Innlent

Tannhirða ungs fólks misjöfn

Rúmur þriðjungur fólks á aldrinum 19 til 24 ára fer sjaldan til tannlæknis, meðan 60,8 prósent fara árlega, að því er fram kemur í könnun Tannlækningastofnunar Háskólans. 2,1 prósent segjast hins vegar aldrei heimsækja tannlækninn. Tæp 10 prósent sögðust síðast hafa farið til tannlæknis vegna boðunar í skoðun, en rúm 8 prósent fóru vegna verkja, eymsla eða óþæginda. Athygli vekur að sama hlutfall og segist aldri fara til tannlæknis, 2,1 prósent, segist sjaldan bursta tennurnar. Rúm 58 prósent bursta hins vegar daglega og tæp 40 prósent bursta oft á dag, eftir hverja máltíð. Rúmur helmingur aðspurðra var óánægður með tannlæknaþjónustu síðustu 10 ár og var ástæðan helst sú að hún væri of dýr, en 45,3 prósent báru því við. Aðeins 1,5 prósent kvörtuðu yfir því að erfitt væri að fá tíma hjá tannlækni og 0,9 prósent yfir því að of langt væri til tannlæknis eða enginn slíkur á svæðinu. Könnunin var gerð árið 2000 með pósti og er liður í úttektinni Breytingar á tannheilsu Íslendinga 1985 til 2000.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×