Viðskipti innlent

Skattkerfið og fjármagnskostnaður helstu hindranirnar

Haraldur Guðmundsson skrifar
Skattkerfið og hár fjármagnskostnaður eru helstu hindranirnar fyrir vexti lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
Skattkerfið og hár fjármagnskostnaður eru helstu hindranirnar fyrir vexti lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Mynd/Samsett.
Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi telja að skattkerfið og hár fjármagnskostnaður séu helstu hindranirnar fyrir vexti þeirra á næstu árum. Þar á eftir koma skortur á fjármagni og hæfu starfsfólki, ásamt gjaldeyrishöftum, reglubyrði og lítilli eftirspurn á markaði.

Þetta kemur fram í nýrri könnun sem gerð var vegna Smáþings 2013 sem fer fram á morgun.

Í fréttatilkynningu á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins segir að frekari niðurstöður úr könnuninni verði birtar á Smáþinginu þar sem koma fram horfur um fjölgun starfa hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum hér á landi á næstu þremur til fimm árum.   






Fleiri fréttir

Sjá meira


×