Facebook stendur við að leyfa áfram lygar stjórnmálamanna Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2020 13:42 Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hefur verið sakaður um að gera lítið til að draga úr neikvæðum áhrifum miðilsins á þjóðmálaumræðu og stjórnmál. Vísir/EPA Enginn stefnubreyting verður gerð hjá samfélagsmiðlarisanum Facebook varðandi að leyfa lygar í auglýsingum stjórnmálamanna. Fyrirtækið hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að grípa ekki til aðgerða gegn upplýsingafalsi og lygum sem hefur verið dreift víða á miðlinum, sérstaklega í aðdraganda kosninga. Bandarískir þingmenn eru á meðal þeirra sem hafa þrýst á Facebook að endurskoða stefnu sína gagnvart pólitískum auglýsingum en forsetakosningar fara fram þar í nóvember. Aðdragandi kosninganna árið 2016 einkenndist af straumi villandi upplýsinga sem í sumum tilfellum var liður í markvissri aðgerð rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á kosningabaráttuna. Facebook lýsti því yfir í dag að fyrirtækið ætlaði ekki að gera neinar meiriháttar breytingar á stefnu sinni um pólitískar auglýsingar. Það ætlar heldur ekki að takmarka hvernig notendur miðilsins geta sérsniðið auglýsingar að ákveðnum markhópum. Gagnrýnendur Facebook hafa bent á þá aðferð sem sérstaklega til þess fallna að dreifa fölskum eða misvísandi upplýsingum, að sögn New York Times. Önnur samfélagsmiðlafyrirtæki hafa ákveðið að breyta reglum sínum til að bregðast við upplýsingafalsi. Twitter bannaði þannig allar pólitískar auglýsingar á miðlinum í október. Google hefur einnig takmarkað slíkar auglýsingar á sumum miðlum sínum. Lygar í pólitískum auglýsingum komu til umræðu í haust þegar framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta birti auglýsingu á Facebook með fölskum ásökunum á hendur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og syni hans Hunter Biden. Milljónir manna sáu auglýsinguna en Facebook hafnaði kröfu Biden um að hún yrði tekin niður vegna ósannandi. Á sama tíma og Facebook hefur sætt gagnrýni fyrir að leyfa lygar og rangfærslur hafa bandarískir íhaldsmenn sakað samfélagsmiðilinn um að þagga niður í þeim eða draga úr útbreiðslu efnis hægrisinnaðra notenda. Bandaríkin Facebook Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Twitter ætlar að banna stjórnmálaauglýsingar Bannið við stjórnmálaauglýsingum er viðleitni Twitter til reyna að koma í veg fyrir upplýsingafals á samfélagsmiðlum í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári. 30. október 2019 20:56 Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Enginn stefnubreyting verður gerð hjá samfélagsmiðlarisanum Facebook varðandi að leyfa lygar í auglýsingum stjórnmálamanna. Fyrirtækið hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að grípa ekki til aðgerða gegn upplýsingafalsi og lygum sem hefur verið dreift víða á miðlinum, sérstaklega í aðdraganda kosninga. Bandarískir þingmenn eru á meðal þeirra sem hafa þrýst á Facebook að endurskoða stefnu sína gagnvart pólitískum auglýsingum en forsetakosningar fara fram þar í nóvember. Aðdragandi kosninganna árið 2016 einkenndist af straumi villandi upplýsinga sem í sumum tilfellum var liður í markvissri aðgerð rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á kosningabaráttuna. Facebook lýsti því yfir í dag að fyrirtækið ætlaði ekki að gera neinar meiriháttar breytingar á stefnu sinni um pólitískar auglýsingar. Það ætlar heldur ekki að takmarka hvernig notendur miðilsins geta sérsniðið auglýsingar að ákveðnum markhópum. Gagnrýnendur Facebook hafa bent á þá aðferð sem sérstaklega til þess fallna að dreifa fölskum eða misvísandi upplýsingum, að sögn New York Times. Önnur samfélagsmiðlafyrirtæki hafa ákveðið að breyta reglum sínum til að bregðast við upplýsingafalsi. Twitter bannaði þannig allar pólitískar auglýsingar á miðlinum í október. Google hefur einnig takmarkað slíkar auglýsingar á sumum miðlum sínum. Lygar í pólitískum auglýsingum komu til umræðu í haust þegar framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta birti auglýsingu á Facebook með fölskum ásökunum á hendur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og syni hans Hunter Biden. Milljónir manna sáu auglýsinguna en Facebook hafnaði kröfu Biden um að hún yrði tekin niður vegna ósannandi. Á sama tíma og Facebook hefur sætt gagnrýni fyrir að leyfa lygar og rangfærslur hafa bandarískir íhaldsmenn sakað samfélagsmiðilinn um að þagga niður í þeim eða draga úr útbreiðslu efnis hægrisinnaðra notenda.
Bandaríkin Facebook Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Twitter ætlar að banna stjórnmálaauglýsingar Bannið við stjórnmálaauglýsingum er viðleitni Twitter til reyna að koma í veg fyrir upplýsingafals á samfélagsmiðlum í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári. 30. október 2019 20:56 Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Twitter ætlar að banna stjórnmálaauglýsingar Bannið við stjórnmálaauglýsingum er viðleitni Twitter til reyna að koma í veg fyrir upplýsingafals á samfélagsmiðlum í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári. 30. október 2019 20:56