NBA: Harden náði þrennunni þegar leikmenn Miami voru hættir | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2017 08:44 Houston Rockets tapaði í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir að James Harden væri með 40 stig og þrennu. Kawhi Leonard skoraði yfir 30 stig í fjórða leiknum í röð þegar San Antonio Spurs vann Minnesota og Wesley Matthews tryggði Dallas Mavericks eins stigs útisigur á Chicago Bulls.Goran Dragic var með 21 stig og 8 stoðsendingar og Wayne Ellington bætti við 18 stigum af bekknum þegar Miami Heat vann 109-103 sigur á Houston Rockets. James Harden var með 40 stig, 12 fráköst og 10 stoðendingar fyrir Houston og náði því sinni þrettándu þrennu á tímabilinu. Tíunda stoðsendingin og þar með þrennan kom ekki í hús fyrr en 12,6 sekúndum fyrir leikslok. Harden sendi þá á Montrezl Harrell sem tróð boltanum í körfuna en leikmenn Miami Heat voru hættir enda úrslitin ráðin. Harden ætlaði sér hinsvegar að ná þrennunni og tókst það. Það voru fleiri að skila stigum hjá Miami-liðinu því Dion Waiters skoraði 17 stig, Tyler Johnson var með 16 stig, James Johnson skoraði 15 stig og Hassan Whiteside var með 14 stig og 15 fráköst.Wesley Matthews skoraði sigurkörfu Dallas Mavericks fyrir utan þriggja stiga línuna í 99-98 sigri á Chicago Bulls þegar tólf sekúndur voru efir. Sex leikmenn Dallas skoruðu yfir tíu stig í leiknum þar á meðal allt byrjunarliðið. Harrison Barnes skoraði mest eða 20 stig en Seth Curry var með 18 stig og skoraði 10 stig og tók 10 fráköst. Wesley Matthews var með 12 stig. Dwyane Wade klikkaði á lokaskoti leiksins sem hefði fært Chicago sigurinn. Jimmy Butler var atkvæðamestur í Bulls-liðinu með 24 stig, 12 stoðsendingar og 9 fráköst, Robin Lopezskoraði 21 stig og Dwyane Wade var með 17 stig en hitti aðeins úir 8 af 21 skoti.Kawhi Leonard skoraði 34 stig þegar San Antonio Spurs vann 122-114 heimasigur á Minnesota Timberwolves. Þetta var fjórði 30 stiga leikur Leonard í röð og því hefur enginn náð hjá San Antonio síðan að Tim Duncan gerði það 2003-04 tímabilið. LaMarcus Aldridge bætti við 29 stigum en náði ekki að fagna sigri á 59 ára afmælisdegi þjálfarans Tom Thibodeau. Karl-Anthony Towns var með 27 stig og 16 fráköst hjá Minnesota og þá skoraði Ricky Rubio 21 stig og gaf 14 stoðsendingar.DeMar DeRozan skoraði 36 stig og tók 11 fráköst fyrir Toronto Raptors sem vann 119-109 sigur á Brooklyn Nets. Cory Joseph setti nýtt persónulegt met með því að skora 33 stig. Þetta var fjórði sigur Toronto í röð en ellefta tap Brooklyn í röð. Brook Lopez skoraði mest fyrir Nets-liðið eða 28 stig. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Denver Nuggets 121-127 San Antonio Spurs - Minnesota Timberwolves 122-114 Chicago Bulls - Dallas Mavericks 98-99 Brooklyn Nets - Toronto Raptors 109-119 Miami Heat - Houston Rockets 109-103 NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
Houston Rockets tapaði í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir að James Harden væri með 40 stig og þrennu. Kawhi Leonard skoraði yfir 30 stig í fjórða leiknum í röð þegar San Antonio Spurs vann Minnesota og Wesley Matthews tryggði Dallas Mavericks eins stigs útisigur á Chicago Bulls.Goran Dragic var með 21 stig og 8 stoðsendingar og Wayne Ellington bætti við 18 stigum af bekknum þegar Miami Heat vann 109-103 sigur á Houston Rockets. James Harden var með 40 stig, 12 fráköst og 10 stoðendingar fyrir Houston og náði því sinni þrettándu þrennu á tímabilinu. Tíunda stoðsendingin og þar með þrennan kom ekki í hús fyrr en 12,6 sekúndum fyrir leikslok. Harden sendi þá á Montrezl Harrell sem tróð boltanum í körfuna en leikmenn Miami Heat voru hættir enda úrslitin ráðin. Harden ætlaði sér hinsvegar að ná þrennunni og tókst það. Það voru fleiri að skila stigum hjá Miami-liðinu því Dion Waiters skoraði 17 stig, Tyler Johnson var með 16 stig, James Johnson skoraði 15 stig og Hassan Whiteside var með 14 stig og 15 fráköst.Wesley Matthews skoraði sigurkörfu Dallas Mavericks fyrir utan þriggja stiga línuna í 99-98 sigri á Chicago Bulls þegar tólf sekúndur voru efir. Sex leikmenn Dallas skoruðu yfir tíu stig í leiknum þar á meðal allt byrjunarliðið. Harrison Barnes skoraði mest eða 20 stig en Seth Curry var með 18 stig og skoraði 10 stig og tók 10 fráköst. Wesley Matthews var með 12 stig. Dwyane Wade klikkaði á lokaskoti leiksins sem hefði fært Chicago sigurinn. Jimmy Butler var atkvæðamestur í Bulls-liðinu með 24 stig, 12 stoðsendingar og 9 fráköst, Robin Lopezskoraði 21 stig og Dwyane Wade var með 17 stig en hitti aðeins úir 8 af 21 skoti.Kawhi Leonard skoraði 34 stig þegar San Antonio Spurs vann 122-114 heimasigur á Minnesota Timberwolves. Þetta var fjórði 30 stiga leikur Leonard í röð og því hefur enginn náð hjá San Antonio síðan að Tim Duncan gerði það 2003-04 tímabilið. LaMarcus Aldridge bætti við 29 stigum en náði ekki að fagna sigri á 59 ára afmælisdegi þjálfarans Tom Thibodeau. Karl-Anthony Towns var með 27 stig og 16 fráköst hjá Minnesota og þá skoraði Ricky Rubio 21 stig og gaf 14 stoðsendingar.DeMar DeRozan skoraði 36 stig og tók 11 fráköst fyrir Toronto Raptors sem vann 119-109 sigur á Brooklyn Nets. Cory Joseph setti nýtt persónulegt met með því að skora 33 stig. Þetta var fjórði sigur Toronto í röð en ellefta tap Brooklyn í röð. Brook Lopez skoraði mest fyrir Nets-liðið eða 28 stig. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Denver Nuggets 121-127 San Antonio Spurs - Minnesota Timberwolves 122-114 Chicago Bulls - Dallas Mavericks 98-99 Brooklyn Nets - Toronto Raptors 109-119 Miami Heat - Houston Rockets 109-103
NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira