Rakel Dögg: Þurfum að vera með brjálaða vörn Óskar Ófeigur Jónsson í Vrsac skrifar 4. desember 2012 14:30 Rakel Dögg Bragadóttir. Mynd/Stefán Rakel Dögg Bragadóttir er komin aftur inn í íslenska kvennalandsliðið í handbolta eftir tæplega árs fjarveru vegna meiðsla. Hún segir íslenska liðið koma vel undirbúið til leiks á EM í Serbíu en fyrsti leikurinn er á móti Svartfjallalandi í kvöld. „Við erum búnar að æfa vel og fengum þrjá mjög góða leiki um helgina þar sem við náðum að fara yfir hlutina. Við erum vel undirbúnar, tökum tvo fundi í dag og æfingu í kvöld og þá held ég að við séum nokkuð klárar og vel settar fyrir leikinn á morgun," sagði Rakel í gær. „Þetta er þriðja árið í röð þar sem við erum að fara á stórmót og við erum búnar að spila marga leiki saman. Við höfum reynslu og það getur hjálpað okkur helling. Að sama skapi vitum við það að við erum litla liðið í þessum riðli og við þurfum að eiga toppleik á móti þessum þjóðum. Þetta eru virkilega sterkar þjóðir sem við erum að mæta og við erum alveg meðvitaðar um það. Við þurfum að vera klárar í leikinn á morgun ef við ætlum okkur einhverja hluti," segir Rakel en góður árangur á HM í Brasilíu þýðir meiri væntingar fyrir þessa keppni. „Maður finnur alveg fyrir því. Við sjálfar erum líka að að gera okkur meiri væntingar og setja meiri pressu á okkur sjálfar. Við sjáum það á HM í Brasilíu í fyrra að okkur gekk vel og við náðum að koma á óvart. Við erum búnar að spila marga góða leiki síðustu ár þar sem við erum að sjá það að við erum að standa í þessum þjóðum. Við erum að nálgast þær og eigum helling í þessi lið. Við vitum það að á góðum degi getum við unnið og gert góða hluti," segir Rakel Dögg. Íslenska liðið vann Svartfjallland í fyrsta leik á HM í Brasilíu í fyrra og Rakel veit að andstæðingar kvöldsins eru ekki búnar að gleyma þeim leik. „Ég held að þær hafi verið virkilega svekktar eftir leikinn í Brasilíu og þær sjálfar hafa örugglega bara orðið hissa á úrslitunum. Þær ætla sér örugglega að koma í veg fyrir svoleiðis niðurlægingu aftur. Við þurfum bara að vera ennþá einbeittari og ennþá beittari í okkar aðgerðum til þess að vinna þær," segir Rakel. „Þetta snýst eiginlega allt um það að við þurfum að vera með brjálaða vörn. Við þurfum að spila virkilega góða vörn og fá markvörsluna með. Við þurfum að keyra upp og fá auðveld mörk og svo þurfum við að halda tæknifeilum í lágmarki. Þetta er eiginlega alltaf uppskriftin ef við ætlum að vinna þessar þjóðir," segir Rakel og íslenska liðið sýndi á sér tvær hliðar í leikjunum við Tékka um helgina. „Það var bara eiginlega svart og hvítt hjá okkur. Í fyrri leiknum vorum við að gera mikið af tæknifeilum og aulamistökum. Við vorum ekki að fá mörk úr hraðaupphlaupum en bættum þetta mikið í seinni leiknum. Við vorum með miklu færri tæknifeila og fengum líka hraðaupphlaup. Vörnin var fín í báðum leikjunum en við þurfum að stóla á þessa hluti í leikjunum framundan," sagði Rakel. Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ Sjá meira
Rakel Dögg Bragadóttir er komin aftur inn í íslenska kvennalandsliðið í handbolta eftir tæplega árs fjarveru vegna meiðsla. Hún segir íslenska liðið koma vel undirbúið til leiks á EM í Serbíu en fyrsti leikurinn er á móti Svartfjallalandi í kvöld. „Við erum búnar að æfa vel og fengum þrjá mjög góða leiki um helgina þar sem við náðum að fara yfir hlutina. Við erum vel undirbúnar, tökum tvo fundi í dag og æfingu í kvöld og þá held ég að við séum nokkuð klárar og vel settar fyrir leikinn á morgun," sagði Rakel í gær. „Þetta er þriðja árið í röð þar sem við erum að fara á stórmót og við erum búnar að spila marga leiki saman. Við höfum reynslu og það getur hjálpað okkur helling. Að sama skapi vitum við það að við erum litla liðið í þessum riðli og við þurfum að eiga toppleik á móti þessum þjóðum. Þetta eru virkilega sterkar þjóðir sem við erum að mæta og við erum alveg meðvitaðar um það. Við þurfum að vera klárar í leikinn á morgun ef við ætlum okkur einhverja hluti," segir Rakel en góður árangur á HM í Brasilíu þýðir meiri væntingar fyrir þessa keppni. „Maður finnur alveg fyrir því. Við sjálfar erum líka að að gera okkur meiri væntingar og setja meiri pressu á okkur sjálfar. Við sjáum það á HM í Brasilíu í fyrra að okkur gekk vel og við náðum að koma á óvart. Við erum búnar að spila marga góða leiki síðustu ár þar sem við erum að sjá það að við erum að standa í þessum þjóðum. Við erum að nálgast þær og eigum helling í þessi lið. Við vitum það að á góðum degi getum við unnið og gert góða hluti," segir Rakel Dögg. Íslenska liðið vann Svartfjallland í fyrsta leik á HM í Brasilíu í fyrra og Rakel veit að andstæðingar kvöldsins eru ekki búnar að gleyma þeim leik. „Ég held að þær hafi verið virkilega svekktar eftir leikinn í Brasilíu og þær sjálfar hafa örugglega bara orðið hissa á úrslitunum. Þær ætla sér örugglega að koma í veg fyrir svoleiðis niðurlægingu aftur. Við þurfum bara að vera ennþá einbeittari og ennþá beittari í okkar aðgerðum til þess að vinna þær," segir Rakel. „Þetta snýst eiginlega allt um það að við þurfum að vera með brjálaða vörn. Við þurfum að spila virkilega góða vörn og fá markvörsluna með. Við þurfum að keyra upp og fá auðveld mörk og svo þurfum við að halda tæknifeilum í lágmarki. Þetta er eiginlega alltaf uppskriftin ef við ætlum að vinna þessar þjóðir," segir Rakel og íslenska liðið sýndi á sér tvær hliðar í leikjunum við Tékka um helgina. „Það var bara eiginlega svart og hvítt hjá okkur. Í fyrri leiknum vorum við að gera mikið af tæknifeilum og aulamistökum. Við vorum ekki að fá mörk úr hraðaupphlaupum en bættum þetta mikið í seinni leiknum. Við vorum með miklu færri tæknifeila og fengum líka hraðaupphlaup. Vörnin var fín í báðum leikjunum en við þurfum að stóla á þessa hluti í leikjunum framundan," sagði Rakel.
Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ Sjá meira