Leituðu ekki álits Persónuverndar á birtingu hluthafalista Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 20. júlí 2018 06:00 Kauphöllin hefur aðsetur við Laugaveg. Vísir Kauphöllin leitaði ekki álits Persónuverndar áður en ákveðið var að hætta að birta lista yfir tuttugu stærstu hluthafana í skráðum hlutafélögum. Forstjóri Kauphallarinnar segir að breyta þurfi lögum til að taka af allan vafa. Greint var frá ákvörðun Kauphallarinnar í Fréttablaðinu í gær en hún var tekin með hliðsjón af nýjum persónuverndarlögum. Í svari Persónuverndar við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að ekki hafi borist erindi frá Kauphöll Íslands með beiðni um álit á málinu. Persónuvernd bendir þó á að upplýsingarnar þurfi að falla undir gildissvið laganna og að í því felist að þær þurfi að lúta að hlutabréfaeign einstaklinga en ekki lögaðila.Sjá einnig: Nasdaq hættir að birta hluthafalista Í langflestum tilfellum eiga einstaklingar í skráðum hlutafélögum í gegnum einkahlutafélög og samkvæmt talningu Fréttablaðsins finnst enginn einstaklingur á hluthafalistunum sem félögin sjálf birta á heimasíðu sinni. Þá segir Persónuvernd að fyrrnefnd lagaákvæði séu að mestu leyti sama efnis og ákvæðin í eldri lögunum um persónuvernd. „Hefur stofnuninni ekki borist erindi frá Kauphöll Íslands með beiðni um álit á því hvort forsendur hafi breyst með hinum nýju lögum.“ Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í samtali við Fréttablaðið að oft sé einfalt að komast að því hverjir séu á bak við lögaðilann. Þá sé tryggast að breyta lögunum ef ætlunin er að heimila algjöra birtingu á hluthafalistum. „Ég held að það sé ólíklegt að fá nógu víðtækt og afgerandi svar frá Persónuvernd um heimild til birtingar á hluthafalistum. Ef vilji er fyrir hendi er langtryggast að breyta lögum um verðbréfaviðskipti og hlutafélög og heimila birtinguna þannig.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nasdaq hættir að birta hluthafalista Kauphöllin, Nasdaq Iceland, hefur ákveðið að hætta að birta og senda út lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í þeim hlutafélögum sem eru með hlutabréf sín í viðskiptum á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar. 19. júlí 2018 06:00 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Kauphöllin leitaði ekki álits Persónuverndar áður en ákveðið var að hætta að birta lista yfir tuttugu stærstu hluthafana í skráðum hlutafélögum. Forstjóri Kauphallarinnar segir að breyta þurfi lögum til að taka af allan vafa. Greint var frá ákvörðun Kauphallarinnar í Fréttablaðinu í gær en hún var tekin með hliðsjón af nýjum persónuverndarlögum. Í svari Persónuverndar við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að ekki hafi borist erindi frá Kauphöll Íslands með beiðni um álit á málinu. Persónuvernd bendir þó á að upplýsingarnar þurfi að falla undir gildissvið laganna og að í því felist að þær þurfi að lúta að hlutabréfaeign einstaklinga en ekki lögaðila.Sjá einnig: Nasdaq hættir að birta hluthafalista Í langflestum tilfellum eiga einstaklingar í skráðum hlutafélögum í gegnum einkahlutafélög og samkvæmt talningu Fréttablaðsins finnst enginn einstaklingur á hluthafalistunum sem félögin sjálf birta á heimasíðu sinni. Þá segir Persónuvernd að fyrrnefnd lagaákvæði séu að mestu leyti sama efnis og ákvæðin í eldri lögunum um persónuvernd. „Hefur stofnuninni ekki borist erindi frá Kauphöll Íslands með beiðni um álit á því hvort forsendur hafi breyst með hinum nýju lögum.“ Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í samtali við Fréttablaðið að oft sé einfalt að komast að því hverjir séu á bak við lögaðilann. Þá sé tryggast að breyta lögunum ef ætlunin er að heimila algjöra birtingu á hluthafalistum. „Ég held að það sé ólíklegt að fá nógu víðtækt og afgerandi svar frá Persónuvernd um heimild til birtingar á hluthafalistum. Ef vilji er fyrir hendi er langtryggast að breyta lögum um verðbréfaviðskipti og hlutafélög og heimila birtinguna þannig.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nasdaq hættir að birta hluthafalista Kauphöllin, Nasdaq Iceland, hefur ákveðið að hætta að birta og senda út lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í þeim hlutafélögum sem eru með hlutabréf sín í viðskiptum á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar. 19. júlí 2018 06:00 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Nasdaq hættir að birta hluthafalista Kauphöllin, Nasdaq Iceland, hefur ákveðið að hætta að birta og senda út lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í þeim hlutafélögum sem eru með hlutabréf sín í viðskiptum á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar. 19. júlí 2018 06:00