Alexander: Erfiðasta ákvörðun ferilsins Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2021 17:01 Alexander Petersson í leiknum við Portúgal, einum af fjórum leikjum sem hann lék á HM í Egyptalandi. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Alexander Petersson hefur leikið við afar góðan orðstír með Rhein-Neckar Löwen frá árinu 2012 en snýr nú aftur til Flensburg þar sem hann lék á árunum 2007-2010. Alexander er á heimleið frá HM í Egyptalandi, af „persónulegum ástæðum“ eins og það er orðað í fréttatilkynningu HSÍ. Hann mun nú ganga frá vistaskiptum sínum norður að landamærum Þýskalands og Danmerkur, til Flensborgar. Samningur Alexanders við Löwen átti að renna út í sumar og í yfirlýsingu segir Alexander að félagið glími við mikil fjárhagsvandræði vegna kórónuveirufaraldursins. Honum hafi verið gert ljóst að hann fengi ekki nýjan samning og að til stæði að yngja upp leikmannahópinn. Hjá Flensburg fær Alexander skammtímasamning, sem gildir fram á sumar, og óvíst er hvað tekur við hjá íslenska landsliðsmanninum eftir það en hann verður 41 árs í júlí. Alexander kvaddi stuðningsmenn Löwen með yfirlýsingu þar sem hann sagði tíðindi dagsins eflaust hafa komið þeim á óvart: „Þetta kom mér líka á óvart og allir sem þekkja mig vita að sú ákvörðun að yfirgefa Rhein-Neckar Löwen er án vafa erfiðasta ákvörðun ferilsins. Ég hef átt níu stórkostleg ár í Ljónatreyjunni og saman unnum við titla og þróuðum félagið í það sem það er í dag. Félag í fremstu röð,“ sagði Alexander. View this post on Instagram A post shared by Alexander Petersson (@alexanderpetersson32) Alexander kvaðst virða ákvörðun forráðamanna Löwen. „En svo lengi sem ég hef kraft til þess þá vil ég spila handbolta. Þess vegna er mikill heiður fyrir mig að fá þetta tilboð frá Flensburg. Það hjálpar að sama skapi Löwen að lifa betur af þessa erfiðu tíma hvað fjárhaginn snertir,“ sagði Alexander. HM 2021 í handbolta Þýski handboltinn Tengdar fréttir Alexander farinn heim frá Egyptalandi Alexander Petersson leikur ekki meira með Íslandi á HM í Egyptalandi. Hann er farinn aftur til Þýskalands af persónulegum ástæðum. 21. janúar 2021 10:36 Alexander fer til Flensburg eftir HM Alexander Petersson gengur í raðir Flensburg frá Rhein-Neckar Löwen eftir heimsmeistaramótið í Egyptalandi. Hann lék áður með Flensburg á árunum 2007-10. 21. janúar 2021 09:26 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Alexander er á heimleið frá HM í Egyptalandi, af „persónulegum ástæðum“ eins og það er orðað í fréttatilkynningu HSÍ. Hann mun nú ganga frá vistaskiptum sínum norður að landamærum Þýskalands og Danmerkur, til Flensborgar. Samningur Alexanders við Löwen átti að renna út í sumar og í yfirlýsingu segir Alexander að félagið glími við mikil fjárhagsvandræði vegna kórónuveirufaraldursins. Honum hafi verið gert ljóst að hann fengi ekki nýjan samning og að til stæði að yngja upp leikmannahópinn. Hjá Flensburg fær Alexander skammtímasamning, sem gildir fram á sumar, og óvíst er hvað tekur við hjá íslenska landsliðsmanninum eftir það en hann verður 41 árs í júlí. Alexander kvaddi stuðningsmenn Löwen með yfirlýsingu þar sem hann sagði tíðindi dagsins eflaust hafa komið þeim á óvart: „Þetta kom mér líka á óvart og allir sem þekkja mig vita að sú ákvörðun að yfirgefa Rhein-Neckar Löwen er án vafa erfiðasta ákvörðun ferilsins. Ég hef átt níu stórkostleg ár í Ljónatreyjunni og saman unnum við titla og þróuðum félagið í það sem það er í dag. Félag í fremstu röð,“ sagði Alexander. View this post on Instagram A post shared by Alexander Petersson (@alexanderpetersson32) Alexander kvaðst virða ákvörðun forráðamanna Löwen. „En svo lengi sem ég hef kraft til þess þá vil ég spila handbolta. Þess vegna er mikill heiður fyrir mig að fá þetta tilboð frá Flensburg. Það hjálpar að sama skapi Löwen að lifa betur af þessa erfiðu tíma hvað fjárhaginn snertir,“ sagði Alexander.
HM 2021 í handbolta Þýski handboltinn Tengdar fréttir Alexander farinn heim frá Egyptalandi Alexander Petersson leikur ekki meira með Íslandi á HM í Egyptalandi. Hann er farinn aftur til Þýskalands af persónulegum ástæðum. 21. janúar 2021 10:36 Alexander fer til Flensburg eftir HM Alexander Petersson gengur í raðir Flensburg frá Rhein-Neckar Löwen eftir heimsmeistaramótið í Egyptalandi. Hann lék áður með Flensburg á árunum 2007-10. 21. janúar 2021 09:26 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Alexander farinn heim frá Egyptalandi Alexander Petersson leikur ekki meira með Íslandi á HM í Egyptalandi. Hann er farinn aftur til Þýskalands af persónulegum ástæðum. 21. janúar 2021 10:36
Alexander fer til Flensburg eftir HM Alexander Petersson gengur í raðir Flensburg frá Rhein-Neckar Löwen eftir heimsmeistaramótið í Egyptalandi. Hann lék áður með Flensburg á árunum 2007-10. 21. janúar 2021 09:26