Cage leikur tígrisdýrakonunginn Andri Eysteinsson skrifar 4. maí 2020 22:10 Cage á Film Independent Spirit verðlaunahátíðinni. Getty/Bauer-Griffin Heimildaþættirnir Tiger King, sem fjalla að mestu leyti um hinn skrautlega fyrrum dýragarðseiganda Joe Passage-Maldonado betur þekktan sem Joe Exotic, fóru um heimsbyggðina eins og eldur um sinu fyrir nokkru. AP greinir frá. Þættirnir urðu vinsælir á skömmum tíma og mátti varla drepa niður fæti án þess að heyra minnst á Joe Exotic, Jeff Lowe eða Carole Baskin sem búsett er í Flórída. Tiger King-æðið ætlar engan endi að taka og hefur Óskarsverðlaunaleikarinn Nicolas Cage nú tekið að sér hlutverk tígrisdýrakonungsins í væntanlegri átta þátta þáttaröð. Þó að Cage hafi áður leikið hlutverk brotamanna er um að ræða fyrstu sjónvarpsþáttaröð leikarans. Framleiðslufyrirtæki CBS og Imagine koma að þáttunum sem verða byggðir á sögu Joe Exotic eins og hún birtist í greinaröð úr tímaritinu Texas Monthly sem bar heitið Joe Exotic: Drungaleg saga inn í heim manns á ystu nöf. (e. Joe Exotic: A Dark Journey Into the World of a Man Gone Wild) sem Leif Reigstad skrifaði. Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Heimildaþættirnir Tiger King, sem fjalla að mestu leyti um hinn skrautlega fyrrum dýragarðseiganda Joe Passage-Maldonado betur þekktan sem Joe Exotic, fóru um heimsbyggðina eins og eldur um sinu fyrir nokkru. AP greinir frá. Þættirnir urðu vinsælir á skömmum tíma og mátti varla drepa niður fæti án þess að heyra minnst á Joe Exotic, Jeff Lowe eða Carole Baskin sem búsett er í Flórída. Tiger King-æðið ætlar engan endi að taka og hefur Óskarsverðlaunaleikarinn Nicolas Cage nú tekið að sér hlutverk tígrisdýrakonungsins í væntanlegri átta þátta þáttaröð. Þó að Cage hafi áður leikið hlutverk brotamanna er um að ræða fyrstu sjónvarpsþáttaröð leikarans. Framleiðslufyrirtæki CBS og Imagine koma að þáttunum sem verða byggðir á sögu Joe Exotic eins og hún birtist í greinaröð úr tímaritinu Texas Monthly sem bar heitið Joe Exotic: Drungaleg saga inn í heim manns á ystu nöf. (e. Joe Exotic: A Dark Journey Into the World of a Man Gone Wild) sem Leif Reigstad skrifaði.
Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira