Viðskipti erlent

Breski fjöl­miðla­mógúllinn David Barclay er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Tvíburarnir Sir Frederick Barclay og Sir David Barclay. Saman byggðu þeir upp mikið viðskiptaveldi.
Tvíburarnir Sir Frederick Barclay og Sir David Barclay. Saman byggðu þeir upp mikið viðskiptaveldi. Getty

Breski auðjöfurinn og fjölmiðlamógúllinn Sir David Barclay er látinn, 86 ára að aldri.

Telegraph greinir frá þessu. Barclay var ásamt tvíburabróður sínum, Sir Frederick Barclay, eigandi Telegraph Media Group.

Sunday Times greinir frá því að auður tvíburanna hafi á síðasta ári verið metinn á um sjö milljarða punda, um 1.230 milljarðar króna.

Auk þess að vera áberandi í heimi fjölmiðla byggðu þeir David og Frederick Barclay upp veldi þar sem þeir áttu fjölda hótela, flutninga- og smávörufyrirtækja. Þeir bræður eignuðust Telegraph að fullu árið 2004.

David Barclay lætur eftir eiginkonu, fjóra syni og níu barnabörn.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
0,96
1
500
ARION
0,63
12
300.232
SJOVA
0,16
9
20.335
MAREL
0,06
15
96.773
KVIKA
0
10
107.788

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-5,06
89
185.127
HAGA
-2,34
29
396.446
VIS
-1,25
10
91.026
SIMINN
-1,1
8
137.092
EIM
-0,96
2
416
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.