Skipstjórinn segir töluvert af loðnu út af Austfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 18. janúar 2021 15:06 Albert Sveinsson skipstjóri. Myndin var tekin um borð í Víkingi AK í Reykjavíkurhöfn á sjómannadaginn 2016. Stöð 2 Albert Sveinsson, skipstjóri Víkings AK-100, uppsjávarveiðiskips Brims, kveðst ekki í vafa um að mikið sé núna af loðnu á Austfjarðamiðum. Eftir að togarar urðu varir við loðnu þar á laugardag var Albert fenginn til að fara yfir svæðið á Víkingi. „Það var töluvert af loðnu þarna, fínustu lóðningar. Þetta var bara eins og búast hefði mátt við á hefðbundinni veiðislóð miðað við árstíma“ sagði Albert í samtali við fréttastofu á þriðja tímanum í dag. Hann var þá staddur í Vopnafjarðarhöfn þar sem verið var að landa kolmunna úr skipinu. Víkingur AK-100. Heimahöfn þess er á Akranesi.Vísir Í tilkynningu Hafrannsóknastofnunar kemur fram að „..þetta væri einhvert magn sem væri að sjá við kantinn frá Hvalbakshalla og allavega um 50 sjómílur þaðan í norður“. Albert segir þá á Víkingi hafa siglt 45 til 50 sjómílur til að kanna svæðið í gærmorgun og allsstaðar séð loðnu. „Það var syðst sem þykkustu og mestu lóðningarnar voru. Þetta lítur vel út. Það er enginn vafi í mínum huga að það er fullt af loðnu þarna,“ sagði Albert. „Það er svo annað mál hvernig mælingin verður,“ bætti hann við. Kort Hafrannsóknarstofnunar sýnir skipin sem send voru til að mæla loðnugönguna og staðsetningu þeirra um þrjúleytið í dag.Hafrannsóknastofnun Eftir að löndun kolmunnans lýkur á Vopnafirði í kvöld er áformað að Víkingur sigli til Reykjavíkur þar sem Albert vonast til þörf verði á að taka loðnunótina um borð. Staðsetningu leitarskipanna sem send voru til að mæla loðnuna má sjá hér á rauntíma. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Þrjú skip til loðnumælinga eftir að torfur sáust á Austfjarðamiðum Þrjú loðnuskip hafa verið send til loðnumælinga út af miðjum Austfjörðum eftir að fréttist af loðnutorfum á stóru svæði um helgina. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar eru um borð til að kanna hvort þarna séu nýjar loðnugöngur á ferð. 18. janúar 2021 12:21 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fleiri fréttir Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
„Það var töluvert af loðnu þarna, fínustu lóðningar. Þetta var bara eins og búast hefði mátt við á hefðbundinni veiðislóð miðað við árstíma“ sagði Albert í samtali við fréttastofu á þriðja tímanum í dag. Hann var þá staddur í Vopnafjarðarhöfn þar sem verið var að landa kolmunna úr skipinu. Víkingur AK-100. Heimahöfn þess er á Akranesi.Vísir Í tilkynningu Hafrannsóknastofnunar kemur fram að „..þetta væri einhvert magn sem væri að sjá við kantinn frá Hvalbakshalla og allavega um 50 sjómílur þaðan í norður“. Albert segir þá á Víkingi hafa siglt 45 til 50 sjómílur til að kanna svæðið í gærmorgun og allsstaðar séð loðnu. „Það var syðst sem þykkustu og mestu lóðningarnar voru. Þetta lítur vel út. Það er enginn vafi í mínum huga að það er fullt af loðnu þarna,“ sagði Albert. „Það er svo annað mál hvernig mælingin verður,“ bætti hann við. Kort Hafrannsóknarstofnunar sýnir skipin sem send voru til að mæla loðnugönguna og staðsetningu þeirra um þrjúleytið í dag.Hafrannsóknastofnun Eftir að löndun kolmunnans lýkur á Vopnafirði í kvöld er áformað að Víkingur sigli til Reykjavíkur þar sem Albert vonast til þörf verði á að taka loðnunótina um borð. Staðsetningu leitarskipanna sem send voru til að mæla loðnuna má sjá hér á rauntíma.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Þrjú skip til loðnumælinga eftir að torfur sáust á Austfjarðamiðum Þrjú loðnuskip hafa verið send til loðnumælinga út af miðjum Austfjörðum eftir að fréttist af loðnutorfum á stóru svæði um helgina. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar eru um borð til að kanna hvort þarna séu nýjar loðnugöngur á ferð. 18. janúar 2021 12:21 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fleiri fréttir Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Þrjú skip til loðnumælinga eftir að torfur sáust á Austfjarðamiðum Þrjú loðnuskip hafa verið send til loðnumælinga út af miðjum Austfjörðum eftir að fréttist af loðnutorfum á stóru svæði um helgina. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar eru um borð til að kanna hvort þarna séu nýjar loðnugöngur á ferð. 18. janúar 2021 12:21