Viðskipti innlent

Kampi á Ísafirði í greiðslustöðvun og starfsmanni sagt upp

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Höfuðstöðvar Kampa ehf á Ísafirði.
Höfuðstöðvar Kampa ehf á Ísafirði. Já.is

Rækjuvinnslan Kampi á Ísafirði fékk í morgun greiðslustöðvun hjá Héraðsdómi Vestfjarða til að komast til botns í fjárhagsvanda fyrirtækisins. Fjármálastjóra fyrirtækisins var sagt upp störfum í desember. Stjórnarformaður Kampa segir stjórnina hafa fengið áfall þegar slæm fjárhagsstaða blasti við í lok árs.

42 starfsmenn, að megninu frá Ísafirði en einnig Bolungarvík, starfa hjá Kampa sem var stofnað árið 2007. Því er ljóst að staðan veldur margri fjölskyldunni á Ísafirði og Bolungarvík áhyggjum.

Jón Guðbjartsson stjónarformaður Kampa segir héraðsdóm hafa fallist á greiðslustöðvun um tíuleytið í morgun. Unnið hafi verið að leyfinu til greiðslustöðvunar síðan stjórn félagsins gerði sér grein fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kringum jólin.

„Við vinnum að því að geta upplýst kröfuhafa og sjálf okkur hvað hefur gerst,“ segir Jón.

Samkvæmt heimildum fréttastofu var fjármálastjóra fyrirtækisins sagt upp störfum í desember. Jón segir að fyrirtækið hafi ráðið sér lögfræðing sem nú sé með einkaritara og farið verði á kaf í málið.

„Einfalda staðreyndin er að við stjórnarmennirnir urðum fyrir miklu sjokki,“ segir Jón. Á aðalfundi stjórnar í ágúst hafi komið fram að staðan væri mjög góð.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
3,28
1
20.790
ORIGO
0,25
6
1.603
ICESEA
0,14
15
290.991
VIS
0
4
5.770

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-5,8
138
166.741
EIK
-2,02
5
111.775
MAREL
-2,01
30
355.290
EIM
-1,71
8
67.131
REITIR
-1,67
7
77.393
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.