Logi brjálaður út í Daníel: Neitaði landsliðskallinu og missti því af HM Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 13:30 Logi Geirsson s2 sport Logi Geirsson sagði Daníel Frey Andrésson, markmann Vals í Olísdeild karla, hafa neitað að mæta í landsliðsverkefni með íslenska karlalandsliðinu á milli jóla og nýárs. Daníel hefði farið á HM í Þýskalandi og Danmörku hefði hann mætt í þetta verkefni að mati Loga. Seinni bylgjan mætti aftur á sjónvarpsskjáinn í gærkvöldi eftir langt frí vegna HM í handbolta. Logi Geirsson og Jóhann Gunnar Einarsson voru sérfræðingar Tómasar Þórs Þórðarsonar. „Ég er rosalega ósáttur með Daníel Frey Andrésson. Ég er búinn að vera sá maður sem er búinn að tala hvað mest fyrir því að hann sé besti maðurinn í deildinni og eigi að vera í landsliðinu og svona,“ sagði Logi. „Hann fékk kallið núna á milli jóla og nýárs frá landsliðinu en neitaði að mæta afþví hann var í Svíþjóð og vildi vera með kærustunni sinni.“ „Hann hefði spilað á HM. Ég er brjálaður út í hann.“Daníel Freyr Andrésson ver mark Valsvísir/vilhelm„Þetta finnst mér „unprofessional“, ég er brjálaður út í hann og hrósa honum ekki meir í þáttunum það sem eftir er.“ Tómas Þór benti á það að þannig varð það einmitt að sá leikmaður sem var kallaður inn í landsliðshópinn á milli jóla og nýárs, Ágúst Elí Björgvinsson, var sá sem fór á HM ásamt Björgvini Páli Gústavssyni. „Já, ég er að segja það, hann [Daníel] hefði farið.“ „Ég er búinn að vera í þrjú ár að bíða eftir þessu, hann er akkúrat gaurinn sem hefði komið og orðið Bjöggi í Peking, þess vegna er ég brjálaður út í hann.“ Logi bakkaði aðeins með orð sín að hann ætlaði aldrei að hrósa honum aftur en það var ekki að sjá að hann myndi taka Valsmanninn aftur í sátt á næstu dögum. Eldræðu Loga má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Logi segir Daníel hafa neitað landsliðinu Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
Logi Geirsson sagði Daníel Frey Andrésson, markmann Vals í Olísdeild karla, hafa neitað að mæta í landsliðsverkefni með íslenska karlalandsliðinu á milli jóla og nýárs. Daníel hefði farið á HM í Þýskalandi og Danmörku hefði hann mætt í þetta verkefni að mati Loga. Seinni bylgjan mætti aftur á sjónvarpsskjáinn í gærkvöldi eftir langt frí vegna HM í handbolta. Logi Geirsson og Jóhann Gunnar Einarsson voru sérfræðingar Tómasar Þórs Þórðarsonar. „Ég er rosalega ósáttur með Daníel Frey Andrésson. Ég er búinn að vera sá maður sem er búinn að tala hvað mest fyrir því að hann sé besti maðurinn í deildinni og eigi að vera í landsliðinu og svona,“ sagði Logi. „Hann fékk kallið núna á milli jóla og nýárs frá landsliðinu en neitaði að mæta afþví hann var í Svíþjóð og vildi vera með kærustunni sinni.“ „Hann hefði spilað á HM. Ég er brjálaður út í hann.“Daníel Freyr Andrésson ver mark Valsvísir/vilhelm„Þetta finnst mér „unprofessional“, ég er brjálaður út í hann og hrósa honum ekki meir í þáttunum það sem eftir er.“ Tómas Þór benti á það að þannig varð það einmitt að sá leikmaður sem var kallaður inn í landsliðshópinn á milli jóla og nýárs, Ágúst Elí Björgvinsson, var sá sem fór á HM ásamt Björgvini Páli Gústavssyni. „Já, ég er að segja það, hann [Daníel] hefði farið.“ „Ég er búinn að vera í þrjú ár að bíða eftir þessu, hann er akkúrat gaurinn sem hefði komið og orðið Bjöggi í Peking, þess vegna er ég brjálaður út í hann.“ Logi bakkaði aðeins með orð sín að hann ætlaði aldrei að hrósa honum aftur en það var ekki að sjá að hann myndi taka Valsmanninn aftur í sátt á næstu dögum. Eldræðu Loga má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Logi segir Daníel hafa neitað landsliðinu
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira