Viðskipti innlent

Kaupfélag Skagfirðinga í hamborgarana

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Annar Metró-staðurinn er við Smáratorg í Kópavogi.
Annar Metró-staðurinn er við Smáratorg í Kópavogi. Vísir/Vilhelm

Kaupfélag Skagfirðinga er orðinn eigandi M-veitinga ehf. sem rekur hamborgarastaðina Metro í Skeifunni og Smáratorgi. Þetta er ljóst með niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins sem hafði kaupin til skoðunar.

Fram kemur á vef eftirlitsins að þann 31. október hafi KS og hluthafar M-veitinga undirritað samning um kaup KS á öllu hlutafé í M-veitingum. Kaupin voru hluti af uppgjöri skulda systurfélags M-veitinga gagnvart KS.

Eftirlitið horfði til þess að samrunaaðilar störfuðu á ólíkum mörkuðum. M-veitingar rækju tvo veitingastaði en KS engan né aðra starfsemi sem gæti talist í samkeppni við M-veitingar.

Var það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki væri tilefni til íhlutunar vegna samrunans. Hann leiddi ekki til myndunar markaðsráðandi stöðu eða verða til röskunar á markaði.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×