George Karl hraunar yfir Carmelo Anthony í nýrri bók Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2016 10:00 George Karl, fyrrum þjálfari í NBA-deildinni, er ekki mikill aðdáandi NBA-stjörnurnar Carmelo Anthony og Karl gagnrýnir fyrrum leikmann sinn harðlega í nýrri bók sinni. George Karl kallar Carmelo Anthony sjálfselskan og háðan sviðsljósinu. Karl hefur oftast talað vel um Carmelo Anthony en nú er heldur betur komið annað hljóð í skrokkinn. Carmelo Anthony spilaði í sex ár fyrir George Karl hjá Denver Nuggets en Anthony var alls í átta ár hjá Denver áður en honum var skipt til New York Knicks á 2010-11 tímabilinu. „Carmelo var algjör ráðgáta þessi sex ár sem ég hafði hann í mínu liði,“ skrifaði George Karl í bók sinni „Furious George" en blaðamaður New York Post komst yfir eintak af bókinni. „Hann var besti sóknarmaður sem ég hef þjálfað en um leið notaði hann fólk, var háður sviðsljósinu og mjög ósáttur þegar hann þurfti að deila sviðsljósinu með einhverjum,“ skrifaði Karl í bókina. Karl hefur einnig þjálfað Sacramento Kings, Cleveland Cavaliers, Golden State Warriors, Seattle Supersonics og Milwaukee Bucks á sínum ferli og hefur því mikla reynslu af stórstjörnum deildarinnar. „Hann gerði mig heldur betur reiðan þegar hann lagði sig ekki fram í varnarleiknum. Best fyrir þjálfarann er þegar besti leikmaðurinn er einnig leiðtogi liðsins. Carmelo lagði sig aðeins fram á öðrum enda vallarins og með því varð það ljós að hann gat aldrei verið leiðtogi Nuggets-liðsins þótt að hann vildi það sjálfur,“ sagði Karl. „Að þjálfa Carmelo Anthony þýddi að ég þurfti að vinna í því að finna leiðir í kringum lélegan varnarleik hans og reyna um leið að bæta upp fyrir lélegt hugarfar hans,“ skrifaði Karl. Carmelo Anthony vildi lítið segja um þessi ummæli þegar þau voru borin undir hann. Hann sló reyndar aðeins á létta strengi og sagðist ekki ætla að tjá sig fyrr en hann gæfi út sína bók. Nafnið á þeirri bók? „Stay Melo“ svaraði Carmelo Anthony í léttum tón. NBA Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
George Karl, fyrrum þjálfari í NBA-deildinni, er ekki mikill aðdáandi NBA-stjörnurnar Carmelo Anthony og Karl gagnrýnir fyrrum leikmann sinn harðlega í nýrri bók sinni. George Karl kallar Carmelo Anthony sjálfselskan og háðan sviðsljósinu. Karl hefur oftast talað vel um Carmelo Anthony en nú er heldur betur komið annað hljóð í skrokkinn. Carmelo Anthony spilaði í sex ár fyrir George Karl hjá Denver Nuggets en Anthony var alls í átta ár hjá Denver áður en honum var skipt til New York Knicks á 2010-11 tímabilinu. „Carmelo var algjör ráðgáta þessi sex ár sem ég hafði hann í mínu liði,“ skrifaði George Karl í bók sinni „Furious George" en blaðamaður New York Post komst yfir eintak af bókinni. „Hann var besti sóknarmaður sem ég hef þjálfað en um leið notaði hann fólk, var háður sviðsljósinu og mjög ósáttur þegar hann þurfti að deila sviðsljósinu með einhverjum,“ skrifaði Karl í bókina. Karl hefur einnig þjálfað Sacramento Kings, Cleveland Cavaliers, Golden State Warriors, Seattle Supersonics og Milwaukee Bucks á sínum ferli og hefur því mikla reynslu af stórstjörnum deildarinnar. „Hann gerði mig heldur betur reiðan þegar hann lagði sig ekki fram í varnarleiknum. Best fyrir þjálfarann er þegar besti leikmaðurinn er einnig leiðtogi liðsins. Carmelo lagði sig aðeins fram á öðrum enda vallarins og með því varð það ljós að hann gat aldrei verið leiðtogi Nuggets-liðsins þótt að hann vildi það sjálfur,“ sagði Karl. „Að þjálfa Carmelo Anthony þýddi að ég þurfti að vinna í því að finna leiðir í kringum lélegan varnarleik hans og reyna um leið að bæta upp fyrir lélegt hugarfar hans,“ skrifaði Karl. Carmelo Anthony vildi lítið segja um þessi ummæli þegar þau voru borin undir hann. Hann sló reyndar aðeins á létta strengi og sagðist ekki ætla að tjá sig fyrr en hann gæfi út sína bók. Nafnið á þeirri bók? „Stay Melo“ svaraði Carmelo Anthony í léttum tón.
NBA Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira