Ísland nánast orðið seðlalaust samfélag 15. maí 2013 07:00 Viðar Þorkelsson. „Kostirnir við það að nota greiðslukort frekar en seðla eru til að mynda aukið gegnsæi í viðskiptum, minna er skotið undan skatti, aukin þægindi sem felast í því að þurfa ekki að hafa með sér reiðufé, minni hætta á að glata verðmætum og minni líkur á innbrotum í verslanir,“ segir Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors. Yfir 70% af daglegum útgjöldum íslenskra heimila eru greidd með greiðslukortum samanborið við 25% að meðaltali annars staðar í Evrópu. Viðar segir að íslenska greiðslumiðlunarkerfið hafi aðra merka sérstöðu. Kerfið hafi byggst á íslenskum hugbúnaðarlausnum frá upphafi og aðkomu kortafyrirtækja, banka og kaupmanna. „Kerfið nýtur trausts og góðrar samvinnu allra hagsmunaaðila, ekki síst neytenda og fyrirtækja,“ segir hann. Þessi þróun á ekki bara við um viðskipti við búðarborð. Netverslun verður sífellt algengari og greiðslukortanotkun meiri fyrir vikið. Viðar segir þessar staðreyndir og fleiri sýna hversu sterkum rótum innlenda greiðslumiðlunarkerfið hefur skotið meðal íslensku þjóðarinnar. Viðar gengur svo langt að segja Ísland í fararbroddi í þessum efnum. Þannig hafi íslenska greiðslumiðlunarkerfið vakið athygli erlendis og sé samkeppnishæft við kerfi miklu stærri markaða í nágrannalöndum. Kerfið sé eitt það hagkvæmasta sinnar tegundar í Evrópu, bæði fyrir söluaðila og neytendur. „Kerfið hefur þá sérstöðu að tímabilaskiptingin og vaxtalaus greiðslufrestur hindrar óhóflega skuldsetningu neytenda og þá vaxtabyrði sem af því leiðir og telst víða neikvæður fylgifiskur kortanotkunar,“ bætir hann við.Dagleg útgjöld Íslendinga fara flest í gegnum greiðslukort. Fréttablaðið/PjeturAð undanförnu hefur verið unnið að nýju uppgjörskerfi Seðlabanka Íslands. Seðlabankinn verður nýr miðlægur uppgjörsaðili í kortaviðskiptum á þessu ári. Þetta opnar markaðinn og auðveldar nýjum aðilum að koma inn á hann. Viðar segir þetta hlut í þeirri þróun sem hafi orðið á Íslandi síðustu ár, að markaðurinn sé opnari og samkeppni heilbrigð. Þannig sé neytendum boðin góð þjónusta á lágu verði. Viðar segist vilja setja á fót samstarfsvettvang stjórnvalda og aðila kortamarkaðarins til að fara yfir mögulega framþróun og umbætur á samkeppnisumhverfinu. Hann óskar jafnframt eftir aðkomu og leiðbeinandi innleggi frá Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu, Samkeppniseftirlitinu og fleirum, en Valitor var nú á dögunum gert að greiða 500 milljóna króna sekt fyrir alvarleg brot á samkeppnislögum. Valitor hafnaði þessum ásökunum Samkeppniseftirlitsins á þeim tíma. olof@frettabladid.is Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
„Kostirnir við það að nota greiðslukort frekar en seðla eru til að mynda aukið gegnsæi í viðskiptum, minna er skotið undan skatti, aukin þægindi sem felast í því að þurfa ekki að hafa með sér reiðufé, minni hætta á að glata verðmætum og minni líkur á innbrotum í verslanir,“ segir Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors. Yfir 70% af daglegum útgjöldum íslenskra heimila eru greidd með greiðslukortum samanborið við 25% að meðaltali annars staðar í Evrópu. Viðar segir að íslenska greiðslumiðlunarkerfið hafi aðra merka sérstöðu. Kerfið hafi byggst á íslenskum hugbúnaðarlausnum frá upphafi og aðkomu kortafyrirtækja, banka og kaupmanna. „Kerfið nýtur trausts og góðrar samvinnu allra hagsmunaaðila, ekki síst neytenda og fyrirtækja,“ segir hann. Þessi þróun á ekki bara við um viðskipti við búðarborð. Netverslun verður sífellt algengari og greiðslukortanotkun meiri fyrir vikið. Viðar segir þessar staðreyndir og fleiri sýna hversu sterkum rótum innlenda greiðslumiðlunarkerfið hefur skotið meðal íslensku þjóðarinnar. Viðar gengur svo langt að segja Ísland í fararbroddi í þessum efnum. Þannig hafi íslenska greiðslumiðlunarkerfið vakið athygli erlendis og sé samkeppnishæft við kerfi miklu stærri markaða í nágrannalöndum. Kerfið sé eitt það hagkvæmasta sinnar tegundar í Evrópu, bæði fyrir söluaðila og neytendur. „Kerfið hefur þá sérstöðu að tímabilaskiptingin og vaxtalaus greiðslufrestur hindrar óhóflega skuldsetningu neytenda og þá vaxtabyrði sem af því leiðir og telst víða neikvæður fylgifiskur kortanotkunar,“ bætir hann við.Dagleg útgjöld Íslendinga fara flest í gegnum greiðslukort. Fréttablaðið/PjeturAð undanförnu hefur verið unnið að nýju uppgjörskerfi Seðlabanka Íslands. Seðlabankinn verður nýr miðlægur uppgjörsaðili í kortaviðskiptum á þessu ári. Þetta opnar markaðinn og auðveldar nýjum aðilum að koma inn á hann. Viðar segir þetta hlut í þeirri þróun sem hafi orðið á Íslandi síðustu ár, að markaðurinn sé opnari og samkeppni heilbrigð. Þannig sé neytendum boðin góð þjónusta á lágu verði. Viðar segist vilja setja á fót samstarfsvettvang stjórnvalda og aðila kortamarkaðarins til að fara yfir mögulega framþróun og umbætur á samkeppnisumhverfinu. Hann óskar jafnframt eftir aðkomu og leiðbeinandi innleggi frá Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu, Samkeppniseftirlitinu og fleirum, en Valitor var nú á dögunum gert að greiða 500 milljóna króna sekt fyrir alvarleg brot á samkeppnislögum. Valitor hafnaði þessum ásökunum Samkeppniseftirlitsins á þeim tíma. olof@frettabladid.is
Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira