Ættu að njóta góðs af álhringekju Goldman Sachs Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. júlí 2013 18:30 Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs er sakaður um að misnota álverð í heiminum og stýra eftirspurn með því að seinka afhendingartíma áls og flytja til áleiningar í vöruhúsum á gríðarstóru svæði í Detroit. Íslenskir álframleiðendur njóta góðs af þessu, þótt í litlum mæli sé, því þessir snúningar hækka heimsmarkaðsverð á áli. New York Times hefur afhjúpað hvernig bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hagnast á því að stýra álverði með því að geyma gríðarlegt magn málmsins í birgðageymslum í Detroit. Á hverjum degi fara stórir vörubílar og flytja birgðir af áli milli 27 vöruhúsa á sama svæðinu. Tvisvar til þrisvar sinnum á dag fara vörubílarnir sama hringinn. Þeir afferma í einu vöruhúsi og taka svo álfarm í öðru. Um ein og hálf milljón tonna af áli eða um fjórðungur allra álbirgða í heiminum er geymdur í vöruhúsunum í Detroit, sem er í eigu Metro International, dótturfélags Goldman Sachs. New York Times greinir frá því að þessi hringekja hafi verið hönnuð af Goldman Sachs til að hagnast á reglugerð um geymslu áls sem er sett af málmefnamarkaðnum í London, þ.e London Metal Exchange. Reglur girða fyrir kyrrstöðu álsins í vörugeymslunni og a.m.k. 3000 tonn af þessu áli þyrfti að flytja á degi hverjum. Það er hins vegar ekki flutt til viðskiptavina, heldur flutt milli vöruhúsa. Þannig kemst bandaríski bankinn hjá ákvæði í reglugerð um kyrrstöðu álsins. Hann færir það bara til á eigin svæði. Áður en Goldman Sachs keypti Metro International var meðal biðtími eftir áli viðskiptavina um sex vikur en hefur nú tuttugufaldast í rúmlega 16 mánuði. Lengri biðtími eftir afhendingu áls hefur hækkað heimsmarkaðsverð á áli þar sem geymslukostnaður er tekinn inn í verðmyndun. Þá hagnast Goldman Sachs líka um mismuninn því þeir eiga birgðageymslurnar. Áhrif til hækkunar óveruleg en þó má gera ráð fyrir að íslensku álframleiðendurnir, Alcan, Norðurál og Alcoa Fjarðaál hagnist eitthvað á þessu vegna áhrifanna á heimsmarkaðsverð. Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og sérfræðingur í auðlindalöggjöf, segir að svona aðferðafræði sé þekkt á hrávörumarkaðnum og hafi tíðkast frá því snemma á 9. áratug síðustu aldar þegar fjárfestingarbönkum á Wall Street var heimilað að fjárfesta í auknum mæli beint í hrávörubirgðum. Þannig séu dæmi um að stórbankar hafi keypt mikið magn hráolíu sem þeir kyrrsetji í ákveðinn tíma þangað til verðið fyrir olíuna sé orðið hagstætt. Þannig hámarki þeir hagnað sinn á þessum markaði. Talið er að þessi misnotkun Goldman Sachs á álverðinu hafi nú þegar kostað bandaríska neytendur samtals 5 milljarða dollara á síðustu þremur árum. Ástæðan er sú að gosdrykkjaframleiðendur og aðrir sem þurfa álið greiða hærra verð fyrir málminn sem skilar sér svo í hærra verði til neytenda. Þessu tengt: Ósennilegt að álver rísi hér á næstu árum.Úr vöruhúsi Alcoa á Ítalíu.Mynd/AFP Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs er sakaður um að misnota álverð í heiminum og stýra eftirspurn með því að seinka afhendingartíma áls og flytja til áleiningar í vöruhúsum á gríðarstóru svæði í Detroit. Íslenskir álframleiðendur njóta góðs af þessu, þótt í litlum mæli sé, því þessir snúningar hækka heimsmarkaðsverð á áli. New York Times hefur afhjúpað hvernig bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hagnast á því að stýra álverði með því að geyma gríðarlegt magn málmsins í birgðageymslum í Detroit. Á hverjum degi fara stórir vörubílar og flytja birgðir af áli milli 27 vöruhúsa á sama svæðinu. Tvisvar til þrisvar sinnum á dag fara vörubílarnir sama hringinn. Þeir afferma í einu vöruhúsi og taka svo álfarm í öðru. Um ein og hálf milljón tonna af áli eða um fjórðungur allra álbirgða í heiminum er geymdur í vöruhúsunum í Detroit, sem er í eigu Metro International, dótturfélags Goldman Sachs. New York Times greinir frá því að þessi hringekja hafi verið hönnuð af Goldman Sachs til að hagnast á reglugerð um geymslu áls sem er sett af málmefnamarkaðnum í London, þ.e London Metal Exchange. Reglur girða fyrir kyrrstöðu álsins í vörugeymslunni og a.m.k. 3000 tonn af þessu áli þyrfti að flytja á degi hverjum. Það er hins vegar ekki flutt til viðskiptavina, heldur flutt milli vöruhúsa. Þannig kemst bandaríski bankinn hjá ákvæði í reglugerð um kyrrstöðu álsins. Hann færir það bara til á eigin svæði. Áður en Goldman Sachs keypti Metro International var meðal biðtími eftir áli viðskiptavina um sex vikur en hefur nú tuttugufaldast í rúmlega 16 mánuði. Lengri biðtími eftir afhendingu áls hefur hækkað heimsmarkaðsverð á áli þar sem geymslukostnaður er tekinn inn í verðmyndun. Þá hagnast Goldman Sachs líka um mismuninn því þeir eiga birgðageymslurnar. Áhrif til hækkunar óveruleg en þó má gera ráð fyrir að íslensku álframleiðendurnir, Alcan, Norðurál og Alcoa Fjarðaál hagnist eitthvað á þessu vegna áhrifanna á heimsmarkaðsverð. Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og sérfræðingur í auðlindalöggjöf, segir að svona aðferðafræði sé þekkt á hrávörumarkaðnum og hafi tíðkast frá því snemma á 9. áratug síðustu aldar þegar fjárfestingarbönkum á Wall Street var heimilað að fjárfesta í auknum mæli beint í hrávörubirgðum. Þannig séu dæmi um að stórbankar hafi keypt mikið magn hráolíu sem þeir kyrrsetji í ákveðinn tíma þangað til verðið fyrir olíuna sé orðið hagstætt. Þannig hámarki þeir hagnað sinn á þessum markaði. Talið er að þessi misnotkun Goldman Sachs á álverðinu hafi nú þegar kostað bandaríska neytendur samtals 5 milljarða dollara á síðustu þremur árum. Ástæðan er sú að gosdrykkjaframleiðendur og aðrir sem þurfa álið greiða hærra verð fyrir málminn sem skilar sér svo í hærra verði til neytenda. Þessu tengt: Ósennilegt að álver rísi hér á næstu árum.Úr vöruhúsi Alcoa á Ítalíu.Mynd/AFP
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira