Körfubolti

Harden og Westbrook óstöðvandi gegn Utah | Engin vandamál hjá Milwaukee

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Westbrook hefur leikið vel að undanförnu.
Westbrook hefur leikið vel að undanförnu. vísir/getty

James Harden og Russell Westbrook fóru mikinn þegar Houston Rockets sigraði Utah Jazz, 110-120, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Harden skoraði 38 stig og Westbrook 34. Saman voru þeir því með 72 af 120 stigum Houston sem hefur unnið þrjá leiki í röð.



Sex aðrir leikir fóru fram í NBA í nótt.

Milwaukee Bucks, besta lið deildarinnar, átti ekki í miklum vandræðum með að vinna Philadelphia 76ers, 119-98. Milwaukee hefur unnið 26 af 29 heimaleikjum sínum í vetur.

Giannis Antetokounmpo skoraði 31 stig fyrir Milwaukee á aðeins 29 mínútum. Hann tók einnig 17 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Khris Middleton skoraði 25 stig og tók níu fráköst.



Los Angeles Clippers tapaði þriðja leiknum í röð þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Sacramento Kings, 103-112, á heimavelli.

Kent Bazemore skoraði 23 stig fyrir Sacramento sem hefur unnið tvo leiki í röð.

Kawhi Leonard skoraði 31 stig fyrir Clippers en hinir fjórir í byrjunarliðinu voru aðeins með samtals 26 stig.

Úrslitin í nótt:

Utah 110-120 Houston

Milwaukee 119-98 Philadelphia

LA Clippers 103-112 Sacramento

Charlotte 86-115 Brooklyn

Atlanta 111-107 Dallas

Miami 124-105 Cleveland

Chicago 104-112 Phoenix

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×