Álagning á dísilolíu hækkað um 157 prósent frá 2005 Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 31. mars 2014 14:38 Runólfur segir olíumarkaðinn á Íslandi bera mjög sterk einkenni einsleitni og ljóst að íslenski olíumarkaðurinn sé fákeppnismarkaður. Hann segir verðmun á milli dýrustu og ódýrustu stöðvanna aldrei vera meiri en 30 aura. VÍSIR/GVA Álagning á bensíni hækkaði um 116 prósent á hvern lítra frá árinu 2005 til ársins 2013. Álagning á lítra var 17,50 krónur árið 2005 en 37,90 árið 2013. Álagning á dísilolíu hækkaði um 157 prósent eða úr 15,30 krónum á lítra í 39,30 krónur frá árinu 2005 til 2013. Á sama tímabili hækkaði vísitala neysluverð um 69 prósent. Frá þessu er sagt í fréttablaði Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB). „Þetta sýnir að álagningin á bensín og dísilolíu hefur hækkað langt umfram þróun verðlags,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdarstjóri FÍB. Hann bætir við að hver króna í álagningu kosti neytendur um 440 milljónir króna á ári samkvæmt útreikningum FÍB.Aldrei meira en 30 aura munur á milli olíufélaga Runólfur segir olíumarkaðinn á Íslandi bera mjög sterk einkenni einsleitni og ljóst að íslenski olíumarkaðurinn sé fákeppnismarkaður. Hann segir verðmun á milli dýrustu og ódýrustu stöðvanna aldrei vera meiri en 30 aura. Sú breyting hafi orðið á markaðnum frá því á árinu 2005 að nú bjóði olíufélögin upp á sérstök vildarkjör. Til dæmis með dælulyklum og í tengslum við viðburði eða gengi Íslendinga í alþjóðlegum keppnum. Jafnvel með þeim tilboðum séu verðin þau sömu á milli olíufélaga. Það bendi til þess að samkeppnin á milli þeirra sé lítil. „Þetta er vísbending um að samkeppnin sé á vissan hátt mjög takmörkuð og þegar menn koma með nýja nálgun virðist það ekki vera til þess gert að lokka til sín nýja viðskiptavini heldur frekar að halda í sama fjölda viðskiptavina,“ segir Runólfur.Fylgjast þarf með álagningu á eldsneyti Eldsneyti sé mjög stór útgjaldaliður heimilanna og verð og álagning á eldsneyti sé því eitthvað sem fylgjast þurfi með. „Við bendum líka á nýlegar fréttir um stórar arðgreiðslur út úr stærri olíufélögunum. Sala á einu þessara stóru félaga skilaði verulegum arði til þeirra sem keyptu félagið eftir hrun,“ segir Runólfur. „Það er líka einkennilegt að markaðurinn er orðinn að svo stórum hluta i eigu lífeyrissjóða. Samkeppniseftirlitið hefur kallað eftir því að það þurfi að skoða sérstaklega og setja upp einhverjar reglur. Það hlýtur að hafa áhrif að eignarhald sé orðið það svipað á milli samkeppnisfélaga,“ segir hann.Styðjast við daglegt útsöluverð FÍB skráir daglega heimsmarkaðsverð á bensíni og dísilolíu og uppreiknar verðin með gengi íslensku krónunnar gagnvart bandarískum dollara. Þetta kostnaðarverð ásamt sköttum er dregið frá skráðu daglegu útsöluverði íslensku olíufélagana og þá kemur út álagning og flutningskostnaður á hvern lítra. Við útreikninga FÍB var stuðst við daglegt skráð útsöluverð í sjálfsafgreiðslu á 95 oktan bensíni og dísilolíu. Með því að uppfæra þessar tölur með vísitölu neysluverðs til verðlags í dag er hægt að fá sambærilegar viðmiðanir varðandi þróun álagningar, kostnað neytenda vegna álagningar og flutningskostnaðar á milli ára að því er fram kemur í frétt FÍB. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Álagning á bensíni hækkaði um 116 prósent á hvern lítra frá árinu 2005 til ársins 2013. Álagning á lítra var 17,50 krónur árið 2005 en 37,90 árið 2013. Álagning á dísilolíu hækkaði um 157 prósent eða úr 15,30 krónum á lítra í 39,30 krónur frá árinu 2005 til 2013. Á sama tímabili hækkaði vísitala neysluverð um 69 prósent. Frá þessu er sagt í fréttablaði Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB). „Þetta sýnir að álagningin á bensín og dísilolíu hefur hækkað langt umfram þróun verðlags,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdarstjóri FÍB. Hann bætir við að hver króna í álagningu kosti neytendur um 440 milljónir króna á ári samkvæmt útreikningum FÍB.Aldrei meira en 30 aura munur á milli olíufélaga Runólfur segir olíumarkaðinn á Íslandi bera mjög sterk einkenni einsleitni og ljóst að íslenski olíumarkaðurinn sé fákeppnismarkaður. Hann segir verðmun á milli dýrustu og ódýrustu stöðvanna aldrei vera meiri en 30 aura. Sú breyting hafi orðið á markaðnum frá því á árinu 2005 að nú bjóði olíufélögin upp á sérstök vildarkjör. Til dæmis með dælulyklum og í tengslum við viðburði eða gengi Íslendinga í alþjóðlegum keppnum. Jafnvel með þeim tilboðum séu verðin þau sömu á milli olíufélaga. Það bendi til þess að samkeppnin á milli þeirra sé lítil. „Þetta er vísbending um að samkeppnin sé á vissan hátt mjög takmörkuð og þegar menn koma með nýja nálgun virðist það ekki vera til þess gert að lokka til sín nýja viðskiptavini heldur frekar að halda í sama fjölda viðskiptavina,“ segir Runólfur.Fylgjast þarf með álagningu á eldsneyti Eldsneyti sé mjög stór útgjaldaliður heimilanna og verð og álagning á eldsneyti sé því eitthvað sem fylgjast þurfi með. „Við bendum líka á nýlegar fréttir um stórar arðgreiðslur út úr stærri olíufélögunum. Sala á einu þessara stóru félaga skilaði verulegum arði til þeirra sem keyptu félagið eftir hrun,“ segir Runólfur. „Það er líka einkennilegt að markaðurinn er orðinn að svo stórum hluta i eigu lífeyrissjóða. Samkeppniseftirlitið hefur kallað eftir því að það þurfi að skoða sérstaklega og setja upp einhverjar reglur. Það hlýtur að hafa áhrif að eignarhald sé orðið það svipað á milli samkeppnisfélaga,“ segir hann.Styðjast við daglegt útsöluverð FÍB skráir daglega heimsmarkaðsverð á bensíni og dísilolíu og uppreiknar verðin með gengi íslensku krónunnar gagnvart bandarískum dollara. Þetta kostnaðarverð ásamt sköttum er dregið frá skráðu daglegu útsöluverði íslensku olíufélagana og þá kemur út álagning og flutningskostnaður á hvern lítra. Við útreikninga FÍB var stuðst við daglegt skráð útsöluverð í sjálfsafgreiðslu á 95 oktan bensíni og dísilolíu. Með því að uppfæra þessar tölur með vísitölu neysluverðs til verðlags í dag er hægt að fá sambærilegar viðmiðanir varðandi þróun álagningar, kostnað neytenda vegna álagningar og flutningskostnaðar á milli ára að því er fram kemur í frétt FÍB.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira