Viðskipti innlent

Gjaldeyrisforðinn minnkaði um 211 milljarða í júní

Gjaldeyrisforði Seðlabankans minnkaði verulega í júní eða um rúmlega 211 milljarða króna miðað við stöðuna í maí.

Í lok júní var gjaldeyrisforðinn kominn niður í rúmlega 850 milljarða kr. en hann var í rúmlega 1.060 milljörðum kr. í maí. Þetta kemur fram í efnahagsreikningi Seðlabankans fyrir júnímánuð.

Það sem skýrir þessa lækkun eru einkum fyrirframgreiðslurnar á lánum Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og hinum Norðurlöndunum upp á rúmlega 170 milljarða kr.

Þá hafði nýleg 35 milljarða króna greiðsla Lýsingar til Deutsche bank einnig sitt að segja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×