Innlent

Dráttarbíll valt vegna vindhviðu

Stór dráttarbíll með tengivagn valt í mikilli vindhviðu þegar bíllinn, sem var á austurleið, átti skammt ófarið að Kirkjubæjarklaustri um klukkan sex í morgun. Ökumanninn sakaði ekki en bíllinn liggur á hliðinni á þjóðveginum og er hann lokaður. Vagninn, sem var tómur, hafnaði utan vegar. Vegfarendur komast fram hjá vettvangi um Hrífunesveg. Verið er að senda stórvirkar vélar á staðinn til að koma bílnum á réttan kjöl en búist er við að þjóðvegurinn verði lokaður fram undir hádegi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×