Viðskipti innlent

Stoðir vilja 22 milljarða frá Glitni

Glitnir.
Glitnir.
Stoðir lýstu riftunarkröfu á hendur Glitni banka á árinu 2009 vegna veðréttatilfærslna og eignasölu sem félagið telur sig hafa tapað miklu á. Krafa þess í því máli hljóðar upp á 22 milljarða króna. Um er að ræða annars vegar veðsetningu, og síðar sölu, á fasteignafélögunum Fasteignafélagi Íslands, sem á Smáralindina, og Eikarhaldi til Glitnis, og hins vegar veðsetningu á eignarhlut Stoða í breska smásalanum House Of Frasier.

Þrotabú Glitnis er stærsti eigandi Stoða með 40,2 prósenta hlut. Aðrir stórir eigendur félagsins eru Landsbankinn og dótturfélag hans (13,4 prósent) og Arion banki (16,3 prósent).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×