Verðandi liðsfélagar hjá Kiel á toppnum í bæði mörkum og stoðsendingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2020 14:00 Nikola Bilyk var bæði með flest mörk og flestar stoðsendingar í riðlakeppni EM 2020. EPA-EFE/VALDRIN XHEMAJ Þýska félagið Kiel var tilbúið að segja upp samningi sínum við íslenska leikstjórnandann Gísla Þorgeir Kristjánsson. Þegar við skoðum leikmannahóp liðsins og þá aðallega verðandi leikmannahóp, þá þarf ekki að koma mikið á óvart að liðið þurfi ekki á íslenska leikstjórnandanum að halda. Tveir verðandi liðsfélagar hjá Kiel hafa nefnilega farið á kostum á Evrópumótinu í handbolta sem nú stendur yfir í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta eru Austurríkismaðurinn Nikola Bilyk og Norðmaðurinn Sander Sagosen sem báðir eru leikstjórnendur í sínum liðum. Nikola Bilyk er leikmaður Kiel og hefur verið það frá árinu 2016 en Sander Sagosen gengur til liðs við Kiel í sumar. Sagosen er búinn að ganga frá þriggja ára samningi við félagið. En aftur að frammistöðu þeirra í riðlakeppni EM 2020. Þar eru þeir báðir á toppnum í mörkum og stoðsendingum af öllum leikmönnum keppninnar til þessa. Nikola Bilyk er markahæstur með 28 mörk eða einu marki meira en Sander Sagosen og Svisslendingurinn Andy Schmid sem hafa báðir skorað 27 mörk. Þeir Nikola Bilyk og Sander Sagosen hafa síðan báðir gefið 19 stoðsendingar eða tveimur fleiri en maðurinn í þriðja sætinu sem er Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov. Þetta þýðir jafnframt að í þremur leikjum sinna þjóða í riðlakeppninni eru þeir Nikola Bilyk og Sander Sagosen búnir að eiga þátt í 47 (Bilyk) og 46 (Sagosen) mörkum eða meira en fimmtán mörkum að meðaltali í leik. Þessir tveir eiga líka báðir sín bestu ár eftir. Nikola Bilyk hélt upp á 23 ára afmæli sitt í nóvember síðastliðnum og Sander Sagosen verður 25 ára í september á þessu ári. Þeir geta báðir leyst skyttustöðuna líka og munu eflaust gera það hjá Kiel á næsta tímabili enda hlýtur félagið að vilja nota báða þessa heimsklassa menn. Það má síðan ekki gleyma að með Kiel í dag spila sem leikstjórnendur Króatinn Domagoj Duvnjak og Slóveninn Miha Zarabec. Aron Pálmarsson og Alexander Petersson eru markahæstir í íslenska liðinu með 14 mörk hvor en það dugar þeim í átjánda sæti markalistans. Því sæti deila þeir með átta öðrum leikmönnum.Markahæstu menn í riðlakeppni EM 2020: 1. Nikola Bilyk, Austurríki 28 2. Sander Sagosen, Noregi 27 2. Andy Schmid, Sviss 27 4. Kiril Lazarov, Norður-Makedóníu 27 4. Kay Smits, Hollandi 22 6. Dainis Kristopans, Lettlandi 21Flestar stoðsendingar í riðlakeppni EM 2020: 1. Nikola Bilyk, Austurríki 19 1. Sander Sagosen, Noregi 19 3. Kiril Lazarov, Norður-Makedóníu 17 4. Janko Bozovic, Austurríki 16 4. Gerald Zeiner, Austurríki 16 6. Andy Schmid, Sviss 15Flest mörk+stoðsendingar í riðlakeppni EM 2020: 1. Nikola Bilyk, Austurríki 47 2. Sander Sagosen, Noregi 46 3. Andy Schmid, Sviss 42 4. Kiril Lazarov, Norður-Makedóníu 39 5. Janko Bozovic, Austurríki 35 6. Dainis Kristopans, Lettlandi 34 EM 2020 í handbolta Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Sjá meira
Þýska félagið Kiel var tilbúið að segja upp samningi sínum við íslenska leikstjórnandann Gísla Þorgeir Kristjánsson. Þegar við skoðum leikmannahóp liðsins og þá aðallega verðandi leikmannahóp, þá þarf ekki að koma mikið á óvart að liðið þurfi ekki á íslenska leikstjórnandanum að halda. Tveir verðandi liðsfélagar hjá Kiel hafa nefnilega farið á kostum á Evrópumótinu í handbolta sem nú stendur yfir í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta eru Austurríkismaðurinn Nikola Bilyk og Norðmaðurinn Sander Sagosen sem báðir eru leikstjórnendur í sínum liðum. Nikola Bilyk er leikmaður Kiel og hefur verið það frá árinu 2016 en Sander Sagosen gengur til liðs við Kiel í sumar. Sagosen er búinn að ganga frá þriggja ára samningi við félagið. En aftur að frammistöðu þeirra í riðlakeppni EM 2020. Þar eru þeir báðir á toppnum í mörkum og stoðsendingum af öllum leikmönnum keppninnar til þessa. Nikola Bilyk er markahæstur með 28 mörk eða einu marki meira en Sander Sagosen og Svisslendingurinn Andy Schmid sem hafa báðir skorað 27 mörk. Þeir Nikola Bilyk og Sander Sagosen hafa síðan báðir gefið 19 stoðsendingar eða tveimur fleiri en maðurinn í þriðja sætinu sem er Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov. Þetta þýðir jafnframt að í þremur leikjum sinna þjóða í riðlakeppninni eru þeir Nikola Bilyk og Sander Sagosen búnir að eiga þátt í 47 (Bilyk) og 46 (Sagosen) mörkum eða meira en fimmtán mörkum að meðaltali í leik. Þessir tveir eiga líka báðir sín bestu ár eftir. Nikola Bilyk hélt upp á 23 ára afmæli sitt í nóvember síðastliðnum og Sander Sagosen verður 25 ára í september á þessu ári. Þeir geta báðir leyst skyttustöðuna líka og munu eflaust gera það hjá Kiel á næsta tímabili enda hlýtur félagið að vilja nota báða þessa heimsklassa menn. Það má síðan ekki gleyma að með Kiel í dag spila sem leikstjórnendur Króatinn Domagoj Duvnjak og Slóveninn Miha Zarabec. Aron Pálmarsson og Alexander Petersson eru markahæstir í íslenska liðinu með 14 mörk hvor en það dugar þeim í átjánda sæti markalistans. Því sæti deila þeir með átta öðrum leikmönnum.Markahæstu menn í riðlakeppni EM 2020: 1. Nikola Bilyk, Austurríki 28 2. Sander Sagosen, Noregi 27 2. Andy Schmid, Sviss 27 4. Kiril Lazarov, Norður-Makedóníu 27 4. Kay Smits, Hollandi 22 6. Dainis Kristopans, Lettlandi 21Flestar stoðsendingar í riðlakeppni EM 2020: 1. Nikola Bilyk, Austurríki 19 1. Sander Sagosen, Noregi 19 3. Kiril Lazarov, Norður-Makedóníu 17 4. Janko Bozovic, Austurríki 16 4. Gerald Zeiner, Austurríki 16 6. Andy Schmid, Sviss 15Flest mörk+stoðsendingar í riðlakeppni EM 2020: 1. Nikola Bilyk, Austurríki 47 2. Sander Sagosen, Noregi 46 3. Andy Schmid, Sviss 42 4. Kiril Lazarov, Norður-Makedóníu 39 5. Janko Bozovic, Austurríki 35 6. Dainis Kristopans, Lettlandi 34
EM 2020 í handbolta Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni