Lagaleg umgjörð endurskoðunar óljós Magnús Halldórsson skrifar 4. júní 2012 19:00 Lagaleg staða endurskoðunar er um margt óljós þar sem alþjóðlegir endurskoðunarstaðlar hafa ekki verið innleiddir í íslensk lög. ,,Þetta er óheppilegt, svo vægt sé til orða tekið," sagði Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður á fundi um ábyrgð endurskoðenda á föstudag. Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður var einn þeirra sem flutti erindi á morgunverðarfundi Price Waterhouse Coopers í morgun, og sagði m.a. að það væri vægast sagt óheppilegt, að alþjóðlegir endurskoðunarstaðlar hefðu ekki verið leiddir inn í íslensk lög. Með þessu skapaðist óvissa um lagalega umgjörð endurskoðunarstarfsins. Hann sagði ennfremur ábyrgð endurskoðenda á áliti þeirra á ársreikningum vera ótvíræða, og nefndi í því samhengi innlend og erlend dómafordæmi. Vignir Rafn Gíslason, endurskoðandi hjá Price Waterhouse Coopers, sem endurskoðaði meðal annars ársreikninga Landsbankans fyrir hrun bankans, fjallaði m.a. um stöðu mála hér á landi árið 2007, eins og hún birtist í ársreikningum. Slitastjórnir Landsbankans og Glitnis hafa stefnt Price Waterhouse vegna vinnu við endurskoðun ársreikninga, og eru þau mál nú til meðferðar í dómskerfinu. Vignir Rafn sagði að eigið fé íslenskra fjármálafyrirtækja árið 2007 hefði verið um þúsund milljarðar króna, og eigið fé íslenskra fyrirtækja ríflega 7.000 þúsund milljarðar. Staðan var því góð á pappírunum, og nefndi Vignir Rafn meðal annars að af tíu stærstu skuldurum hjá Glitni og Landsbankanum, hefðu ársreikningar endurskoðenda verið áritaðir án fyrirvara hjá öllum nema einum. Vignir Rafn nefndi meðal annars að endurskoðunaraðferðir hefðu mikil áhrif á eiginfjárstöðu, og tók sem dæmi að eigið fé fjárfestingafélagsins Exista, sem átti um fjórðungshlut í Kaupþingi fyrir hrun, hefði verið um hundrað milljörðum minna ef eignir félagsins hefðu verið færðar á markaðsverði í ársreikningi en ekki samkvæmt hlutdeildaraðferð. Hann sagði þetta m.a. sýna að endurskoðunin fæli ekki í sér mat sem væri fullkomlega áreiðanlegt, heldur væri matið háð þeirri aðferðarfræði og upplýsingum sem fyrir lægi í hvert skipti. Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Lagaleg staða endurskoðunar er um margt óljós þar sem alþjóðlegir endurskoðunarstaðlar hafa ekki verið innleiddir í íslensk lög. ,,Þetta er óheppilegt, svo vægt sé til orða tekið," sagði Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður á fundi um ábyrgð endurskoðenda á föstudag. Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður var einn þeirra sem flutti erindi á morgunverðarfundi Price Waterhouse Coopers í morgun, og sagði m.a. að það væri vægast sagt óheppilegt, að alþjóðlegir endurskoðunarstaðlar hefðu ekki verið leiddir inn í íslensk lög. Með þessu skapaðist óvissa um lagalega umgjörð endurskoðunarstarfsins. Hann sagði ennfremur ábyrgð endurskoðenda á áliti þeirra á ársreikningum vera ótvíræða, og nefndi í því samhengi innlend og erlend dómafordæmi. Vignir Rafn Gíslason, endurskoðandi hjá Price Waterhouse Coopers, sem endurskoðaði meðal annars ársreikninga Landsbankans fyrir hrun bankans, fjallaði m.a. um stöðu mála hér á landi árið 2007, eins og hún birtist í ársreikningum. Slitastjórnir Landsbankans og Glitnis hafa stefnt Price Waterhouse vegna vinnu við endurskoðun ársreikninga, og eru þau mál nú til meðferðar í dómskerfinu. Vignir Rafn sagði að eigið fé íslenskra fjármálafyrirtækja árið 2007 hefði verið um þúsund milljarðar króna, og eigið fé íslenskra fyrirtækja ríflega 7.000 þúsund milljarðar. Staðan var því góð á pappírunum, og nefndi Vignir Rafn meðal annars að af tíu stærstu skuldurum hjá Glitni og Landsbankanum, hefðu ársreikningar endurskoðenda verið áritaðir án fyrirvara hjá öllum nema einum. Vignir Rafn nefndi meðal annars að endurskoðunaraðferðir hefðu mikil áhrif á eiginfjárstöðu, og tók sem dæmi að eigið fé fjárfestingafélagsins Exista, sem átti um fjórðungshlut í Kaupþingi fyrir hrun, hefði verið um hundrað milljörðum minna ef eignir félagsins hefðu verið færðar á markaðsverði í ársreikningi en ekki samkvæmt hlutdeildaraðferð. Hann sagði þetta m.a. sýna að endurskoðunin fæli ekki í sér mat sem væri fullkomlega áreiðanlegt, heldur væri matið háð þeirri aðferðarfræði og upplýsingum sem fyrir lægi í hvert skipti.
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira