Fjögurra milljóna risasjónvarp í Hátækni Jón Júlíus Karlsson skrifar 9. október 2013 13:47 LG LED er heilar 84" að stærð. Verslunin Hátækni tók nýverið til sölu sannkallað risasjónvarpstæki. Um er að ræða LG 84" sjónvarpstæki en til stærðarsamanburðar þá er það eins og fjögur 42" sjónvarpstæki að flatarmáli. Upplausnin er í svokölluðu „Ultra High Definition“ sem er glæný tækni og u.þ.b. fjórum sinnum öflugri en „FullHD“. Að auki við þessa gríðarlegu stærð býður sjónvarpið m.a. upp á 3D-virkni, SmartTV og SmartShare sem gerir notendum kleift að deila efni úr snjallsímum og spjaldtölvum beint yfir í sjónvarpið. „Við vorum að fá þetta sjónvarpstæki í hús. Við höfum hingað til mest farið upp í 65" sjónvarpstæki þannig að við erum að toppa okkur,“ segir Daníel Sigurðsson, verslunarstjóri hjá Hátækni. Hann segir að stærðin sé ekki lykilatriðið við sjónvarpstækið heldur sú ótrúlega upplausn LG LED hefur yfir að ráða. „Þetta er fjórum sinnum öflugra [2160p] en hefðbundin háskerpa. Það er ekkert sambærilegt tæki á markaðnum í dag. Þeir sem vilja skyggnast inn í framtíðina í sjónvarpstækjum ættu að kíkja til okkar.“Kostar tæpar fjórar milljónir Það er ekki á færi margra að kaupa þetta nýja risasjónvarpstæki. Það kostar rétt tæpar fjórar milljónir króna hjá Hátækni. Það liggur því beinast við að spyrja hvort að það sé eftirspurn hér á landi eftir sjónvarpi sem er dýrari en einkabílinn hjá flestum fjölskyldum? „Það er klárlega markaður til staðar. Þetta tæki er t.d. kjörið fyrir funda- og ráðstefnusali. Við erum ekki búnir að selja eitt eintak ennþá en það hafa verið þreifingar á síðustu dögum,“ segir Daníel. Hér að neðan má sjá myndband um þetta risasjónvarp. Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Verslunin Hátækni tók nýverið til sölu sannkallað risasjónvarpstæki. Um er að ræða LG 84" sjónvarpstæki en til stærðarsamanburðar þá er það eins og fjögur 42" sjónvarpstæki að flatarmáli. Upplausnin er í svokölluðu „Ultra High Definition“ sem er glæný tækni og u.þ.b. fjórum sinnum öflugri en „FullHD“. Að auki við þessa gríðarlegu stærð býður sjónvarpið m.a. upp á 3D-virkni, SmartTV og SmartShare sem gerir notendum kleift að deila efni úr snjallsímum og spjaldtölvum beint yfir í sjónvarpið. „Við vorum að fá þetta sjónvarpstæki í hús. Við höfum hingað til mest farið upp í 65" sjónvarpstæki þannig að við erum að toppa okkur,“ segir Daníel Sigurðsson, verslunarstjóri hjá Hátækni. Hann segir að stærðin sé ekki lykilatriðið við sjónvarpstækið heldur sú ótrúlega upplausn LG LED hefur yfir að ráða. „Þetta er fjórum sinnum öflugra [2160p] en hefðbundin háskerpa. Það er ekkert sambærilegt tæki á markaðnum í dag. Þeir sem vilja skyggnast inn í framtíðina í sjónvarpstækjum ættu að kíkja til okkar.“Kostar tæpar fjórar milljónir Það er ekki á færi margra að kaupa þetta nýja risasjónvarpstæki. Það kostar rétt tæpar fjórar milljónir króna hjá Hátækni. Það liggur því beinast við að spyrja hvort að það sé eftirspurn hér á landi eftir sjónvarpi sem er dýrari en einkabílinn hjá flestum fjölskyldum? „Það er klárlega markaður til staðar. Þetta tæki er t.d. kjörið fyrir funda- og ráðstefnusali. Við erum ekki búnir að selja eitt eintak ennþá en það hafa verið þreifingar á síðustu dögum,“ segir Daníel. Hér að neðan má sjá myndband um þetta risasjónvarp.
Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent