Viðskipti innlent

Ráðin til H:N Markaðs­sam­skipta

Atli Ísleifsson skrifar
Jónbjörn Finnbogason, Diljá Jóhannsdóttir, Andri Þór Ingvarsson og Lúna Grétudóttir.
Jónbjörn Finnbogason, Diljá Jóhannsdóttir, Andri Þór Ingvarsson og Lúna Grétudóttir. Aðsend

Andri Þór Ingvarsson, Diljá Jóhannsdóttir, Jónbjörn Finnbogason og Lúna Grétudóttir hafa öll við ráðin til auglýsingastofunnar H:N Markaðssamskipta.

Í tilkynningu kemur fram að Andri Þór Ingvarsson sé grafískur- og hreyfihönnuður og með BA-gráðu í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands. Hann hafi áður starfað sem grafískur hönnuður hjá Gagarín.

„Diljá Jóhannsdóttir, grafískur hönnuður, er með BA-gráðu í grafískri hönnun frá Háskólanum í Bergen og hefur starfað sem slíkur hjá Tvist og Ketchup Creative.

Jónbjörn Finnbogason, grafískur hönnuður, er með BA-gráðu í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands. Jónbjörn hefur starfað sem grafískur hönnuður hjá Jónfrí & Co auk þess að reka og starfa sem listrænn stjórnandi hjá útgáfufyrirtækinu Lagaffe Tales.

Lúna Grétudóttir, almannatengill, lauk BA-gráðu í miðlun og almannatengslum frá Háskólanum á Bifröst núna um jólin. Lúna starfaði síðast sem sumarstarfsmaður í samskipta- og upplýsingateymi Orkuveitu Reykjavíkur auk þess að starfa sem yogakennari og þjálfari hjá Mjölni,“ segir í tilkynningunni.

Alls starfa vel á þriðja tug hjá stofunni á Íslandi og útibúi í Brighton á Englandi og í Svíþjóð.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×