Bíó og sjónvarp

Cage leikur tígrisdýrakonunginn

Andri Eysteinsson skrifar
Cage á Film Independent Spirit verðlaunahátíðinni.
Cage á Film Independent Spirit verðlaunahátíðinni. Getty/Bauer-Griffin

Heimildaþættirnir Tiger King, sem fjalla að mestu leyti um hinn skrautlega fyrrum dýragarðseiganda Joe Passage-Maldonado betur þekktan sem Joe Exotic, fóru um heimsbyggðina eins og eldur um sinu fyrir nokkru. AP greinir frá.

Þættirnir urðu vinsælir á skömmum tíma og mátti varla drepa niður fæti án þess að heyra minnst á Joe Exotic, Jeff Lowe eða Carole Baskin sem búsett er í Flórída. Tiger King-æðið ætlar engan endi að taka og hefur Óskarsverðlaunaleikarinn Nicolas Cage nú tekið að sér hlutverk tígrisdýrakonungsins í væntanlegri átta þátta þáttaröð.

Þó að Cage hafi áður leikið hlutverk brotamanna er um að ræða fyrstu sjónvarpsþáttaröð leikarans. Framleiðslufyrirtæki CBS og Imagine koma að þáttunum sem verða byggðir á sögu Joe Exotic eins og hún birtist í greinaröð úr tímaritinu Texas Monthly sem bar heitið Joe Exotic: Drungaleg saga inn í heim manns á ystu nöf. (e. Joe Exotic: A Dark Journey Into the World of a Man Gone Wild) sem Leif Reigstad skrifaði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.