Körfubolti

Sjúkraþjálfari Stjörnunnar kom lykilmanni mótherja aftur inn á völlinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhannes Már Marteinsson hugar að Sigurði Gunnari Þorsteinssyni á varamannabekk Stjörnunnar.
Jóhannes Már Marteinsson hugar að Sigurði Gunnari Þorsteinssyni á varamannabekk Stjörnunnar. Skjámynd/stjarnankarfa

Stjörnumenn unnu góðan sigur á Hetti í Domino´s deild karla í körfubolta í Garðabænum í gær og það þótt að sjúkraþjálfari Stjörnuliðsins hafi hjálpað mótherjunum í miðjum leik.

Stjarnan vakti athygli á því á Instagram síðu félagsins að Sigurður Gunnar Þorsteinsson, miðherji og lykilmaður Hattar, hefði sest á varamannabekkinn hjá Stjörnumönnum í miðjum leik í gærkvöldi.

Sigurður Gunnar meiddist í leiknum og fékk þarna aðhlynningu hjá Jóhannesi Má Marteinssyni, sjúkraþjálfara Stjörnunnar.

Jóhannes Már hefur unnið lengi með íslenska körfuboltalandsliðinu og þekkir því vel til Sigurðar þaðan.

Jóhannes kom Sigurði Gunnari aftur inn á völlinn og Ísafjarðartröllið endaði leikinn með fjórtán stig og átta fráköst.

Hér fyrir neðan má sjá þetta sérstaka móment þegar Sigurður Gunnar situr á varamannabekk Stjörnumanna og Jóhannes Már tjaslar honum saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×