Orkustofnun veitir Landsvirkjun nýtt rannsóknarleyfi í Gjástykki Kristján Már Unnarsson skrifar 31. mars 2014 08:15 Frá borteig við Kröflu. Leirhnjúkshraun í baksýn. Vísir/GVA. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun rannsóknarleyfi á jarðhita, grunnvatni og efnisnámum í Gjástykki í Þingeyjarsýslum vegna mögulegrar orkuvinnslu. Tekið er fram í leyfinu að eingöngu eru heimilaðar yfirborðsrannsóknir en í þeim felast rekstur jarðskjálftamæla og mælingar í borholum sem þegar eru til staðar. Rannsóknir sem fela í sér könnun jarðlaga með borun eða greftri eða aðrar rannsóknir sem fela í sér rask á yfirborðinu eru ekki leyfðar. Gjástykki er eitt af þeim svæðum sem hart var deilt um í tíð síðustu ríkisstjórnar en hún ákvað að setja það í verndarflokk rammaáætlunar og stefna að friðlýsingu, í andstöðu við vilja þriggja sveitarstjórna. Þetta var eitt fjögurra háhitasvæða í Þingeyjarsýslum sem Landsvirkjun áformaði að virkja vegna stóriðju á Bakka og áætlaði að það gæti staðið undir álíka stórri virkjun og í Kröflu. Svæðisskipulag, sem sveitarfélögin Norðurþing, Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppur stóðu saman að, gerir ráð fyrir að tvö prósent af Gjástykki verði tekið undir orkuvinnslu og var það staðfest fyrir sex árum af þáverandi umhverfisráðherra, Þórunni Sveinbjarnardóttur. Mikill hvellur varð fyrir þremur árum, í janúar 2011, þegar spurðist að Orkustofnun hefði veitt leyfi til rannsóknarborana í Gjástykki en Landsvirkjun áformaði að fara í þær boranir þá um sumarið. Þá lá fyrir umhverfismat með jákvæðri umsögn Skipulagsstofnunar gagnvart fyrirhuguðum borunum. Ráðherrar þáverandi ríkisstjórnar brugðust samdægurs afar hart við þessari leyfisveitingu. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra sagði hana stóralvarlega og benti á að það væri vilji ríkisstjórnarinnar að friðlýsa Gjástykki. Tvær undirstofnanir ráðherrans, Umhverfisstofnun og Nátturufræðistofnun, lögðust sömuleiðis gegn því að boranir yrðu leyfðar. Fór svo að forstjóri Landsvirkjunar lýsti því yfir, áður en dagurinn var liðinn, að fyrirtækið myndi halda að sér höndum, enda væri það yfirlýst stefna fyrirtækisins að vinna í sátt við stjórnvöld. Orkustofnun þurfti samþykki Umhverfisstofnunar við leyfisveitinguna að þessu sinni þar sem Gjástykki er komið í verndarflokk rammaáætlunar. Orkustofnun vísar í fylgibréfi til þess að heimilt sé að framkvæma „yfirborðsrannsóknir“ á svæðum í verndarflokki rammaáætlunar, feli slíkar rannsóknir ekki í sér varanlega mannvirkjagerð eða röskun á landslagi, náttúru eða menningarsögulegum minjum. Stofnunin vísar jafnframt til þess að í greinargerð með frumvarpi til laga um rammaáætlun þótti ekki réttlætanlegt að útiloka með öllu orkurannsóknir á svæðum í verndarflokki, enda þurfi Orkustofnun að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu og tryggja að fyrir liggi grunnupplýsingar um allar orkulindir landsins. Slíkar upplýsingar geti verið mikilvægar í samanburðar tilgangi eða öðrum almennum tilgangi. Þá þótti ekki rétt að útiloka að slíkar grunnrannsóknir væru stundaðar af orkufyrirtækjum eða öðrum aðilum. Tengdar fréttir Landsvirkjun bíður með boranir í Gjástykki Iðnaðarráðherra segir ríkisstjórnina einhuga um að friðlýsa Gjástykki. Heimamenn benda á að fyrir liggi staðfest skipulag um að svæðið verði tekið undir orkuvinnslu. Landsvirkjun hugðist hefja boranir þar í sumar, í samræmi við rannsóknarleyfi sem Orkustofnun veitti í gær, en hefur nú ákveðið að halda að sér höndum. 11. janúar 2011 18:36 Hafna ósk ríkisstjórnarinnar um friðlýsingu Gjástykkis Sveitarfélögin þrjú, sem Gjástykki er í, hafna öll ósk ríkisstjórnarinnar um algera friðlýsingu. Oddviti Mývetninga kveðst ekki hafa orðið var við að heimamenn vilji friðlýsa svæðið. 17. mars 2011 19:00 Segir ríkisstjórnina þrýsta Alcoa út af borðinu Formaður bæjarráðs Norðurþings kennir núverandi ríkisstjórn um að Alcoa íhugi nú að hætta við álver á Bakka og segir hana engan áhuga hafa á verkefninu. Ríkisstjórnin noti friðun Gjástykkis meðal annars til að koma álveri út af borðinu. 15. september 2011 12:16 Landsvirkjun fær leyfi til borana í Gjástykki Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun leyfi til rannsóknarborana í Gjástykki í Þingeyjarsýslum, í andstöðu við vilja umhverfisráðherra, Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar, en með stuðningi sveitarfélaga og landeigenda. 11. janúar 2011 11:48 Ákvörðun Orkustofnunar stóralvarleg Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir að það sé stóralvarlegt mál að Orkustofnun ákveði að hundsa andmæli sín og tveggja virtra stofnana á sviði náttúruverndar. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun leyfi til rannsóknarborana í Gjástykki í Þingeyjarsýslum, í andstöðu við vilja umhverfisráðherra, Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar. Hins vegar nýtur ákvörðunin stuðnings sveitarfélaga og landeigenda. 11. janúar 2011 15:19 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun rannsóknarleyfi á jarðhita, grunnvatni og efnisnámum í Gjástykki í Þingeyjarsýslum vegna mögulegrar orkuvinnslu. Tekið er fram í leyfinu að eingöngu eru heimilaðar yfirborðsrannsóknir en í þeim felast rekstur jarðskjálftamæla og mælingar í borholum sem þegar eru til staðar. Rannsóknir sem fela í sér könnun jarðlaga með borun eða greftri eða aðrar rannsóknir sem fela í sér rask á yfirborðinu eru ekki leyfðar. Gjástykki er eitt af þeim svæðum sem hart var deilt um í tíð síðustu ríkisstjórnar en hún ákvað að setja það í verndarflokk rammaáætlunar og stefna að friðlýsingu, í andstöðu við vilja þriggja sveitarstjórna. Þetta var eitt fjögurra háhitasvæða í Þingeyjarsýslum sem Landsvirkjun áformaði að virkja vegna stóriðju á Bakka og áætlaði að það gæti staðið undir álíka stórri virkjun og í Kröflu. Svæðisskipulag, sem sveitarfélögin Norðurþing, Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppur stóðu saman að, gerir ráð fyrir að tvö prósent af Gjástykki verði tekið undir orkuvinnslu og var það staðfest fyrir sex árum af þáverandi umhverfisráðherra, Þórunni Sveinbjarnardóttur. Mikill hvellur varð fyrir þremur árum, í janúar 2011, þegar spurðist að Orkustofnun hefði veitt leyfi til rannsóknarborana í Gjástykki en Landsvirkjun áformaði að fara í þær boranir þá um sumarið. Þá lá fyrir umhverfismat með jákvæðri umsögn Skipulagsstofnunar gagnvart fyrirhuguðum borunum. Ráðherrar þáverandi ríkisstjórnar brugðust samdægurs afar hart við þessari leyfisveitingu. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra sagði hana stóralvarlega og benti á að það væri vilji ríkisstjórnarinnar að friðlýsa Gjástykki. Tvær undirstofnanir ráðherrans, Umhverfisstofnun og Nátturufræðistofnun, lögðust sömuleiðis gegn því að boranir yrðu leyfðar. Fór svo að forstjóri Landsvirkjunar lýsti því yfir, áður en dagurinn var liðinn, að fyrirtækið myndi halda að sér höndum, enda væri það yfirlýst stefna fyrirtækisins að vinna í sátt við stjórnvöld. Orkustofnun þurfti samþykki Umhverfisstofnunar við leyfisveitinguna að þessu sinni þar sem Gjástykki er komið í verndarflokk rammaáætlunar. Orkustofnun vísar í fylgibréfi til þess að heimilt sé að framkvæma „yfirborðsrannsóknir“ á svæðum í verndarflokki rammaáætlunar, feli slíkar rannsóknir ekki í sér varanlega mannvirkjagerð eða röskun á landslagi, náttúru eða menningarsögulegum minjum. Stofnunin vísar jafnframt til þess að í greinargerð með frumvarpi til laga um rammaáætlun þótti ekki réttlætanlegt að útiloka með öllu orkurannsóknir á svæðum í verndarflokki, enda þurfi Orkustofnun að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu og tryggja að fyrir liggi grunnupplýsingar um allar orkulindir landsins. Slíkar upplýsingar geti verið mikilvægar í samanburðar tilgangi eða öðrum almennum tilgangi. Þá þótti ekki rétt að útiloka að slíkar grunnrannsóknir væru stundaðar af orkufyrirtækjum eða öðrum aðilum.
Tengdar fréttir Landsvirkjun bíður með boranir í Gjástykki Iðnaðarráðherra segir ríkisstjórnina einhuga um að friðlýsa Gjástykki. Heimamenn benda á að fyrir liggi staðfest skipulag um að svæðið verði tekið undir orkuvinnslu. Landsvirkjun hugðist hefja boranir þar í sumar, í samræmi við rannsóknarleyfi sem Orkustofnun veitti í gær, en hefur nú ákveðið að halda að sér höndum. 11. janúar 2011 18:36 Hafna ósk ríkisstjórnarinnar um friðlýsingu Gjástykkis Sveitarfélögin þrjú, sem Gjástykki er í, hafna öll ósk ríkisstjórnarinnar um algera friðlýsingu. Oddviti Mývetninga kveðst ekki hafa orðið var við að heimamenn vilji friðlýsa svæðið. 17. mars 2011 19:00 Segir ríkisstjórnina þrýsta Alcoa út af borðinu Formaður bæjarráðs Norðurþings kennir núverandi ríkisstjórn um að Alcoa íhugi nú að hætta við álver á Bakka og segir hana engan áhuga hafa á verkefninu. Ríkisstjórnin noti friðun Gjástykkis meðal annars til að koma álveri út af borðinu. 15. september 2011 12:16 Landsvirkjun fær leyfi til borana í Gjástykki Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun leyfi til rannsóknarborana í Gjástykki í Þingeyjarsýslum, í andstöðu við vilja umhverfisráðherra, Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar, en með stuðningi sveitarfélaga og landeigenda. 11. janúar 2011 11:48 Ákvörðun Orkustofnunar stóralvarleg Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir að það sé stóralvarlegt mál að Orkustofnun ákveði að hundsa andmæli sín og tveggja virtra stofnana á sviði náttúruverndar. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun leyfi til rannsóknarborana í Gjástykki í Þingeyjarsýslum, í andstöðu við vilja umhverfisráðherra, Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar. Hins vegar nýtur ákvörðunin stuðnings sveitarfélaga og landeigenda. 11. janúar 2011 15:19 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Landsvirkjun bíður með boranir í Gjástykki Iðnaðarráðherra segir ríkisstjórnina einhuga um að friðlýsa Gjástykki. Heimamenn benda á að fyrir liggi staðfest skipulag um að svæðið verði tekið undir orkuvinnslu. Landsvirkjun hugðist hefja boranir þar í sumar, í samræmi við rannsóknarleyfi sem Orkustofnun veitti í gær, en hefur nú ákveðið að halda að sér höndum. 11. janúar 2011 18:36
Hafna ósk ríkisstjórnarinnar um friðlýsingu Gjástykkis Sveitarfélögin þrjú, sem Gjástykki er í, hafna öll ósk ríkisstjórnarinnar um algera friðlýsingu. Oddviti Mývetninga kveðst ekki hafa orðið var við að heimamenn vilji friðlýsa svæðið. 17. mars 2011 19:00
Segir ríkisstjórnina þrýsta Alcoa út af borðinu Formaður bæjarráðs Norðurþings kennir núverandi ríkisstjórn um að Alcoa íhugi nú að hætta við álver á Bakka og segir hana engan áhuga hafa á verkefninu. Ríkisstjórnin noti friðun Gjástykkis meðal annars til að koma álveri út af borðinu. 15. september 2011 12:16
Landsvirkjun fær leyfi til borana í Gjástykki Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun leyfi til rannsóknarborana í Gjástykki í Þingeyjarsýslum, í andstöðu við vilja umhverfisráðherra, Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar, en með stuðningi sveitarfélaga og landeigenda. 11. janúar 2011 11:48
Ákvörðun Orkustofnunar stóralvarleg Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir að það sé stóralvarlegt mál að Orkustofnun ákveði að hundsa andmæli sín og tveggja virtra stofnana á sviði náttúruverndar. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun leyfi til rannsóknarborana í Gjástykki í Þingeyjarsýslum, í andstöðu við vilja umhverfisráðherra, Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar. Hins vegar nýtur ákvörðunin stuðnings sveitarfélaga og landeigenda. 11. janúar 2011 15:19