Fjórir milljarðar afskrifaðir hjá Brimborg Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. nóvember 2011 18:30 Bílaumboðið Brimborg fékk tæpa fjóra milljarða króna afskrifaða á síðasta ári án þess að gengið væri á hlutafé. Þar af var ríkisbankinn Landsbankinn með sjö hundruð milljónir. Samningar við birgja voru við núverandi hluthafa og því hefðu bankarnir séð fram á að missa umboð tækju þeir fyrirtækið yfir. Upplýsingar um skuldaniðurfellinguna koma fram í ársreikningi Brimborgar fyrir árið 2010, en fjárhæðin nemur 3,9 milljörðum króna. Skuldirnar sem afskrifaðar voru hjá nema 58 prósentum af heildarskuldum fyrirtækisins, en forstjóri Brimborgar segir að þetta hlutfall sé lægra en hlutfall skuldaniðurfellingar hjá þeim fyrirtækjum sem hafa farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. „Við erum að semja við sjö kröfuhafa sem telja þetta bestu leiðina. Samhliða þessu er 200 milljóna króna eigið fé frá eigendum, sem eru í raun með alla samninga við erlenda birgja sem eru tólf talsins," segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Hann segir að í samningum við kröfuhafa fyrirtækisins, sem eru ýmist bankar og eignaleigufyrirtæki, sé gert ráð fyrir að ef vel gangi í rekstri Brimborgar muni þetta hlutfall lækka. „Og ég yrði ekkert hissa ef við myndum enda í kringum fimmtíu prósent," segir Egill. Egill vísar einnig í skýrslu eftirlitsnefndar um endurskipulagningu fyrirtækja, en þar hafi komið fram að meðalafskrift niðurfellinga hafi numið 73 prósentum, eða 15 prósentum hærra en hjá Brimborg. En þegar fjórir milljarðar króna eru afskrifaðir án þess að kröfuhafar gangi á hlutafé, þýðir það ekki á mannamáli að það sé verið að gefa peninga? „Nei." Hvernig rökstyðurðu það, ef það kemur engin eign á móti til kröfuhafa. Það er bara afskrifað? „Það kemur eigið fé (frá eigendum Brimborgar innsk.blm) upp á 200 milljónir. Það er líka búið að staðfesta að lánin eru ekki eins mikils virði og þau voru í upphafi. Það er búið að afskrifa þau. Fyrir kröfuhafana er þetta einmitt besta leiðin í þessu tilviki því meiri líkur en minni eru á að það sem eftir situr verði borgað." Samningar Brimborgar við birgja, eins og Volvo, Ford og fleiri, voru þess eðlis að það var bönkunum óhagstætt að taka fyrirtækið yfir. „Samningarnir byggja á þáverandi hluthöfum og lykilstjórnendum," segir Egill. Þannig að bankarnir hefðu þá setið uppi með vörubirgðir en enga samninga við birgja hefðu þeir tekið fyrirtækið yfir? „Já, til dæmis." Á mannamáli þýðir þetta að eigendur Brimborgar hefðu getað gengið út og stofnað nýtt fyrirtæki, með sömu birgjum, hefðu kröfuhafar tekið Brimborg yfir. Um svipað fyrirkomulag er að ræða og er við lýði hjá öðrum bílaumboðum, eins og Heklu og Toyota. Egill segist nýlega hafa endurnýjað samninga við tvo birgja og þar sé enn skýrar tekið fram að samningarnir séu við núverandi hluthafa Brimborgar og lykilstjórnendur. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Bílaumboðið Brimborg fékk tæpa fjóra milljarða króna afskrifaða á síðasta ári án þess að gengið væri á hlutafé. Þar af var ríkisbankinn Landsbankinn með sjö hundruð milljónir. Samningar við birgja voru við núverandi hluthafa og því hefðu bankarnir séð fram á að missa umboð tækju þeir fyrirtækið yfir. Upplýsingar um skuldaniðurfellinguna koma fram í ársreikningi Brimborgar fyrir árið 2010, en fjárhæðin nemur 3,9 milljörðum króna. Skuldirnar sem afskrifaðar voru hjá nema 58 prósentum af heildarskuldum fyrirtækisins, en forstjóri Brimborgar segir að þetta hlutfall sé lægra en hlutfall skuldaniðurfellingar hjá þeim fyrirtækjum sem hafa farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. „Við erum að semja við sjö kröfuhafa sem telja þetta bestu leiðina. Samhliða þessu er 200 milljóna króna eigið fé frá eigendum, sem eru í raun með alla samninga við erlenda birgja sem eru tólf talsins," segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Hann segir að í samningum við kröfuhafa fyrirtækisins, sem eru ýmist bankar og eignaleigufyrirtæki, sé gert ráð fyrir að ef vel gangi í rekstri Brimborgar muni þetta hlutfall lækka. „Og ég yrði ekkert hissa ef við myndum enda í kringum fimmtíu prósent," segir Egill. Egill vísar einnig í skýrslu eftirlitsnefndar um endurskipulagningu fyrirtækja, en þar hafi komið fram að meðalafskrift niðurfellinga hafi numið 73 prósentum, eða 15 prósentum hærra en hjá Brimborg. En þegar fjórir milljarðar króna eru afskrifaðir án þess að kröfuhafar gangi á hlutafé, þýðir það ekki á mannamáli að það sé verið að gefa peninga? „Nei." Hvernig rökstyðurðu það, ef það kemur engin eign á móti til kröfuhafa. Það er bara afskrifað? „Það kemur eigið fé (frá eigendum Brimborgar innsk.blm) upp á 200 milljónir. Það er líka búið að staðfesta að lánin eru ekki eins mikils virði og þau voru í upphafi. Það er búið að afskrifa þau. Fyrir kröfuhafana er þetta einmitt besta leiðin í þessu tilviki því meiri líkur en minni eru á að það sem eftir situr verði borgað." Samningar Brimborgar við birgja, eins og Volvo, Ford og fleiri, voru þess eðlis að það var bönkunum óhagstætt að taka fyrirtækið yfir. „Samningarnir byggja á þáverandi hluthöfum og lykilstjórnendum," segir Egill. Þannig að bankarnir hefðu þá setið uppi með vörubirgðir en enga samninga við birgja hefðu þeir tekið fyrirtækið yfir? „Já, til dæmis." Á mannamáli þýðir þetta að eigendur Brimborgar hefðu getað gengið út og stofnað nýtt fyrirtæki, með sömu birgjum, hefðu kröfuhafar tekið Brimborg yfir. Um svipað fyrirkomulag er að ræða og er við lýði hjá öðrum bílaumboðum, eins og Heklu og Toyota. Egill segist nýlega hafa endurnýjað samninga við tvo birgja og þar sé enn skýrar tekið fram að samningarnir séu við núverandi hluthafa Brimborgar og lykilstjórnendur. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira