NBA: Harden náði þrennunni þegar leikmenn Miami voru hættir | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2017 08:44 Houston Rockets tapaði í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir að James Harden væri með 40 stig og þrennu. Kawhi Leonard skoraði yfir 30 stig í fjórða leiknum í röð þegar San Antonio Spurs vann Minnesota og Wesley Matthews tryggði Dallas Mavericks eins stigs útisigur á Chicago Bulls.Goran Dragic var með 21 stig og 8 stoðsendingar og Wayne Ellington bætti við 18 stigum af bekknum þegar Miami Heat vann 109-103 sigur á Houston Rockets. James Harden var með 40 stig, 12 fráköst og 10 stoðendingar fyrir Houston og náði því sinni þrettándu þrennu á tímabilinu. Tíunda stoðsendingin og þar með þrennan kom ekki í hús fyrr en 12,6 sekúndum fyrir leikslok. Harden sendi þá á Montrezl Harrell sem tróð boltanum í körfuna en leikmenn Miami Heat voru hættir enda úrslitin ráðin. Harden ætlaði sér hinsvegar að ná þrennunni og tókst það. Það voru fleiri að skila stigum hjá Miami-liðinu því Dion Waiters skoraði 17 stig, Tyler Johnson var með 16 stig, James Johnson skoraði 15 stig og Hassan Whiteside var með 14 stig og 15 fráköst.Wesley Matthews skoraði sigurkörfu Dallas Mavericks fyrir utan þriggja stiga línuna í 99-98 sigri á Chicago Bulls þegar tólf sekúndur voru efir. Sex leikmenn Dallas skoruðu yfir tíu stig í leiknum þar á meðal allt byrjunarliðið. Harrison Barnes skoraði mest eða 20 stig en Seth Curry var með 18 stig og skoraði 10 stig og tók 10 fráköst. Wesley Matthews var með 12 stig. Dwyane Wade klikkaði á lokaskoti leiksins sem hefði fært Chicago sigurinn. Jimmy Butler var atkvæðamestur í Bulls-liðinu með 24 stig, 12 stoðsendingar og 9 fráköst, Robin Lopezskoraði 21 stig og Dwyane Wade var með 17 stig en hitti aðeins úir 8 af 21 skoti.Kawhi Leonard skoraði 34 stig þegar San Antonio Spurs vann 122-114 heimasigur á Minnesota Timberwolves. Þetta var fjórði 30 stiga leikur Leonard í röð og því hefur enginn náð hjá San Antonio síðan að Tim Duncan gerði það 2003-04 tímabilið. LaMarcus Aldridge bætti við 29 stigum en náði ekki að fagna sigri á 59 ára afmælisdegi þjálfarans Tom Thibodeau. Karl-Anthony Towns var með 27 stig og 16 fráköst hjá Minnesota og þá skoraði Ricky Rubio 21 stig og gaf 14 stoðsendingar.DeMar DeRozan skoraði 36 stig og tók 11 fráköst fyrir Toronto Raptors sem vann 119-109 sigur á Brooklyn Nets. Cory Joseph setti nýtt persónulegt met með því að skora 33 stig. Þetta var fjórði sigur Toronto í röð en ellefta tap Brooklyn í röð. Brook Lopez skoraði mest fyrir Nets-liðið eða 28 stig. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Denver Nuggets 121-127 San Antonio Spurs - Minnesota Timberwolves 122-114 Chicago Bulls - Dallas Mavericks 98-99 Brooklyn Nets - Toronto Raptors 109-119 Miami Heat - Houston Rockets 109-103 NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Sjá meira
Houston Rockets tapaði í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir að James Harden væri með 40 stig og þrennu. Kawhi Leonard skoraði yfir 30 stig í fjórða leiknum í röð þegar San Antonio Spurs vann Minnesota og Wesley Matthews tryggði Dallas Mavericks eins stigs útisigur á Chicago Bulls.Goran Dragic var með 21 stig og 8 stoðsendingar og Wayne Ellington bætti við 18 stigum af bekknum þegar Miami Heat vann 109-103 sigur á Houston Rockets. James Harden var með 40 stig, 12 fráköst og 10 stoðendingar fyrir Houston og náði því sinni þrettándu þrennu á tímabilinu. Tíunda stoðsendingin og þar með þrennan kom ekki í hús fyrr en 12,6 sekúndum fyrir leikslok. Harden sendi þá á Montrezl Harrell sem tróð boltanum í körfuna en leikmenn Miami Heat voru hættir enda úrslitin ráðin. Harden ætlaði sér hinsvegar að ná þrennunni og tókst það. Það voru fleiri að skila stigum hjá Miami-liðinu því Dion Waiters skoraði 17 stig, Tyler Johnson var með 16 stig, James Johnson skoraði 15 stig og Hassan Whiteside var með 14 stig og 15 fráköst.Wesley Matthews skoraði sigurkörfu Dallas Mavericks fyrir utan þriggja stiga línuna í 99-98 sigri á Chicago Bulls þegar tólf sekúndur voru efir. Sex leikmenn Dallas skoruðu yfir tíu stig í leiknum þar á meðal allt byrjunarliðið. Harrison Barnes skoraði mest eða 20 stig en Seth Curry var með 18 stig og skoraði 10 stig og tók 10 fráköst. Wesley Matthews var með 12 stig. Dwyane Wade klikkaði á lokaskoti leiksins sem hefði fært Chicago sigurinn. Jimmy Butler var atkvæðamestur í Bulls-liðinu með 24 stig, 12 stoðsendingar og 9 fráköst, Robin Lopezskoraði 21 stig og Dwyane Wade var með 17 stig en hitti aðeins úir 8 af 21 skoti.Kawhi Leonard skoraði 34 stig þegar San Antonio Spurs vann 122-114 heimasigur á Minnesota Timberwolves. Þetta var fjórði 30 stiga leikur Leonard í röð og því hefur enginn náð hjá San Antonio síðan að Tim Duncan gerði það 2003-04 tímabilið. LaMarcus Aldridge bætti við 29 stigum en náði ekki að fagna sigri á 59 ára afmælisdegi þjálfarans Tom Thibodeau. Karl-Anthony Towns var með 27 stig og 16 fráköst hjá Minnesota og þá skoraði Ricky Rubio 21 stig og gaf 14 stoðsendingar.DeMar DeRozan skoraði 36 stig og tók 11 fráköst fyrir Toronto Raptors sem vann 119-109 sigur á Brooklyn Nets. Cory Joseph setti nýtt persónulegt met með því að skora 33 stig. Þetta var fjórði sigur Toronto í röð en ellefta tap Brooklyn í röð. Brook Lopez skoraði mest fyrir Nets-liðið eða 28 stig. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Denver Nuggets 121-127 San Antonio Spurs - Minnesota Timberwolves 122-114 Chicago Bulls - Dallas Mavericks 98-99 Brooklyn Nets - Toronto Raptors 109-119 Miami Heat - Houston Rockets 109-103
NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Sjá meira