Skjóta á sænska Toppinn og segja Kristal eins íslenskan og íslenskir drykkir verða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2020 17:55 Ölgerðin framleiðir sódavatnið Kristal. ölgerðin Ölgerðin, sem framleiðir sódavatnið Kristal, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að sá drykkur sé eins íslenskur og íslenskir drykkir verða. Fyrirtækið hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir um drykkinn eftir að greint var frá því í fjölmiðlum í dag að sódavatnið Toppur, sem Vífilfell framleiðir, komi frá Svíþjóð. Kveðst Ölgerðin ekki sækja vatnið sitt yfir lækinn og að í raun sé langstærsti hluti drykkjarvara sem Ölgerðin selur íslensk framleiðsla „með íslenskum hráefnum þar sem íslenska vatnið spilar lykilhlutverk, enda leitun að betra vatni. Þannig vita flestir að íslensku vörumerkin okkar eru að sjálfsögðu framleidd hér á landi, eins og Egils Appelsín, Kristall og Floridana safar, en kannski vita færri að drykkir á borð við þá sem koma frá PepsiCo og Carlsberg eru líka íslensk framleiðsla, framleiddir í samstarfi við birgja okkar. Strangar gæðakröfur eru gerðar frá þessum aðilum og auðvelt er að sjá hvaða vörur eru framleiddar hér á landi,“ segir í Facebook-færslu Ölgerðarinnar. Fyrirtækið ætli að halda áfram að efla framleiðsluna hérlendis enda sé það „betra fyrir umhverfið að framleiða vörur heima og neytendur geta treyst því að í vörunni sé íslenskt hráefni. Það er líka betra fyrir atvinnulífið og samfélagið. Okkar bjargfasta trú er að neytendur geri auknar kröfur um rekjanleika, að vita hvaðan varan kemur og hvað í henni er. Hjá okkur liggur það hreinlega fyrir.“ Færslu Ölgerðarinnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Neytendur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Ölgerðin, sem framleiðir sódavatnið Kristal, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að sá drykkur sé eins íslenskur og íslenskir drykkir verða. Fyrirtækið hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir um drykkinn eftir að greint var frá því í fjölmiðlum í dag að sódavatnið Toppur, sem Vífilfell framleiðir, komi frá Svíþjóð. Kveðst Ölgerðin ekki sækja vatnið sitt yfir lækinn og að í raun sé langstærsti hluti drykkjarvara sem Ölgerðin selur íslensk framleiðsla „með íslenskum hráefnum þar sem íslenska vatnið spilar lykilhlutverk, enda leitun að betra vatni. Þannig vita flestir að íslensku vörumerkin okkar eru að sjálfsögðu framleidd hér á landi, eins og Egils Appelsín, Kristall og Floridana safar, en kannski vita færri að drykkir á borð við þá sem koma frá PepsiCo og Carlsberg eru líka íslensk framleiðsla, framleiddir í samstarfi við birgja okkar. Strangar gæðakröfur eru gerðar frá þessum aðilum og auðvelt er að sjá hvaða vörur eru framleiddar hér á landi,“ segir í Facebook-færslu Ölgerðarinnar. Fyrirtækið ætli að halda áfram að efla framleiðsluna hérlendis enda sé það „betra fyrir umhverfið að framleiða vörur heima og neytendur geta treyst því að í vörunni sé íslenskt hráefni. Það er líka betra fyrir atvinnulífið og samfélagið. Okkar bjargfasta trú er að neytendur geri auknar kröfur um rekjanleika, að vita hvaðan varan kemur og hvað í henni er. Hjá okkur liggur það hreinlega fyrir.“ Færslu Ölgerðarinnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Neytendur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira