Brottrekstur Lárusar úrskurðaður ólögmætur Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2021 16:01 Lárus Sigurður Lárusson. Aðsend Landsréttur sneri í dag við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að víkja Lárusi Sigurði Lárussyni lögmanni úr starfi skiptastjóra þrotabús fasteignafélagsins Þórodds ehf. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í lok október að Lárusi skyldi vikið úr starfi skiptastjóra þrotabúsins vegna brots á starfs- og trúnaðarskyldum. Ástæðan var sögð framferði Lárusar í tengslum við sölu á verðmætustu eign þrotabúsins, fasteigninni Þóroddsstöðum við Skógarhlíð í Reykjavík. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að áður en til gjaldþrotaskipta kom hafi eignin verið til sölu hjá fasteignasölunni Mikluborg. Kauptilboð upp á 200 milljónir hafi borist í eignina og verið samþykkt, en salan ekki gengið í gegn þar sem kaupandi hafi ekki getað fjármagnað kaupin. Þóroddsstaðir eru byggðir árið 1927 og var upphaflega býli, Er um að ræða þrílyft steinhús, um 400 fermetrar að stærð.Já.is Eftir að félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta og Lárus skipaður skiptastjóri, hafi húsið verið tekið úr sölu hjá fasteignasölunni en selt stuttu síðar til sama kaupanda í gegnum fasteignasölu eiginmanns og samstarfsmanns Lárusar, Sævars Þórs Jónssonar, og þá fyrir 130 milljónir króna. Lárus sagðist í yfirlýsingu vegna málsins í nóvember hafna því að eiginhagsmunir hefðu ráðið för og kærði úrskurðinn til Landsréttar. Hann baðst jafnframt lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna eftir að dómur héraðsdóms var kveðinn upp. Hefði átt að hafa gögnin tilbúin á skiptafundi Landsréttur kosmt að þeirri niðurstöðu að Lárusi hefði borið að kynna sér betur byggingarrétt sem þinglýst hafði verið á Þórodsstöðum. Dómurinn taldi þó að það hefði ekki haft umtalsverð áhrif á söluverð eignarinnar. Einnig hefði Lárus mátt gera sér grein fyrir því að hann þyrfti að hafa sölugögn vegna sölu eignarinnar tilbúin til afhendingar á skiptafundi í júní 2020 og að honum hefði borið að halda ágreiningsfund um umdeildar kröfur í búið eins fljótt og honum var unnt. Á hinn bóginn taldi dómurinn að framferði Lárusar hefði ekki verið slíkt að efni hafi staðið til að víkja honum fyrirvaralaust úr starfi skiptastjóra. Úrskurður héraðsdóms verði því felldur úr gildi. Idac ehf. og Ríkisútvarpinu ohf. var jafnframt gert að greiða honum 496 þúsund krónur í kærumálskostnað. Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í lok október að Lárusi skyldi vikið úr starfi skiptastjóra þrotabúsins vegna brots á starfs- og trúnaðarskyldum. Ástæðan var sögð framferði Lárusar í tengslum við sölu á verðmætustu eign þrotabúsins, fasteigninni Þóroddsstöðum við Skógarhlíð í Reykjavík. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að áður en til gjaldþrotaskipta kom hafi eignin verið til sölu hjá fasteignasölunni Mikluborg. Kauptilboð upp á 200 milljónir hafi borist í eignina og verið samþykkt, en salan ekki gengið í gegn þar sem kaupandi hafi ekki getað fjármagnað kaupin. Þóroddsstaðir eru byggðir árið 1927 og var upphaflega býli, Er um að ræða þrílyft steinhús, um 400 fermetrar að stærð.Já.is Eftir að félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta og Lárus skipaður skiptastjóri, hafi húsið verið tekið úr sölu hjá fasteignasölunni en selt stuttu síðar til sama kaupanda í gegnum fasteignasölu eiginmanns og samstarfsmanns Lárusar, Sævars Þórs Jónssonar, og þá fyrir 130 milljónir króna. Lárus sagðist í yfirlýsingu vegna málsins í nóvember hafna því að eiginhagsmunir hefðu ráðið för og kærði úrskurðinn til Landsréttar. Hann baðst jafnframt lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna eftir að dómur héraðsdóms var kveðinn upp. Hefði átt að hafa gögnin tilbúin á skiptafundi Landsréttur kosmt að þeirri niðurstöðu að Lárusi hefði borið að kynna sér betur byggingarrétt sem þinglýst hafði verið á Þórodsstöðum. Dómurinn taldi þó að það hefði ekki haft umtalsverð áhrif á söluverð eignarinnar. Einnig hefði Lárus mátt gera sér grein fyrir því að hann þyrfti að hafa sölugögn vegna sölu eignarinnar tilbúin til afhendingar á skiptafundi í júní 2020 og að honum hefði borið að halda ágreiningsfund um umdeildar kröfur í búið eins fljótt og honum var unnt. Á hinn bóginn taldi dómurinn að framferði Lárusar hefði ekki verið slíkt að efni hafi staðið til að víkja honum fyrirvaralaust úr starfi skiptastjóra. Úrskurður héraðsdóms verði því felldur úr gildi. Idac ehf. og Ríkisútvarpinu ohf. var jafnframt gert að greiða honum 496 þúsund krónur í kærumálskostnað.
Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira