Viðskipti innlent

Tesla Model 3 mest seldi bílinn á Íslandi

Eiður Þór Árnason skrifar
Tesla hefur átt góðu gengi að fagna hér á landi seinustu ár, einkum með tilkomu Model 3. 
Tesla hefur átt góðu gengi að fagna hér á landi seinustu ár, einkum með tilkomu Model 3.  Vísir/vilhelm

Tesla Model 3 var mest seldi bíllinn á Íslandi á síðasta ári en 858 slíkir rafbílar voru nýskráðir árið 2020. Næst á eftir kom tengiltvinnbíllinn Mitsubishi Outlander en 773 slík eintök voru nýskráð hér á landi, samkvæmt tölum frá Samgöngustofu.

Líkt og oft áður var Toyota vinsælasti framleiðandinn á Íslandi með 1.610 nýskráningar fólks- og sendibíla. Næst á eftir kemur KIA með 949 bifreiðar og Tesla með 907.

Toyota RAV4 var þriðja vinsælasta undirtegundin á síðasta ári með 532 nýskráningar. Alls voru 9.369 nýir fólksbílar nýskráðir árið 2020 sem er um 20% fækkun frá árinu áður, samkvæmt samantekt Bílgreinasambandsins.

Nýorkubílar sækja í sig veðrið

Nýorkubílar á borð við rafmagn-, tvinn-, tengiltvinn og metanbíla voru 57,9% allra nýskráðra fólksbíla. Er þar um að ræða stórt stökk milli ára en 27,6% nýskráðra fólksbíla voru nýorkubílar árið 2019.

Í fyrra voru 25,2% af öllum nýskráðum fólksbifreiðum hreinir rafmagnsbílar, 19,9% tengiltvinnbílar, 12,5% tvinnbílar og 0,4% metanbílar. Er hlutfall nýorkubíla einungis talið vera hærra í Noregi.

Bílgreinasambandið spáir 17,4% söluaukningu á nýjum fólksbílum á þessu ári. Þó er óvissan sögð vera tiltölulega mikil þegar kemur að því að spá fyrir um sölu, einkum sökum áhrifa heimsfaraldursins.


Tengdar fréttir

Musk tekur fram úr Bezos

Eignir frumkvöðulsins Elon Musk eru nú metnar á yfir 185 milljarða Bandaríkjadala og er hann því orðinn ríkasti maður heims. Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hafði áður trónað á toppnum frá árinu 2017.

Tesla opnaði stærstu hleðslustöð landsins

Tesla opnaði stærstu hleðslustöð landsins við Staðarskála í gærmorgun. Stöðin er samkvæmt fréttatilkynningu frá Tesla sú lang öflugasta á landinu. Hún verður jafnframt sú fyrsta á landinu sem notast við þriðju kynslóðar ofurhleðslutæknina.

Tesla með langflestar nýskráningar í september

Alls voru nýskráðar 313 Tesla bifreiðar í nýliðnum september mánuði. Þar af voru 289 Model 3 bílar, 16 Model X og átta Model S. Næstflestar nýskráningar áttu Toyota með 139. Af nýskráðum Toyota-bifreiðum var tæpur helmingur Rav4 eða 63 eintök.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
4
34
118.076
ICESEA
2,04
8
15.102
ICEAIR
1,86
96
445.580
BRIM
1,32
6
8.495
MAREL
0,98
41
251.502

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-2,24
31
204.530
SJOVA
-1,64
12
88.977
VIS
-1,51
7
98.508
SVN
-1,41
15
102.401
SIMINN
-1,27
9
44.228
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.