Álagning á dísilolíu hækkað um 157 prósent frá 2005 Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 31. mars 2014 14:38 Runólfur segir olíumarkaðinn á Íslandi bera mjög sterk einkenni einsleitni og ljóst að íslenski olíumarkaðurinn sé fákeppnismarkaður. Hann segir verðmun á milli dýrustu og ódýrustu stöðvanna aldrei vera meiri en 30 aura. VÍSIR/GVA Álagning á bensíni hækkaði um 116 prósent á hvern lítra frá árinu 2005 til ársins 2013. Álagning á lítra var 17,50 krónur árið 2005 en 37,90 árið 2013. Álagning á dísilolíu hækkaði um 157 prósent eða úr 15,30 krónum á lítra í 39,30 krónur frá árinu 2005 til 2013. Á sama tímabili hækkaði vísitala neysluverð um 69 prósent. Frá þessu er sagt í fréttablaði Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB). „Þetta sýnir að álagningin á bensín og dísilolíu hefur hækkað langt umfram þróun verðlags,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdarstjóri FÍB. Hann bætir við að hver króna í álagningu kosti neytendur um 440 milljónir króna á ári samkvæmt útreikningum FÍB.Aldrei meira en 30 aura munur á milli olíufélaga Runólfur segir olíumarkaðinn á Íslandi bera mjög sterk einkenni einsleitni og ljóst að íslenski olíumarkaðurinn sé fákeppnismarkaður. Hann segir verðmun á milli dýrustu og ódýrustu stöðvanna aldrei vera meiri en 30 aura. Sú breyting hafi orðið á markaðnum frá því á árinu 2005 að nú bjóði olíufélögin upp á sérstök vildarkjör. Til dæmis með dælulyklum og í tengslum við viðburði eða gengi Íslendinga í alþjóðlegum keppnum. Jafnvel með þeim tilboðum séu verðin þau sömu á milli olíufélaga. Það bendi til þess að samkeppnin á milli þeirra sé lítil. „Þetta er vísbending um að samkeppnin sé á vissan hátt mjög takmörkuð og þegar menn koma með nýja nálgun virðist það ekki vera til þess gert að lokka til sín nýja viðskiptavini heldur frekar að halda í sama fjölda viðskiptavina,“ segir Runólfur.Fylgjast þarf með álagningu á eldsneyti Eldsneyti sé mjög stór útgjaldaliður heimilanna og verð og álagning á eldsneyti sé því eitthvað sem fylgjast þurfi með. „Við bendum líka á nýlegar fréttir um stórar arðgreiðslur út úr stærri olíufélögunum. Sala á einu þessara stóru félaga skilaði verulegum arði til þeirra sem keyptu félagið eftir hrun,“ segir Runólfur. „Það er líka einkennilegt að markaðurinn er orðinn að svo stórum hluta i eigu lífeyrissjóða. Samkeppniseftirlitið hefur kallað eftir því að það þurfi að skoða sérstaklega og setja upp einhverjar reglur. Það hlýtur að hafa áhrif að eignarhald sé orðið það svipað á milli samkeppnisfélaga,“ segir hann.Styðjast við daglegt útsöluverð FÍB skráir daglega heimsmarkaðsverð á bensíni og dísilolíu og uppreiknar verðin með gengi íslensku krónunnar gagnvart bandarískum dollara. Þetta kostnaðarverð ásamt sköttum er dregið frá skráðu daglegu útsöluverði íslensku olíufélagana og þá kemur út álagning og flutningskostnaður á hvern lítra. Við útreikninga FÍB var stuðst við daglegt skráð útsöluverð í sjálfsafgreiðslu á 95 oktan bensíni og dísilolíu. Með því að uppfæra þessar tölur með vísitölu neysluverðs til verðlags í dag er hægt að fá sambærilegar viðmiðanir varðandi þróun álagningar, kostnað neytenda vegna álagningar og flutningskostnaðar á milli ára að því er fram kemur í frétt FÍB. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Álagning á bensíni hækkaði um 116 prósent á hvern lítra frá árinu 2005 til ársins 2013. Álagning á lítra var 17,50 krónur árið 2005 en 37,90 árið 2013. Álagning á dísilolíu hækkaði um 157 prósent eða úr 15,30 krónum á lítra í 39,30 krónur frá árinu 2005 til 2013. Á sama tímabili hækkaði vísitala neysluverð um 69 prósent. Frá þessu er sagt í fréttablaði Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB). „Þetta sýnir að álagningin á bensín og dísilolíu hefur hækkað langt umfram þróun verðlags,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdarstjóri FÍB. Hann bætir við að hver króna í álagningu kosti neytendur um 440 milljónir króna á ári samkvæmt útreikningum FÍB.Aldrei meira en 30 aura munur á milli olíufélaga Runólfur segir olíumarkaðinn á Íslandi bera mjög sterk einkenni einsleitni og ljóst að íslenski olíumarkaðurinn sé fákeppnismarkaður. Hann segir verðmun á milli dýrustu og ódýrustu stöðvanna aldrei vera meiri en 30 aura. Sú breyting hafi orðið á markaðnum frá því á árinu 2005 að nú bjóði olíufélögin upp á sérstök vildarkjör. Til dæmis með dælulyklum og í tengslum við viðburði eða gengi Íslendinga í alþjóðlegum keppnum. Jafnvel með þeim tilboðum séu verðin þau sömu á milli olíufélaga. Það bendi til þess að samkeppnin á milli þeirra sé lítil. „Þetta er vísbending um að samkeppnin sé á vissan hátt mjög takmörkuð og þegar menn koma með nýja nálgun virðist það ekki vera til þess gert að lokka til sín nýja viðskiptavini heldur frekar að halda í sama fjölda viðskiptavina,“ segir Runólfur.Fylgjast þarf með álagningu á eldsneyti Eldsneyti sé mjög stór útgjaldaliður heimilanna og verð og álagning á eldsneyti sé því eitthvað sem fylgjast þurfi með. „Við bendum líka á nýlegar fréttir um stórar arðgreiðslur út úr stærri olíufélögunum. Sala á einu þessara stóru félaga skilaði verulegum arði til þeirra sem keyptu félagið eftir hrun,“ segir Runólfur. „Það er líka einkennilegt að markaðurinn er orðinn að svo stórum hluta i eigu lífeyrissjóða. Samkeppniseftirlitið hefur kallað eftir því að það þurfi að skoða sérstaklega og setja upp einhverjar reglur. Það hlýtur að hafa áhrif að eignarhald sé orðið það svipað á milli samkeppnisfélaga,“ segir hann.Styðjast við daglegt útsöluverð FÍB skráir daglega heimsmarkaðsverð á bensíni og dísilolíu og uppreiknar verðin með gengi íslensku krónunnar gagnvart bandarískum dollara. Þetta kostnaðarverð ásamt sköttum er dregið frá skráðu daglegu útsöluverði íslensku olíufélagana og þá kemur út álagning og flutningskostnaður á hvern lítra. Við útreikninga FÍB var stuðst við daglegt skráð útsöluverð í sjálfsafgreiðslu á 95 oktan bensíni og dísilolíu. Með því að uppfæra þessar tölur með vísitölu neysluverðs til verðlags í dag er hægt að fá sambærilegar viðmiðanir varðandi þróun álagningar, kostnað neytenda vegna álagningar og flutningskostnaðar á milli ára að því er fram kemur í frétt FÍB.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira