Viðskipti innlent

Vísitala neysluverðs hækkaði um hálft prósent

Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa
Svo virðist sem það séu aðallega gengisáhrif sem eru að koma fyrr og sterkar fram í verðbólgunni en sérfræðingarnir áttu von á.
Svo virðist sem það séu aðallega gengisáhrif sem eru að koma fyrr og sterkar fram í verðbólgunni en sérfræðingarnir áttu von á. Vísir/Vilhelm

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48 prósent milli mánaða í apríl og mælist verðbólga nú 2,2 prósent samanborið við 2,1 prósent í mars. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem birt var í morgun þar sem ennfremur segir að vísitala neysluverðs án húsnæðis hafi hækkað um 0,57 prósent milli mánaða og mælist verðbólga 1,9 prósent á þann mælikvarða.

Landsbankamenn segja mælinguna hafa komið verulega á óvart en opinberar spár gerðu ráð fyrir mun minni hækkun og Landsbankinn hafði spáð hækkun upp á 0.1 prósentustig.

Í hagsjánni segir að, enginn einn liður skýri muninn á spá bankans og endanlegri tölu, heldur hafi næstum allir undirliðir hækkað umfram væntingar. Því virðist sem það séu aðallega gengisáhrif sem eru að koma fyrr og sterkar fram í verðbólgunni en sérfræðingarnir áttu von á.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×