Óvissan mikil en engar uppsagnir hjá Bláa Lóninu Andri Eysteinsson skrifar 30. apríl 2020 22:20 Staða Bláa Lónsins er erfið. Vísir/Vilhelm Bláa Lónið einn þekktasti ferðamannastaður landsins stendur frammi fyrir tvenns konar óvissu vegna samkomubanns og gagns mála í flugsamgöngum heimsins. Staðan sé alvarleg en þó verði ekki ráðist í frekari uppsagnir fyrir þessi mánaðamót. „Bláa Lónið stendur frammi fyrir tvenns konar óvissu; annars vegar hvenær megi hefja aftur rekstur en þrátt fyrir að dregið verði úr takmörkunum nú eftir helgi ber okkur enn að hafa starfsemi okkar lokaða, og svo hvenær flug kemst aftur í eðlilegt horf og hvernig ferðabanni verði aflétt,“ segir í svari Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra hjá Bláa Lóninu, við fyrirspurn fréttastofu. Helga Árnadóttir var framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar áður en hún tók til starfa hjá Bláa lóninu árið 2018. Bláa Lónið hefur verið lokað frá því að hert samkomubann tók gildi 23. mars síðastliðinn og verður ekki opnað að nýju fyrr í byrjun júní að minnsta kosti. Ekki liggur fyrir hvenær opnað verður að nýju en stjórn Bláa Lónsins segist rýna í stöðuna daglega varðandi þau mál sem snúa að rekstri Bláa Lónsins og framtíð þess. „Við höfum þegar stígið ákveðin skref þar sem við fórum í sársaukafullar aðgerðir um síðustu mánaðamót til að mæta stöðunni eins og hún leit þá út. Óvissan er enn gríðarlega mikil og staðan grafalvarleg, við erum því að skoða mismunandi sviðsmyndir og munum halda þeirri vinnu áfram í maí m.a. hvað varðar hvenær og með hvaða hætti við getum brugðist við og mögulega opnað aftur,“ segir Helga. Grímur Sæmundsen er forstjóri Bláa lónsins og stærsti hluthafi. Hann hefur fengið um milljarð króna í arðgreiðslur undanfarin þrjú ár. Hagnaður Bláa lónsins árið 2018 var 3,7 milljarðar króna. Ársreikningur fyrir árið í fyrra hefur ekki verið birtur. Fram kom í umfjöllun Stundarinnar í mars að uppsöfnuð arðgreiðsla eigenda Bláa lónsins frá árinu 2012-2019 næmi 12,3 milljörðum króna. Þann 26. maí var 164 af 764 starfsmönnum fyrirtækisins sagt upp og áætlað var að stærsti hluti þeirra starfsmanna sem eftir stóðu yrði boðið að nýta sér hlutabótaleið yfirvalda. Talsvert hefur verið um hópuppsagnir síðustu daga en staðan í ferðaþjónustu landsins er svört. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar greindi frá því í Reykjavík síðdegis í dag að Vinnumálastofnun hafi í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn. Grindavík Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Bláa lónið Tengdar fréttir Loka Bláa lóninu fram í maí Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að loka Bláa lóninu tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2020 10:51 Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Bláa Lónið einn þekktasti ferðamannastaður landsins stendur frammi fyrir tvenns konar óvissu vegna samkomubanns og gagns mála í flugsamgöngum heimsins. Staðan sé alvarleg en þó verði ekki ráðist í frekari uppsagnir fyrir þessi mánaðamót. „Bláa Lónið stendur frammi fyrir tvenns konar óvissu; annars vegar hvenær megi hefja aftur rekstur en þrátt fyrir að dregið verði úr takmörkunum nú eftir helgi ber okkur enn að hafa starfsemi okkar lokaða, og svo hvenær flug kemst aftur í eðlilegt horf og hvernig ferðabanni verði aflétt,“ segir í svari Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra hjá Bláa Lóninu, við fyrirspurn fréttastofu. Helga Árnadóttir var framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar áður en hún tók til starfa hjá Bláa lóninu árið 2018. Bláa Lónið hefur verið lokað frá því að hert samkomubann tók gildi 23. mars síðastliðinn og verður ekki opnað að nýju fyrr í byrjun júní að minnsta kosti. Ekki liggur fyrir hvenær opnað verður að nýju en stjórn Bláa Lónsins segist rýna í stöðuna daglega varðandi þau mál sem snúa að rekstri Bláa Lónsins og framtíð þess. „Við höfum þegar stígið ákveðin skref þar sem við fórum í sársaukafullar aðgerðir um síðustu mánaðamót til að mæta stöðunni eins og hún leit þá út. Óvissan er enn gríðarlega mikil og staðan grafalvarleg, við erum því að skoða mismunandi sviðsmyndir og munum halda þeirri vinnu áfram í maí m.a. hvað varðar hvenær og með hvaða hætti við getum brugðist við og mögulega opnað aftur,“ segir Helga. Grímur Sæmundsen er forstjóri Bláa lónsins og stærsti hluthafi. Hann hefur fengið um milljarð króna í arðgreiðslur undanfarin þrjú ár. Hagnaður Bláa lónsins árið 2018 var 3,7 milljarðar króna. Ársreikningur fyrir árið í fyrra hefur ekki verið birtur. Fram kom í umfjöllun Stundarinnar í mars að uppsöfnuð arðgreiðsla eigenda Bláa lónsins frá árinu 2012-2019 næmi 12,3 milljörðum króna. Þann 26. maí var 164 af 764 starfsmönnum fyrirtækisins sagt upp og áætlað var að stærsti hluti þeirra starfsmanna sem eftir stóðu yrði boðið að nýta sér hlutabótaleið yfirvalda. Talsvert hefur verið um hópuppsagnir síðustu daga en staðan í ferðaþjónustu landsins er svört. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar greindi frá því í Reykjavík síðdegis í dag að Vinnumálastofnun hafi í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn.
Grindavík Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Bláa lónið Tengdar fréttir Loka Bláa lóninu fram í maí Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að loka Bláa lóninu tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2020 10:51 Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Loka Bláa lóninu fram í maí Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að loka Bláa lóninu tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2020 10:51