Viðskipti innlent

Vinnslan hefst á ný á Seyðis­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Alls starfa um fimmtíu manns hjá Síldarvinnslunni á Seyðisfirði.
Alls starfa um fimmtíu manns hjá Síldarvinnslunni á Seyðisfirði. Vísir/Vilhelm

Vinnsla hófst á ný í frystihúsi Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði en hún féll niður þegar stóra skriðan féll þar 18. desember síðastliðinn.

Frá þessu segir á vef Síldarvinnslunnar. Þar kemur fram að Gullver NS hafi í morgun komið með tæp hundrað tonn af blönduðum afla í vinnsluhúsið, en heitt vatn barst frá fjarvarmaveitu í húsið í gær og var þá hafist handa við þrif.

„Nú landar Gullver við fiskvinnslubryggjuna en síðast þurfti hann að landa við Strandarbakka vegna þess að ekki var fært í gegnum skriðuna. Fyrstu dagana verður starfsfólkið flutt með rútu í gegnum skriðusvæðið að frystihúsinu, en reynt er að takmarka umferðina þar sem mest vegna þess að unnið er að því að breikka veginn í gegn og hreinsa svæðið,“ er haft eftir Ómari Bogasyni hjá Síldarvinnslunni.

Alls starfa um fimmtíu manns hjá Síldarvinnslunni á Seyðisfirði. Enn er mikið hreinsunarstarf eftir á skriðusvæðinu en mannvirki Síldarvinnslunnar sluppu við tjón þó að rafmagn og hiti hafi verið af frystihúsinu.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×