Niðurstaðan styðji þá ályktun að lán með breytilegum vöxtum geti talist ólögleg Eiður Þór Árnason skrifar 7. janúar 2021 17:01 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, telur að ákvörðunin geti verið fordæmisgefandi. Vísir Arion banki braut gegn lögum árið 2015 þegar hann hækkaði vexti á verðtryggðu fasteignaláni, að sögn Neytendastofu. Neytendasamtökin segja að um sé að ræða mikilvæga niðurstöðu sem hafi mikla þýðingu í málarekstri samtakanna gegn bönkunum. Málið varðar skilmála fasteignaláns með vaxtaendurskoðunarákvæði sem tekið var hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum árið 2005 en lánið fluttist til Arion banka í kjölfar bankahrunsins. Árið 2015 tilkynnti Arion banki að vextir á láninu, sem var með 4,15% föstum vöxtum, yrðu hækkaðir í 4,35% með vísan til endurskoðunarákvæðisins. Að sögn Hagsmunasamtaka heimilanna á umrædd ákvörðun Neytendastofu rætur að rekja til kvörtunar samtakanna fyrir hönd félagsmanns sem hafi ofgreitt vexti af tveimur húsnæðislánum í rúm fjögur ár eða frá því að Arion banki hækkaði þá í apríl 2015. Kröfðust breytinga á skilmálum Í september síðastliðnum lögðu Neytendasamtökin fram kröfu um að Íslandsbanki, Arion banki og Landsbanki breyti skilmálum lána með breytilegum vöxtum. Telja samtökin að núverandi skilmálar og framkvæmd slíkra lána standist ekki lög. Byggist það mat á lögfræðiáliti sem samtökin öfluðu. Eftir athugun á vaxtaútreikningi íbúðalána með breytilegum vöxtum síðastliðinn vetur komust Neytendasamtökin að þeirri niðurstöðu að vaxtabreytingar hafi hvorki fylgt vaxtaákvörðunum Seðlabankans né vaxtaþróun á markaði og að grundvöllur breytinganna væri illskiljanlegur fyrir neytendur. „Ákvörðunin hlýtur að vera fordæmisgefandi, því þó hún eigi við um lán sem tekið var árið 2005, hafa ekki orðið það miklar breytingar á skilmálum og framkvæmd um vaxtabreytingar,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við Vísi um niðurstöðu eftirlitsstofnunarinnar. „Úrskurðurinn tekur undir sjónarmið Neytendasamtakanna og skilning á lögum um neytendalán og staðfestir að kröfur okkar til bankanna um breytingar eru réttmætar.“ Brjóti gegn góðum viðskiptaháttum Í fyrra komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu í umræddu máli að Frjálsi fjárfestingarbankinn hafi brotið gegn lögum um neytendalán með því að tilgreina ekki í skilmálum við hvaða aðstæður vextir geti breyst. Sú ákvörðun stofnunarinnar var kærð til áfrýjunarnefndar neytendamála sem taldi að Neytendastofa ætti einnig að taka afstöðu til þess hluta kvörtunarinnar sem sneri að vaxtahækkun Arion banka í apríl 2015. Var stofnuninni því gert að taka málið til nýrrar meðferðar. Í nýrri ákvörðun kemst Neytendastofa að sömu niðurstöðu og áður auk þess sem hún telur vaxtahækkun Arion banka brjóta gegn góðum viðskiptaháttum og þar með lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Byggist sú niðurstaða á grundvelli þess að Arion banki nýtti áðurnefnda skilmála sem úrskurðaðir hafi verið ófullnægjandi til að hækka vextina. Samkvæmt gögnum málsins hefur Arion banki fallið frá umræddri vaxtahækkun og telur Neytendastofa því ekki tilefni til frekari aðgerða gagnvart bankanum að svo stöddu. Íslenskir bankar Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Málið varðar skilmála fasteignaláns með vaxtaendurskoðunarákvæði sem tekið var hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum árið 2005 en lánið fluttist til Arion banka í kjölfar bankahrunsins. Árið 2015 tilkynnti Arion banki að vextir á láninu, sem var með 4,15% föstum vöxtum, yrðu hækkaðir í 4,35% með vísan til endurskoðunarákvæðisins. Að sögn Hagsmunasamtaka heimilanna á umrædd ákvörðun Neytendastofu rætur að rekja til kvörtunar samtakanna fyrir hönd félagsmanns sem hafi ofgreitt vexti af tveimur húsnæðislánum í rúm fjögur ár eða frá því að Arion banki hækkaði þá í apríl 2015. Kröfðust breytinga á skilmálum Í september síðastliðnum lögðu Neytendasamtökin fram kröfu um að Íslandsbanki, Arion banki og Landsbanki breyti skilmálum lána með breytilegum vöxtum. Telja samtökin að núverandi skilmálar og framkvæmd slíkra lána standist ekki lög. Byggist það mat á lögfræðiáliti sem samtökin öfluðu. Eftir athugun á vaxtaútreikningi íbúðalána með breytilegum vöxtum síðastliðinn vetur komust Neytendasamtökin að þeirri niðurstöðu að vaxtabreytingar hafi hvorki fylgt vaxtaákvörðunum Seðlabankans né vaxtaþróun á markaði og að grundvöllur breytinganna væri illskiljanlegur fyrir neytendur. „Ákvörðunin hlýtur að vera fordæmisgefandi, því þó hún eigi við um lán sem tekið var árið 2005, hafa ekki orðið það miklar breytingar á skilmálum og framkvæmd um vaxtabreytingar,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við Vísi um niðurstöðu eftirlitsstofnunarinnar. „Úrskurðurinn tekur undir sjónarmið Neytendasamtakanna og skilning á lögum um neytendalán og staðfestir að kröfur okkar til bankanna um breytingar eru réttmætar.“ Brjóti gegn góðum viðskiptaháttum Í fyrra komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu í umræddu máli að Frjálsi fjárfestingarbankinn hafi brotið gegn lögum um neytendalán með því að tilgreina ekki í skilmálum við hvaða aðstæður vextir geti breyst. Sú ákvörðun stofnunarinnar var kærð til áfrýjunarnefndar neytendamála sem taldi að Neytendastofa ætti einnig að taka afstöðu til þess hluta kvörtunarinnar sem sneri að vaxtahækkun Arion banka í apríl 2015. Var stofnuninni því gert að taka málið til nýrrar meðferðar. Í nýrri ákvörðun kemst Neytendastofa að sömu niðurstöðu og áður auk þess sem hún telur vaxtahækkun Arion banka brjóta gegn góðum viðskiptaháttum og þar með lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Byggist sú niðurstaða á grundvelli þess að Arion banki nýtti áðurnefnda skilmála sem úrskurðaðir hafi verið ófullnægjandi til að hækka vextina. Samkvæmt gögnum málsins hefur Arion banki fallið frá umræddri vaxtahækkun og telur Neytendastofa því ekki tilefni til frekari aðgerða gagnvart bankanum að svo stöddu.
Íslenskir bankar Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira