Öll starfskjör til skoðunar 9. ágúst 2012 06:00 Stefnt er að því að ríkissjóður hefji á ný sérstakar aukagreiðslur vegna B-deildar LSR á næstunni. Greiðslurnar munu sennilega nema fjölda milljarða á ári. Þá hefur FME lagt til að iðgjöld launagreiðenda vegna sjóðsfélaga í A-deild sjóðsins verði hækkuð um ríflega fjórðung.Fréttablaðið/Vilhelm Starfshópur fjármálaráðuneytisins um málefni Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) stefnir að því að ljúka vinnu fyrir 1. október. Gunnar Björnsson, skrifstofustjóri í ráðuneytinu og formaður hópsins, segir koma til greina að breyta launakjörum samhliða breytingum á lífeyrisréttindum. Starfshópurinn var skipaður í mars á síðasta ári. Hann á að yfirfara stöðu LSR og leggja til lausnir á fjárhagsvanda sjóðsins. Starfshópnum voru ekki sett nein formleg tímamörk við vinnuna en hins vegar þarf stjórn LSR að taka ákvörðun um mögulegar breytingar á iðgjaldi fyrir 1. október. Því stefnir starfshópurinn að því að ljúka vinnu sinni fyrir þann tíma. „Það eru allir sammála um að það þarf að gera breytingar. Stóra spurningin er hvaða breytingar. Það gildir vitaskuld um þetta eins og margt að því fyrr sem menn komast að niðurstöðu, því betra,“ segir Gunnar og heldur áfram: „Við þurfum meðal annars að horfa til þess að hagsmunir opinberra starfsmanna eru ekki alltaf hinir sömu. Það sem hentar sumum getur skaðað aðra og því er þetta visst púsluspil.“ Þess vegna segir Gunnar að starfshópurinn hafi verið sammála um að líta til starfskjara opinberra starfsmanna í víðu samhengi. „Það er hægt að ímynda sér að gegn breytingum á lífeyrisréttindaávinnslu verði launakjörum breytt. Það er ein leið og það er held ég betra að skoða málið svona fremur en að binda okkur við breytingar á réttindum,“ segir Gunnar. Erfið fjárhagsstaða LSR hefur legið fyrir lengi. Samanlagt vantar A- og B-deildir LSR um 430 milljarða króna til þess að geta staðið við skuldbindingar sínar. Þar af eru 373 milljarðar vegna B-deildar. Hrein eign sjóðsins er aftur á móti tæplega 380 milljarðar. Til að vinna á halla A-deildar hefur stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) beint þeim tilmælum til stjórnar LSR að iðgjald launagreiðenda verði hækkað um fjögur prósentustig, úr 15,5% í 19,5%. Þá hefur FME einnig hvatt almennt til þess að dregið verði úr halla í lífeyriskerfinu með því að hækka iðgjöld, skerða réttindi sjóðsfélaga eða hækka lífeyrisaldur. Stjórn LSR hefur hingað til ekki viljað hækka iðgjöld en vænta má að það verði tekið til alvarlegrar skoðunar telji starfshópurinn það nauðsynlegt. Til að fara megi að hinum tillögum FME þarf hins vegar að breyta lögum. Til að bregðast við vanda B-deildar mun ríkissjóður hefja sérstakar aukagreiðslur til sjóðsins svo fljótt sem aðstæður ríkissjóðs leyfa. Var þannig komist að orði í svari Steingríms J. Sigfússonar, þáverandi fjármálaráðherra, við fyrirspurn um stöðu LSR á þingi þann 9. janúar síðastliðinn. Þá kom fram í svarinu að B-deild LSR færi í þrot árið 2025 berist engar frekari aukagreiðslur. Ef hins vegar væri gert ráð fyrir að ríkissjóður greiddi jafna fjárhæð frá og með árinu 2012 þá yrði sú greiðsla að nema 7,8 milljörðum á ári í fjörutíu ár til að rétta af halla sjóðsins. „Eðlilega erum við líka að skoða stöðu B-deildar. Við viljum svara því hvernig greiða megi niður hallann og jafnframt viljum við útbúa greiðsluáætlun,“ segir Gunnar. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Starfshópur fjármálaráðuneytisins um málefni Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) stefnir að því að ljúka vinnu fyrir 1. október. Gunnar Björnsson, skrifstofustjóri í ráðuneytinu og formaður hópsins, segir koma til greina að breyta launakjörum samhliða breytingum á lífeyrisréttindum. Starfshópurinn var skipaður í mars á síðasta ári. Hann á að yfirfara stöðu LSR og leggja til lausnir á fjárhagsvanda sjóðsins. Starfshópnum voru ekki sett nein formleg tímamörk við vinnuna en hins vegar þarf stjórn LSR að taka ákvörðun um mögulegar breytingar á iðgjaldi fyrir 1. október. Því stefnir starfshópurinn að því að ljúka vinnu sinni fyrir þann tíma. „Það eru allir sammála um að það þarf að gera breytingar. Stóra spurningin er hvaða breytingar. Það gildir vitaskuld um þetta eins og margt að því fyrr sem menn komast að niðurstöðu, því betra,“ segir Gunnar og heldur áfram: „Við þurfum meðal annars að horfa til þess að hagsmunir opinberra starfsmanna eru ekki alltaf hinir sömu. Það sem hentar sumum getur skaðað aðra og því er þetta visst púsluspil.“ Þess vegna segir Gunnar að starfshópurinn hafi verið sammála um að líta til starfskjara opinberra starfsmanna í víðu samhengi. „Það er hægt að ímynda sér að gegn breytingum á lífeyrisréttindaávinnslu verði launakjörum breytt. Það er ein leið og það er held ég betra að skoða málið svona fremur en að binda okkur við breytingar á réttindum,“ segir Gunnar. Erfið fjárhagsstaða LSR hefur legið fyrir lengi. Samanlagt vantar A- og B-deildir LSR um 430 milljarða króna til þess að geta staðið við skuldbindingar sínar. Þar af eru 373 milljarðar vegna B-deildar. Hrein eign sjóðsins er aftur á móti tæplega 380 milljarðar. Til að vinna á halla A-deildar hefur stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) beint þeim tilmælum til stjórnar LSR að iðgjald launagreiðenda verði hækkað um fjögur prósentustig, úr 15,5% í 19,5%. Þá hefur FME einnig hvatt almennt til þess að dregið verði úr halla í lífeyriskerfinu með því að hækka iðgjöld, skerða réttindi sjóðsfélaga eða hækka lífeyrisaldur. Stjórn LSR hefur hingað til ekki viljað hækka iðgjöld en vænta má að það verði tekið til alvarlegrar skoðunar telji starfshópurinn það nauðsynlegt. Til að fara megi að hinum tillögum FME þarf hins vegar að breyta lögum. Til að bregðast við vanda B-deildar mun ríkissjóður hefja sérstakar aukagreiðslur til sjóðsins svo fljótt sem aðstæður ríkissjóðs leyfa. Var þannig komist að orði í svari Steingríms J. Sigfússonar, þáverandi fjármálaráðherra, við fyrirspurn um stöðu LSR á þingi þann 9. janúar síðastliðinn. Þá kom fram í svarinu að B-deild LSR færi í þrot árið 2025 berist engar frekari aukagreiðslur. Ef hins vegar væri gert ráð fyrir að ríkissjóður greiddi jafna fjárhæð frá og með árinu 2012 þá yrði sú greiðsla að nema 7,8 milljörðum á ári í fjörutíu ár til að rétta af halla sjóðsins. „Eðlilega erum við líka að skoða stöðu B-deildar. Við viljum svara því hvernig greiða megi niður hallann og jafnframt viljum við útbúa greiðsluáætlun,“ segir Gunnar. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira