Bestu auglýsingapláss RÚV seld í tugmilljóna króna pökkum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. júní 2018 06:00 Ríkisútvarpið er sagt taka til sín allar auglýsingatekjur af markaði í krafti stöðu sinnar og HM. Fréttablaðið/Ernir Auglýsendur þurftu að kaupa að lágmarki tíu milljóna króna auglýsingapakka hjá Ríkisútvarpinu til að komast að á besta stað í kringum leiki Íslands í riðlakeppni HM í Rússlandi. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins seldust allir svokallaðir Premium-auglýsingapakkar RÚV upp fyrir HM en þeir fólu líka í sér möguleika á auglýsingum í öðrum dagskrárliðum RÚV í júní og júlí. Gagnrýnt hefur verið að auglýsingadeild Ríkisútvarpsins hafi ryksugað upp auglýsingamarkaðinn fyrir sumarið og bundið allt auglýsingafé fyrirtækja út árið í HM-pökkum sínum, á kostnað frjálsra fjölmiðla sem einhverjir hafa kvartað til yfirvalda. ÚTvarpsstjóri hafnar því að binding felist í pakkanum.Sjá einnig: Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði Fréttablaðið hefur glærukynningu á auglýsingapakka RÚV fyrir HM undir höndum. Þar er auglýsendum boðinn kostunarsamningur sem felur í sér kostun á þáttum fyrir og eftir alla 64 leikina á HM, allt að 20 sekúndur í hálfleik í leikjum Íslands í HM, 240 sekúndur í hálfleik í æfingaleikjum Íslands í aðdraganda HM, 400 sekúndur í íslenskum og erlendum þáttum í aðdraganda HM og kostun á Sögu HM þáttunum sem sýningar hófust á í febrúar. Þessi kostunar/auglýsingasamningur er verðlagður á 13 milljónir króna, án virðisaukaskatts. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá námu tekjur RÚV af kostun á dagskrárefni 158 milljónum í fyrra. Það eru hins vegar svokallaðir Premium-auglýsingapakkar sem verið hafa umdeildir.Úr glærukynningu auglýsingadeildar RÚV.Þeir tryggja bestu staðsetningar í leikjum Íslands í riðlakeppninni og öðrum leikjum á mótinu samkvæmt kynningarefninu. Pakkinn felur í sér bindingu til að kaupa auglýsingar fyrir að lágmarki 10 milljónir króna í júní og júlí, þar sem sekúnduverðið í leikjum Íslands verður 20 þúsund krónur en sekúnduverð á öðrum leikjum HM 8-15 þúsund, og forkaupsrétt á birtingum í leikjum Íslands eftir riðlakeppnina. Kynningarefni þetta virðist vera frá því í vor. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk í síðustu viku, daginn fyrir upphafsleik HM, voru allir stóru auglýsingapakkarnir uppseldir hjá RÚV.Sjá einnig: Menn verða að fylgja leikreglum og vera sanngjarnir Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um auglýsingatekjur og kostnað RÚV við keppnina. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir áætlaðan kostnað vegna HM og afleiddrar dagskrár nema 220 milljónum. Heildarkostnaður liggi þó ekki fyrir fyrr en að móti loknu. Inni í þeirri tölu sé sýningarréttur sem RÚV er tryggður í gegnum EBU, Evrópusamband útvarps- og sjónvarpsstöðva, sem samdi við FIFA árið 2012. Magnús segir enn óljóst hverjar tekjurnar eru þar sem mótið sé rétt að hefjast. „Vegna umræðu um svokallaða „Premium pakka“ er þess að geta að sekúnduverð fyrir einstaka leiki er það sama gagnvart öllum viðskiptavinum og ekki bundið neinum skilyrðum um auglýsingamagn né öðrum auglýsingakaupum eins og ætla mætti af því sem hefur komið í fjölmiðlum.“ Ríkisútvarpið fékk 4,1 milljarð króna í beint framlag frá ríkinu í fyrra og hafði að auki tvo milljarða króna í tekjur af auglýsingasölu. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Lilja: Menn verða að fylgja leikreglum og vera sanngjarnir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur fengið margar athugasemdir inn á sitt borð vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði í tengslum við heimsmeistarakeppnina í fótbolta. 18. júní 2018 16:15 Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sakar RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði með sölu á sérstökum auglýsingapökkum fyrir HM í fótbolta og segir að stofnunin hagi sér eins og böðull. Hann segir að RÚV hafi ryksugað upp allt auglýsingafé með því að selja auglýsingar fyrir ótengda dagskrárliði samhliða sölu á auglýsingum fyrir HM. 18. júní 2018 11:45 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Auglýsendur þurftu að kaupa að lágmarki tíu milljóna króna auglýsingapakka hjá Ríkisútvarpinu til að komast að á besta stað í kringum leiki Íslands í riðlakeppni HM í Rússlandi. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins seldust allir svokallaðir Premium-auglýsingapakkar RÚV upp fyrir HM en þeir fólu líka í sér möguleika á auglýsingum í öðrum dagskrárliðum RÚV í júní og júlí. Gagnrýnt hefur verið að auglýsingadeild Ríkisútvarpsins hafi ryksugað upp auglýsingamarkaðinn fyrir sumarið og bundið allt auglýsingafé fyrirtækja út árið í HM-pökkum sínum, á kostnað frjálsra fjölmiðla sem einhverjir hafa kvartað til yfirvalda. ÚTvarpsstjóri hafnar því að binding felist í pakkanum.Sjá einnig: Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði Fréttablaðið hefur glærukynningu á auglýsingapakka RÚV fyrir HM undir höndum. Þar er auglýsendum boðinn kostunarsamningur sem felur í sér kostun á þáttum fyrir og eftir alla 64 leikina á HM, allt að 20 sekúndur í hálfleik í leikjum Íslands í HM, 240 sekúndur í hálfleik í æfingaleikjum Íslands í aðdraganda HM, 400 sekúndur í íslenskum og erlendum þáttum í aðdraganda HM og kostun á Sögu HM þáttunum sem sýningar hófust á í febrúar. Þessi kostunar/auglýsingasamningur er verðlagður á 13 milljónir króna, án virðisaukaskatts. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá námu tekjur RÚV af kostun á dagskrárefni 158 milljónum í fyrra. Það eru hins vegar svokallaðir Premium-auglýsingapakkar sem verið hafa umdeildir.Úr glærukynningu auglýsingadeildar RÚV.Þeir tryggja bestu staðsetningar í leikjum Íslands í riðlakeppninni og öðrum leikjum á mótinu samkvæmt kynningarefninu. Pakkinn felur í sér bindingu til að kaupa auglýsingar fyrir að lágmarki 10 milljónir króna í júní og júlí, þar sem sekúnduverðið í leikjum Íslands verður 20 þúsund krónur en sekúnduverð á öðrum leikjum HM 8-15 þúsund, og forkaupsrétt á birtingum í leikjum Íslands eftir riðlakeppnina. Kynningarefni þetta virðist vera frá því í vor. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk í síðustu viku, daginn fyrir upphafsleik HM, voru allir stóru auglýsingapakkarnir uppseldir hjá RÚV.Sjá einnig: Menn verða að fylgja leikreglum og vera sanngjarnir Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um auglýsingatekjur og kostnað RÚV við keppnina. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir áætlaðan kostnað vegna HM og afleiddrar dagskrár nema 220 milljónum. Heildarkostnaður liggi þó ekki fyrir fyrr en að móti loknu. Inni í þeirri tölu sé sýningarréttur sem RÚV er tryggður í gegnum EBU, Evrópusamband útvarps- og sjónvarpsstöðva, sem samdi við FIFA árið 2012. Magnús segir enn óljóst hverjar tekjurnar eru þar sem mótið sé rétt að hefjast. „Vegna umræðu um svokallaða „Premium pakka“ er þess að geta að sekúnduverð fyrir einstaka leiki er það sama gagnvart öllum viðskiptavinum og ekki bundið neinum skilyrðum um auglýsingamagn né öðrum auglýsingakaupum eins og ætla mætti af því sem hefur komið í fjölmiðlum.“ Ríkisútvarpið fékk 4,1 milljarð króna í beint framlag frá ríkinu í fyrra og hafði að auki tvo milljarða króna í tekjur af auglýsingasölu.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Lilja: Menn verða að fylgja leikreglum og vera sanngjarnir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur fengið margar athugasemdir inn á sitt borð vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði í tengslum við heimsmeistarakeppnina í fótbolta. 18. júní 2018 16:15 Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sakar RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði með sölu á sérstökum auglýsingapökkum fyrir HM í fótbolta og segir að stofnunin hagi sér eins og böðull. Hann segir að RÚV hafi ryksugað upp allt auglýsingafé með því að selja auglýsingar fyrir ótengda dagskrárliði samhliða sölu á auglýsingum fyrir HM. 18. júní 2018 11:45 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Lilja: Menn verða að fylgja leikreglum og vera sanngjarnir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur fengið margar athugasemdir inn á sitt borð vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði í tengslum við heimsmeistarakeppnina í fótbolta. 18. júní 2018 16:15
Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sakar RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði með sölu á sérstökum auglýsingapökkum fyrir HM í fótbolta og segir að stofnunin hagi sér eins og böðull. Hann segir að RÚV hafi ryksugað upp allt auglýsingafé með því að selja auglýsingar fyrir ótengda dagskrárliði samhliða sölu á auglýsingum fyrir HM. 18. júní 2018 11:45