Cleveland getur ekkert án LeBron - öll úrslitin í NBA Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. janúar 2015 07:00 Kevin Love og félagar tapa og tapa án LeBron James. vísir/getty Cleveland Cavaliers tapaði fimmta leiknum í röð í nótt í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið fékk skell gegn einu af verstu liðum vesturdeildarinnar, Sacramento Kings, 103-84, á útivelli. DeMarcus Cousins heldur áfram að spila eins og engill fyrir lánlaust lið Sacramento, en hann skoraði 26 stig, tók 13 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í leiknum. Cleveland er enn að spila án LeBron James sem er meiddur, en Kevin Love var stigahæstur Cavaliers í nótt með 25 stig auk þess sem hann tók 10 fráköst. Leikstjórnandinn Kyrie Irving skoraði 21 stig og gaf 7 stoðsendingar. Það veikjast öll lið við að missa leikmann á borð við LeBron James í meiðsli, en Cleveland-liðið virðist líta geta án hans. Það er búið að tapa fimm leikjum í röð sem fyrr segir og hefur aðeins unnið tvo af síðustu tíu. Útlitið var gott hjá Cleveland þegar liðið vann nú leiki í röð í október og nóvember, en það er nú á niðurleið og er komið niður í sjötta sæti austurdeildarinnar með 19 sigra og 19 töp.Damian Lillard var frábær í nótt.vísir/gettyAtlanta Hawks er aftur á móti á miklum skriði, en liðið vann áttunda leikinn í röð í nótt sem var þrettándi sigurinn í síðustu fjórtán leikjum. Að þessu sinni var fórnarlambið Washington Wizards sem áttu ekki röð í Haukana, en Atlanta vann leikinn með 31 stigs mun, 120-89. Allt byrjunarlið Atlanta skoraði ellefu stig eða meira; þess stigahæstur var Kyle Korver með 19 stig og þá var Jeff Teague með tvennu upp á 11 stig og 10 fráköst. Atlanta er með 29 sigra og 8 töp í efsta sæti austurdeildarinnar, þremur og hálfum sigurleik á undan Toronto og Chicago sem eru í öðru og þriðja sæti. Damian Lillard, leikstjórnandi Portland Trail Blazers, fór svo hamförum í nótt þegar Portland vann tólf stiga sigur á Lakers á útivelli, 106-94. Leikstjórnandinn magnaði skoraði 34 stig og leiddi sína menn til sigurs í fjórða leikhluta þar sem hann bauð upp á flott tilþrif eins og sjá má hér að neðan. Lakers spilaði án Kobe Bryant. Úrslit næturinnar: Atlanta Hawks - Washington Wizards 120-89 Los Angeles Clippers - Miami Heat 90-104 Memphis Grizzlies - Phoenix Suns 122-110 Sacramento Kings - Cleveland Cavaliers 103-90 Los Angeles Lakers - Portland Trail Blazers 94-106Svakaleg troðsla hjá Lillard: Marc Gasol sýnir flott tilþrif: Blake Griffin ruslar boltanum ofan í: NBA Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Cleveland Cavaliers tapaði fimmta leiknum í röð í nótt í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið fékk skell gegn einu af verstu liðum vesturdeildarinnar, Sacramento Kings, 103-84, á útivelli. DeMarcus Cousins heldur áfram að spila eins og engill fyrir lánlaust lið Sacramento, en hann skoraði 26 stig, tók 13 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í leiknum. Cleveland er enn að spila án LeBron James sem er meiddur, en Kevin Love var stigahæstur Cavaliers í nótt með 25 stig auk þess sem hann tók 10 fráköst. Leikstjórnandinn Kyrie Irving skoraði 21 stig og gaf 7 stoðsendingar. Það veikjast öll lið við að missa leikmann á borð við LeBron James í meiðsli, en Cleveland-liðið virðist líta geta án hans. Það er búið að tapa fimm leikjum í röð sem fyrr segir og hefur aðeins unnið tvo af síðustu tíu. Útlitið var gott hjá Cleveland þegar liðið vann nú leiki í röð í október og nóvember, en það er nú á niðurleið og er komið niður í sjötta sæti austurdeildarinnar með 19 sigra og 19 töp.Damian Lillard var frábær í nótt.vísir/gettyAtlanta Hawks er aftur á móti á miklum skriði, en liðið vann áttunda leikinn í röð í nótt sem var þrettándi sigurinn í síðustu fjórtán leikjum. Að þessu sinni var fórnarlambið Washington Wizards sem áttu ekki röð í Haukana, en Atlanta vann leikinn með 31 stigs mun, 120-89. Allt byrjunarlið Atlanta skoraði ellefu stig eða meira; þess stigahæstur var Kyle Korver með 19 stig og þá var Jeff Teague með tvennu upp á 11 stig og 10 fráköst. Atlanta er með 29 sigra og 8 töp í efsta sæti austurdeildarinnar, þremur og hálfum sigurleik á undan Toronto og Chicago sem eru í öðru og þriðja sæti. Damian Lillard, leikstjórnandi Portland Trail Blazers, fór svo hamförum í nótt þegar Portland vann tólf stiga sigur á Lakers á útivelli, 106-94. Leikstjórnandinn magnaði skoraði 34 stig og leiddi sína menn til sigurs í fjórða leikhluta þar sem hann bauð upp á flott tilþrif eins og sjá má hér að neðan. Lakers spilaði án Kobe Bryant. Úrslit næturinnar: Atlanta Hawks - Washington Wizards 120-89 Los Angeles Clippers - Miami Heat 90-104 Memphis Grizzlies - Phoenix Suns 122-110 Sacramento Kings - Cleveland Cavaliers 103-90 Los Angeles Lakers - Portland Trail Blazers 94-106Svakaleg troðsla hjá Lillard: Marc Gasol sýnir flott tilþrif: Blake Griffin ruslar boltanum ofan í:
NBA Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira