Óvenjumikil veiði og friður fyrir hval Svavar Hávarðsson skrifar 24. febrúar 2017 07:00 „Maður hefur kannski einu sinni áður á áratugalangri starfsævi fengið eitt kast sem var ellefu hundruð tonn, eða eitthvað slíkt. Núna eru fleiri, fleiri bátar að rykkja þessu upp sama daginn,“ segir Ólafur Einarsson, skipstjóri á Heimaey VE – 1, skipi Ísfélags Vestmannaeyja, um atganginn á loðnumiðunum í vikunni. Eins og komið hefur fram hefur verið mokveiði á loðnumiðunum hjá öllum flotanum frá því að veiðar hófust á mánudag. Það er miklu meira að sjá af loðnu en verið hefur undanfarin ár – og horfa menn reyndar nokkuð langt aftur til að finna hliðstæðu. Eru dæmi um að skip hafi fengið 1.500 tonn í kasti, sem er hreint út sagt ævintýraleg veiði. Ólafur, en Heimaey lá við bryggju eftir sína aðra löndun á vertíðinni þegar Fréttablaðið hafði samband í gærdag, segir að útlitið hafi verið virkilega gott í vikunni. „Þetta er búið að vera miklu öflugra en síðustu vertíðir. Það eru miklu þéttari lóðningar og svo er mun minna en var í fyrra af hval – hann hefur nóg að éta einhvers staðar annars staðar, væntanlega loðnu fyrir austan og norðan land,“ segir Ólafur. Sú kenning hefur verið nefnd við Fréttablaðið að það skipti máli að ekkert af þeirri loðnu sem norsku skipin tóku, eitthvað um 60.000 tonn, var tekið í flottroll – en kenningin er að það splundri loðnutorfunni að draga ítrekað í gegnum hana með stórum flottrollum. „Það er ómögulegt að segja nokkuð um það. Það kunna einhverjir er skipta máli að halda það, en það eru hreinar getgátur,“ segir Ólafur sem telur það líka ómögulegt að meta hvort hrygningargangan sé stærri en mælingar Hafrannsóknastofnunar gerðu ráð fyrir í byrjun mánaðar. Ólafur var á leið á miðin í gær, og ætlaði að reyna að ná „einhverju áður en brælir“, en veðurspáin fyrir loðnumiðin er afleit. Sagan kennir að aðstæður til veiða gætu verið aðrar þegar gefur á sjó aftur, en Ólafur játar því að veðrið hefur gríðarlega mikið að segja um hvernig gengur á loðnuvertíðinni á næstu vikum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira
„Maður hefur kannski einu sinni áður á áratugalangri starfsævi fengið eitt kast sem var ellefu hundruð tonn, eða eitthvað slíkt. Núna eru fleiri, fleiri bátar að rykkja þessu upp sama daginn,“ segir Ólafur Einarsson, skipstjóri á Heimaey VE – 1, skipi Ísfélags Vestmannaeyja, um atganginn á loðnumiðunum í vikunni. Eins og komið hefur fram hefur verið mokveiði á loðnumiðunum hjá öllum flotanum frá því að veiðar hófust á mánudag. Það er miklu meira að sjá af loðnu en verið hefur undanfarin ár – og horfa menn reyndar nokkuð langt aftur til að finna hliðstæðu. Eru dæmi um að skip hafi fengið 1.500 tonn í kasti, sem er hreint út sagt ævintýraleg veiði. Ólafur, en Heimaey lá við bryggju eftir sína aðra löndun á vertíðinni þegar Fréttablaðið hafði samband í gærdag, segir að útlitið hafi verið virkilega gott í vikunni. „Þetta er búið að vera miklu öflugra en síðustu vertíðir. Það eru miklu þéttari lóðningar og svo er mun minna en var í fyrra af hval – hann hefur nóg að éta einhvers staðar annars staðar, væntanlega loðnu fyrir austan og norðan land,“ segir Ólafur. Sú kenning hefur verið nefnd við Fréttablaðið að það skipti máli að ekkert af þeirri loðnu sem norsku skipin tóku, eitthvað um 60.000 tonn, var tekið í flottroll – en kenningin er að það splundri loðnutorfunni að draga ítrekað í gegnum hana með stórum flottrollum. „Það er ómögulegt að segja nokkuð um það. Það kunna einhverjir er skipta máli að halda það, en það eru hreinar getgátur,“ segir Ólafur sem telur það líka ómögulegt að meta hvort hrygningargangan sé stærri en mælingar Hafrannsóknastofnunar gerðu ráð fyrir í byrjun mánaðar. Ólafur var á leið á miðin í gær, og ætlaði að reyna að ná „einhverju áður en brælir“, en veðurspáin fyrir loðnumiðin er afleit. Sagan kennir að aðstæður til veiða gætu verið aðrar þegar gefur á sjó aftur, en Ólafur játar því að veðrið hefur gríðarlega mikið að segja um hvernig gengur á loðnuvertíðinni á næstu vikum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira