega 70% starfsfólks sveitarfélaga.“ Launadreifing hefur áhrif á launamun „Dreifingarmynd eftir kyni fyrir allan vinnumarkaðinn gefur til kynna að hlutfallslega fleiri konur raðist í lægri launuð störf en karlar raðist á hægri hala dreifingarinnar þar sem tímakaup er hærra. Það skýrist að hluta til af því að vinnumarkaðurinn er kynskiptur og karlar vinna meiri yfirvinnu en konur,“ kemur fram á vef Hagstofunnar. Hátt hlutfall yfirvinnustunda hefur áhrif til hækkunar á tímakaupi þar sem yfirvinnustund er að jafnaði dýrari en dagvinnustund. Óleiðréttur launamunur er samanburður á meðaltali og þar sem laun eru almennt ekki normaldreifð þá hafa útgildi (há laun) áhrif til hækkunar á meðaltali. Þar sem algengara er að karlar séu með laun í hæsta launastigi getur það því ýkt launamuninn, að sögn Hagstofunnar. „Þar að auki sé vert að hafa í huga að útreikningar byggja á úrtaki launagreiðenda og getur samsetning launagreiðenda breyst á milli ára þar sem gæði gagna aukast ár frá ári. Slíkar samsetningabreytingar geta leitt til þess að meðaltímakaup hækkar eða lækkar lítillega. Þetta á sérstaklega við um einstakar atvinnugreinar. Nokkuð stór breyting varð til dæmis árið 2018 þegar atvinnugreininni rekstri gististaða og veitingarekstri var bætt við úrtakið.“ Fréttin hefur verið uppfærð til að árétta að óleiðréttur launamunur hækkaði um 0,4% milli áranna 2018-2019 en lækkaði um 1,4% milli 2017-2018. Vinnumarkaður Jafnréttismál Tengdar fréttir „Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sú ályktun sem dregin er af tölfræði Hagstofunnar um meðalatvinnutekjur kvenna og karla á vefsíðu Kvennafrídagsins sé röng. 24. október 2018 21:00 „Óviðunandi að lögum sé ekki fylgt“ Það er óviðunandi að lögum um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja sé ekki fylgt segir forsætisráðherra. 20. febrúar 2020 20:00 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Íslands en óleiðréttur launamunur er þar reiknaður sem mismunur á meðaltímakaupi (reglulegum launum auk yfirvinnu) karla annars vegar og kvenna hins vegar sem hlutfall af meðaltímakaupi karla. Minnstur munur hjá gististöðum og í veitingarekstri Mikill munur var á launamun kynja eftir atvinnugreinum. Óleiðréttur launamunur mældist minnstur í atvinnugreininni rekstri gististaða og veitingarekstri, eða 6,8%, á meðan hann var 33% í atvinnugreininni fjármála- og vátryggingastarfssemi þar sem hann var mestur. Einnig var töluverður munur á launamun eftir starfsstétt. Munur á milli kynja var 25,6% á meðal tækna og sérmenntaðs starfsfólks þar sem hann var mestur en enginn launamunur mældist hjá skrifstofufólki árið 2019. Kynskiptur vinnumarkaður „Rétt er að benda á að störf bæði innan starfsstétta og atvinnugreina geta verið mismunandi og íslenskur vinnumarkaður er kynskiptur,“ segir í greiningu Hagstofunnar. Til dæmis hafi verið algengast í starfsstéttinni sérfræðingar að konur væru í störfum við kennslu á grunnskólastigi en karlar í sérfræðistörfum í viðskiptagreinum. Í atvinnugreininni fjármála- og vátryggingarstarfsemi, þar sem launamunurinn var mestur árið 2019, var launadreifing mjög mikil. Þar voru um 64% karla í störfum stjórnenda eða sérfræðinga en tæplega 60% kvenna í störfum tækna og sérmenntaðs starfsfólks eða í skrifstofustörfum, að sögn Hagstofunnar. Síðan 2008 hefur óleiðréttur launamunur farið minnkandi.Hagstofa Íslands „Síðan 2008 hefur óleiðréttur launamunur farið minnkandi en árið 2019 var launamunur á almennum vinnumarkaði 14,8%, 14% hjá ríkisstarfsmönnum og 7,2% á meðal starfsfólks sveitarfélaga. Lítill launamunur hjá starfsfólki sveitarfélaga hélst í hendur við litla dreifingu launa og hátt hlutfall kvenna en konur voru rúmlega 70% starfsfólks sveitarfélaga.“ Launadreifing hefur áhrif á launamun „Dreifingarmynd eftir kyni fyrir allan vinnumarkaðinn gefur til kynna að hlutfallslega fleiri konur raðist í lægri launuð störf en karlar raðist á hægri hala dreifingarinnar þar sem tímakaup er hærra. Það skýrist að hluta til af því að vinnumarkaðurinn er kynskiptur og karlar vinna meiri yfirvinnu en konur,“ kemur fram á vef Hagstofunnar. Hátt hlutfall yfirvinnustunda hefur áhrif til hækkunar á tímakaupi þar sem yfirvinnustund er að jafnaði dýrari en dagvinnustund. Óleiðréttur launamunur er samanburður á meðaltali og þar sem laun eru almennt ekki normaldreifð þá hafa útgildi (há laun) áhrif til hækkunar á meðaltali. Þar sem algengara er að karlar séu með laun í hæsta launastigi getur það því ýkt launamuninn, að sögn Hagstofunnar. „Þar að auki sé vert að hafa í huga að útreikningar byggja á úrtaki launagreiðenda og getur samsetning launagreiðenda breyst á milli ára þar sem gæði gagna aukast ár frá ári. Slíkar samsetningabreytingar geta leitt til þess að meðaltímakaup hækkar eða lækkar lítillega. Þetta á sérstaklega við um einstakar atvinnugreinar. Nokkuð stór breyting varð til dæmis árið 2018 þegar atvinnugreininni rekstri gististaða og veitingarekstri var bætt við úrtakið.“ Fréttin hefur verið uppfærð til að árétta að óleiðréttur launamunur hækkaði um 0,4% milli áranna 2018-2019 en lækkaði um 1,4% milli 2017-2018.
Vinnumarkaður Jafnréttismál Tengdar fréttir „Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sú ályktun sem dregin er af tölfræði Hagstofunnar um meðalatvinnutekjur kvenna og karla á vefsíðu Kvennafrídagsins sé röng. 24. október 2018 21:00 „Óviðunandi að lögum sé ekki fylgt“ Það er óviðunandi að lögum um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja sé ekki fylgt segir forsætisráðherra. 20. febrúar 2020 20:00 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
„Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sú ályktun sem dregin er af tölfræði Hagstofunnar um meðalatvinnutekjur kvenna og karla á vefsíðu Kvennafrídagsins sé röng. 24. október 2018 21:00
„Óviðunandi að lögum sé ekki fylgt“ Það er óviðunandi að lögum um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja sé ekki fylgt segir forsætisráðherra. 20. febrúar 2020 20:00